mánudagur, nóvember 12, 2007

Verð nú að tjá mig um VEÐRIÐ HÉRNA......

Oft á tíðum er maður spurður út í veðrið á klakanum þegar maður segist vera Íslendingur og hefur maður fengið fáránlegar spurningar eins og: "búið þið í snjóhúsum?".... eða eitthvað á þann veg að það sé alltaf skítakuldi heima - en NEI NEI NEI prófið bara að koma hingað til Danmerkur og treystið mér kuldinn er til staðar.

Helgin hjá mér var hin skemmtilegasta og fór ég í tvö afmæli, 25 ára afmæli hjá Steina á föstudag en Hanna skvís var svo þrítug á laugardaginn ;o) Til hamingju - bæði teitin hin skemmtilegustu, bjór og Cocktailatilboð ;o) en heimferðin í bæði skiptin var frekar köld og slabbleg! Á föstudeginum snjóaði eins og veðurguðinn ætti lífið að leysa en í gær var kuldinn svo svakalegur að maður var með sting í kinnunum.

Sesselja steinselja hefur reynt að vera hin duglegasta að læra síðustu daga enda styttist í próf og nóg lesefni eftir enn....svo má maður ekki gleyma að Sandra vinkona er að koma í heimsókn núna frá fimmtudegi-sunnudags ;o) Get ekki beðið. Því skellti ég mér á bókasafnið upp í skóla í dag, dúðaði mig upp og tölti af stað. Náði að læra slatta og kannski ástæðan sú að úti voru þrumur og eldingar svo maður nennti ómögulega heim - en þegar letiblóðið var farið að segja til sín dreif ég mig heim og viti menn þegar ég kom inn heima þá sá ég ekki lengur neitt vegna móðu á gleraugunum, slíkur var kuldinn/rakinn úti ;o)

En ekki meira pirrum pirr út í veðrið - held ég hlakki bara til að koma heim í GÓÐA VEÐRIÐ UM JÓLIN...en þar til næst, farið vel með ykkur!

4 ummæli:

Stella sagði...

það eru alltaf rauð jól hér, þannig veðrið verður bókað fínt um jólin. ;)

Nafnlaus sagði...

Hey ég var búin að panta gott veður!!!

Sella sagði...

Nákvæmlega - ég vil samt hvít jól...miklu meira kósý að hafa snjó á jólunum!!

En Sandra mín ég efast stórlega um að þú fári gott veður....því miður það er nístíngskuldi, myndi bara frekar passa mig að vera með hlý föt svo þið deyjið ekki!! svona í alvöru talað!!

Get annars ekki beðið eftir að fá þig á svæðið - búin að finna nýjan koktailbar fyrir okkur - heheh

Nafnlaus sagði...

hellú elskan mín sorry ég alveg léleg í þessum kommentum :( en skal klárlega reyna að bæta mig ;) en vá alltaf nóg að gera hjá þér hljómar ekkert smá mikið stuð hjá þér verð sko að koma í heimsókn eftir áramótin . En það er ekkert mikið að geraast hjá okkur Cokteilum en jú jú við alveg að standa okkur í tjúttinu allavega ég hehe. Framundan eru alveg fullt af jólahlaðborðum og mikið að tjútti mar verður klárlega með mjög gott úthald fyrir síðan kokteiltjútt ársins :) en svo erum við massa duglega að hittast og gera jólaföndur þar að segja ég og Benný hinar eru bara ekkert að standa sig í þessu ekki búnar að kaupa neitt gengur ekki hehe ;) jæja skvísan mín hafðu það gott í kuldanum ;) og hlakka ekkert smá til að fá þig heim sæta mín :)

kv.Anný