fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Miklu fargi af mér létt....PRÓFIÐ BÚIÐ!

Get ekki sagt annað en VÁ HVAÐ ÉG ER FEGIN AÐ ÞETTA ER BÚIÐ!! Var sem sagt í skemmtilegu fjögra tíma prófi í gær í Management Accounting - hljómar æsispennandi, ég veit! Þannig að gærdagurinn hjá mér var mjög svo áhugaverður. Mætti í íþróttahúsið þar sem prófið fór fram um kl. 8:20 til að vera tímanlega í gírnum.... prófið gekk sinn vanagang og er þetta líkt og í HÍ eintóm gamalmenni sem að sjá um yfirsetu.... örlítið hressari þó, því einn gamli kallinn lofaði okkur bjór í prófinu ;o) Það sem kom mér helst á óvart er að prófið er í fjórriti og fær maður að taka sitt eintak heim eftir að herlegheitin voru búin....þannig að skirffinskan var rosaleg, þurftum að skrifa á öll blöð upplýsingar um okkur og í lokin fór prófið í 3 mismunandi umslög - hehe þannig að prófin týnast allavegana ekki hér :o)

Svo er bara að gleyma þessu skemmtilega prófi því einkunnin kemur eftir mánuð - mér gekk svo sem lala í prófinu, það var mjög sanngjarnt en mjög langt, náði varla að klára á 4 tímum.... Vona að ég hafi náð, en einkunnarkerfið hér er eitthvað sem maður skilur ekki - þú fellur með mínus 3 og nærð með 2.... hæsta einkunn er svo 12.... þessir Danir haha ;o)

Eftir prófið fórum við svo saman á Nexus (skólabarinn) í öl til að fagna og ákveð ég svo að skjótast heim í sturtu og svona um kl. 16 - enda von á fullt af skemmtó Íslendingum heim til mín í fyrirpartý fyrir landsleikinn Danmörk - Ísland á Parken. Stemningin var góð og fengum við okkur bjór og pöntuðum pizzu. Leikurinn var öllu verri.... þó gaman að söngvunum og öllu sem við kom leiknum en úrslitin slæm 3-0 fyrir dani.

Ég og Kata ákváðum þó bara að halda gleðinni áfram og kíktum heim til Fredriks þar sem nokkrir krakkar úr bekknum voru samankomin í ÖL og fórum við svo saman niður á Sankt Hans Torv á Mexibar í kokteila enda fullt af krökkum úr bekknum þar ;o) Mjög skemmtilegt kvöld og óhætt að segja að sumir hafi verið á rassagatinu þetta kvöldið.

Líkami og sál létu alveg vita um þreytu svo ég ákvað að drífa mig heim um kl.2:30 enda búin að vera vakandi í 20 tíma þann daginn og langþráður svefn farin að segja til sín!!

Svo er dagurinn í dag búin að vera svipaður og allir aðrir - bara CBS í hópvinnu og svo fáum við næsta ritgerðarpróf í hendurnar á morgun ;o) Gleði gleði - en þangað til þá ætla ég að fara út að borða með Kötu og hugga okkur a jólamarkaði niðri á Nyhavn eða eitthvað sniðugt ;o) og á morgun ætla ég að hitta Mögguna mína sem er í heimsókn í Köben.

En hvað með ykkur - hvað á að gera um helgina og hvað er að frétta?

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin með prófið þitt!!!!... Hvenær ferðu svoooo að koma heim????? þúrt búin að vera allt allt of lengi þarna í útlöndunum.

Nafnlaus sagði...

Gott það gekk vel í prófinu stóra. Ég ætla að gera fínt á Rauðalæk fyrir myndartöku, nú selst þetta!!!
Varstu búin að tjékka á flísara fyrir mig (Sædísi)?

Stella sagði...

Frábært að prófið gekk upp, ég sagði þér líka að þú myndir redda þessu skvísa.
Er að springa úr spenningi að hitta þig, þannig ég tek undir með Jóhönnu hvenær kemuru HEIM???

Ása Björg sagði...

Yndislegt að lesa svona CBS, Nexus djammsögur... Fæ skemmtilegt flash-back !
Hafðu það gott í DK,

Kv.Ása

Nafnlaus sagði...

herregút sellus mín, styttist óðfluga í flugtak :)
Hlakka hlakka til að sjá þig sætasta mín, tek undir með stelpunum, þú ert sko búin að vera asskoti lengi í útlandinu...
knús til þín sellfríður, miss jú !
lúv Elvus

Nafnlaus sagði...

Já Sella mín til hamingju með þetta

En djöfull er ég samt glaður þegar að ég les svona prófasögur að vera ekki lengur í þessu ;)

En ef þú vilt vita um helgina mín þá var ég að enda við að henda inn bloggi um hana. Var í algjörum pabba leik alla helgina :)

Nafnlaus sagði...

HÆ esskan mín! Takk fyrir síðast :D Æðislegt að hitta þig, var bara gaman að slúðra og labba um Köben með þér hehe
Hlakka til að hitta þig svo um jólin :D
Hafðu það gott sæta mín!
Knús - Magga

p.s. jæja núna er fólk að standa sig í commentunum, hvað kom til? hehe ;)

Sella sagði...

Hehe sömuleiðis Magga mín - já ekkert smá gaman þegar maður loksins fær viðbrögð við því sem maður er að skrifa...haha vonandi helst þetta bara svona ;o)

Sjáumst hressar um jólin!

Nafnlaus sagði...

skrifinskan í prófum jafnmikil semsé í danaveldi og í noregi, fannst ekkert smá spes að taka bara prófið með sér heim, og svo þessi prófnúmer og merkingar... mér fannst þetta pínuflókið.

En í noregi voru prófin á 2 tungumálum, eitt á nynorsk og hitt á bokmål... það var voða þægilegt þegar maður áttaði sig á því, en ekki þegar maður sá bara nýnorsku og skildi ekki neitt hvað stóð þarna :)

en jæja, smá langloka, ætlaði bara að kvitta fyrir mig þar sem ég kiki nú hingað inn stundum ..

kv Eva

Stella sagði...

Sko Sellus
Númer eitt svarðiru ekki mér og Jóhönnu um heimkomu þína! Ég krefst svara
Númer tvö þá hlýtur það að vera hvað á ég að bíða lengi eftir færslu mín góða?