miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Og það kom hiti í húsið....

Mikið var nú notalegt að fá loksins hita í íbúðina okkar...verður nú bara að segjast að það var orðið asssskoti kalt á tímabili - hehe allavegana sat Hrefna einu sinni og horfði á sjónvarpið með loðhúfu og undir tveimur teppum ;o)

Svo er það nú ekki verra þar sem að í þessum töluðu orðum er BILAÐ HAGLÉL ÚTI.... skamm skamm ég er ekki tilbúin fyrir eitthvað suddaveður og ógeð - vil bara kanarí sól og strandpils - spurning hvað maður þarf að bíða eftir þeim draumi lengi!

....En bara smá innlegg hér á síðuna frá bókasafni CBS.
LIFIÐ HEIL!!

4 ummæli:

Stella sagði...

Ég þykist nú þekkja það að ef Sesselju langar til einhvers lands er hún ekki lengi að skella sér þangað ;)
Kveðja
Stella

Anna Brynja sagði...

Tí hí hí ... langar mann ekki ALLTAF í sól og sangríu! Maður kann allaveganna gífurlega vel að meta hitann þegar hann loksins kemur til manns hehehehehehe

Búin að setja inn fyrstu bloggfærsluna inná babylandið - ætla bara að blogga þar núna - komin með alltof margar síður!

Knúúúús,
Bumbus

Sella sagði...

HEhe já Stella mín ég hef svo sem ekki látið útlandaferðir stoppa mig - heyrðu er buið að senda Lilian eitthverja gjöf? og líka eigum við ekki að skella okkur bara í Tailandsferðina með henni??

Nohh Anna Brynja mín fylgist þá bara með þér og þínum þar ;o)

Nafnlaus sagði...

HEyrðu ég er til. Við eigum eftir að senda henni eitthvað samt. HVað kostaði þessi Thai ferð aftur?
Kveðja
STella
p.s. Anna Brynja viltu senda mér aftur heimasíðuna og lykilorðið