STYTTIST Í HEIMKOMU....
Spurningu Jóhönnu og Stellu verður hér með svarað - Ég kem heim 18.desember kl. 00:30 eða tæknilega séð þann 19.des...sem sagt í dag eru 20 dagar þar til ég læt sjá mig á fagra Íslandi ;o) Vona að þið hlakkið til að fá mig - ég hlakka til að sjá ykkur!!
Fyrst langar mig til að óska Ástu Láru og Ragga innilega til hamingju með gullfallegu stúlkuna þeirra. Rakel Ósk Ragnarsdóttir fæddist þann 23. nóvember - 50 cm og 14 merkur ;o) Ekkert smá sæt skvísa hér á ferð ;o)
Líf mitt er hins vegar mjög viðburðarlítið þessa dagana - er bara að skrifa Scientific Paper þar sem spurningin okkar er: "When customers pay more for premium price items than for comparable low price items, what accounts their willingness to pay?" Spennandi ekki satt? - Við Kata vorum líka rosalega heppnar, leiðbeinandinn sem við fengum er gestaprófesor frá Harvard Business School ;o) Auk þess sit ég núna og reyni að skrifa eitthvað niður í Lazytown markaðsrannsókninni okkar svo ég geti hugsanlega stoppað á klakanum um jólin - bara bíða og sjá!!
Helgin var mjög fín - Föstudaginn hitti ég Mögguna mína á Strikinu, fengum okkur öl og spjölluðum, kíktum í búðir og höfðum það kósý. Um kvöldið kíkti ég á Koktailatjútt með Tótu og Rögnu. Fórum fyrst á Café Selina þar sem sumir smökkuðu á nokkrum kokteilum en svo á Coconut beach bar - mjög skondinn staður með sandi á gólfunum og strástólum....kemst svo sannarlega í gírinn þarna. Kvöldið var mjög skemmtilegt og tala myndirnar sínu máli... sem sagt nýjar myndir á http://public.fotki.com/Sella endilega KOMMENTA TAKK. Laugardaginn kíkti ég svo smá í bæinn með Rannveigu Öldu frænku sem var komin í heimsókn... reyndi svo að læra eins og vitleysingur um kvöldið en gafst upp og ákváðum við að fara á pöbbarölt með Hrebbnu og Kötu. Hoppuðum reyndar á fyrsta barinn sem við sáum og vorum þar, þar sem kuldinn var óbærilegur og sátum þar! Kata yfirgaf okkur um 3 leytið en þá héldum við félagarnir áfram - fórum í leikinn 5 myndir og eru myndirnar bara skondnar...haha aðallega því við vitum ekki hvað er að gerast á þeim!! Áttum svo langt spjall um stjórnmál: "VINSTRI GRÆNIR - ER ÞAÐ EKKI BLÓMABÚÐ Í HAFNARFIRÐI"! hahah óendanlega fyndið...
Sunnudeginum eyddi ég upp í skóla með Kötu í heimildaleit og hópvinnu - hitti svo Tótu, Hrebbnu og Rannveigu Öldu á Mama Lubdas þar sem við borðuðum ótrúlega góðan ítalskan mat og nýttum svo köldið í rólegheit....reyndar er ég búin að vera frekar slöpp með óþolandi hósta og leiðindi. Síðastliðnir dagar hafa svo bara farið í skóla skóla skóla stúss...spennandi ekki satt!!
En vonandi fer þetta að verða búið - ætla að reyna að nýta tímann vel svo ég geti hitt Elvuna mína, Ingu, Árný og Dag Leo í kósýheitum og notið lífsins helgina 6-9.des ;o) Guð hvað það verður notalegt....en þangað til næst elskurnar mínar!!
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Nú get ég andað léttar, mun léttar.
Ég mun bíða spennt!!!
Ég er einstaklega ánægð með það Sella að þú svaraðir strax commentinu mínu. :)
Höllin biður að heilsa. Sjáumst hressar eftir minna en mánuð
Haha já um að gera að anda léttar - ég mun að sjálfsögðu láta sjá mig á klakanum og fyrr en þig grunar - TÍMINN FLÝGUR!
Bið að heilsa Hallarmönnum og hlakka til að sjá þig elskan - verðum að gera eitthvað sneddý saman, það er á hreinu!!
ég skil ekki hvernig thér tekst alltaf ad taka svona fáranlegar myndir af mér!!!
Hlakka til að hitta þig um jólin :o) Við tökum mega tjútt þá......
Kv. Sigrún Ósk
Hlakka til að sjá þig sömuleiðis Sigrún mín - veistu eitthvað meira hvernig verður með jólahlaðborðið þann 22.des?
Sjáumst eftir 20 daga skvís ;o)
Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. If is possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll, I thank. Good bye friend.
Hæ yndi... ég er allt of léleg að kommenta!! Hlakka geggjað til að sjá þig um jólin... taktu einhverjar klst frá handa mér og Siggu saman ;)
Hespaðu þessu af og koddu so heim...
Knús í klessu.. Saló
p.s. viltu senda mér aðganginn á myndasíðuna á salomegu@gmail.com
Jú Vinstri grænir eru blómabúð í hafnarfirði hehe! Getum við tekið póllandsfíling þegar þú kemur á klakann, eigum við að fara á hótel?
Voðalega er maður nú duglegur í áfenginu alltaf - þetta hefur verið snilldarmisseri!
Takk for sidst my love :) Voða kósý hjá okkur en ég klikkaði rosalega á einu, gleymdi að taka mynd af okkur saman á Strikinu!!!! Maggie nerd ;)
Hlakka rossa til að hitta þig um júlen elskan :* hafðu það gott þangað til!
Hef ekkert heyrt neitt um jólahlaðborðið... vonandi verður þetta :o) Það væri alger snilld! Spurning um að tékka á Gústa því hann plöggaði þetta....
Sjáumst skvís :o)
Kv. Sigrún Ósk
Skrifa ummæli