miðvikudagur, nóvember 14, 2007

JÓLA JÓLA JÓLA HVAÐ......

Einhverra hluta vegna er ég komin í gífurlegt jólaskap - kannski er það kuldinn úti eða bara allir bæklingarnir sem að streyma inn um lúguna sem að gera það að verkum að ég hlakka óendanlega til. Oft hefur verið mikið að gera hjá mér en svo virðist sem að næsti mánuður hjá mér verði killer.... sumir hafa sagt að það sé því maður sé í master - hehe

Ég jólabarnið mikla hef þó ákveðið að gefa mér smá tíma fyrir jólastútt og gleði....næsta mánuðinn ætla ég að reyna að skvera inn i líf mitt eftirfarandi hlutum:
- Gera jólakort
--kíkja í jólatívolí
--- eiga jólamóment með Betu og Helgu Dóru
- baka eins og eina sort
-- kaupa jólagjafir
--- skreyta heima hjá mér
- hlusta á jólalög
-- hitta Elvuna mína, Söndru og Möggu
--- njóta þess að vera til
-hitta Evuna mína og jólast aðeins
-- og já LÆRA LÆRA LÆRA.

Skemmtilegt plan ekki satt. Annars langaði mig helst til að óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn!! Stella innilega til hamingju með 23 ára afmælið og Lárus Freyr til hammó með ammó - djöfull ertu orðinn gamall drengur - 26 ára

Haha njótið þess að vera til og bara í lokin....ÉG HLAKKA SVO TIL, ÉG HLAKKA ALLTAF SVO TIL....EN ÞAÐ ER LANGT OG SVO LANGT AÐ BÍÐA, OG ALLIR DAGAR SVO LENGI AÐ LÍÐA......

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh ég er einmitt líka komin í rosa mikið jólaskap enda mikið jólabarn eins og þú :D
Hlakka til að hitta þig e rúma viku elskan...
Jólaknús - Maggie
p.s. þessar vinkonur okkar eru ógisslega lélegar að commenta ;)

Sella sagði...

Haha já það verður sko gaman að fá þig í jólaKÖBEN jólatívolið er að opna núna á föstudaginn og það er verið að gera jólaskautasvellið klárt á Kongens Nytorv.

Já þær eru voðalega lélegar - stundum líður manni eins og PALLI VAR EINN Í HEIMINUM ;O) HEHE

Nafnlaus sagði...

Hey ég er sko alltaf að kíkja og lesa en kannski kommenta ég ekki alveg alltaf, veit bara yfirleitt ekki hvað skal segja nema get ekki beðið eftir að hitta þig og knúsa þig!!! Heyri í þér á morgun mús!

Nafnlaus sagði...

Knús til þín Sellfríður mín!
Hlakka svooooona mikið til að sjá þig :) jei hvað það verður gaman, pant við syngja jólalög ...
#Afsakaðu allan þennan reyk inniiiii, ég var bara að líta til með steikiniiiii...#
Og bara ef þú ekki mannst 15 dagar dúdúrúúúú
Vona að þú hafir það ofur gott skjáta, hugs Elvus

Anna Brynja sagði...

Þú bara hlýtur að vera farin að bryðja amfetamínsterana hennar Írisar hí hí hí hí hí
Smoooch,
AB

Nafnlaus sagði...

Hey there...... Djö langar mig í jóla-tívolíið!!!! jehminn... nenniru að taka myndir og setja hérna inn svo ég geti séð hvernig þetta lítur út... en á ekkert að koma heim um jólin???

Kv.Sigga Dísa og litla skvísan!!!

Sella sagði...

Sigga Dísa mín ekki málið ég verð bókað með myndavélina á lofti þegar ég fer í tívolíið - er jólabarn frá A-Ö svo ég verð að festa allt á filmu ;o) hehe

En jú að sjálfsögðu kem ég heim um jólin, lendi eftir miðnætti 18.des...verð svo að koma og kíkja á skvísuna þína einhvern tímann þegar ég er á klakanum. Verð að vinna í Koló á jólamarkðnum fyrir jól en svo er ekkert ákveðið....verðum í bandi!!

Nafnlaus sagði...

Víííí játs frænka mín sagði mér einmitt frá að jólatívolíið sé opnað þarna rétt áður en við mætum á svæðið!!
Það gæti verið að ég fari út á miðv.daginn í stað fim.dags og fer þá á landsleikinn um kvöldið :D Veit það á mánudaginn!
Hlakka til að hitta þig elskan :)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir helgina elsku mús, hlakka til að sjá þig um jólin!