JULEBRYG TUBORG mætt á svæðið
Síðastliðinn föstudag kom jólabjórinn í bæinn og læt ég slíkt ekki stoppa mig heldur kíkti í bæinn með Tótu og co....sem sagt Íslendingafélag DTU ákvað að hittast og taka ærlega á móti julebryg Tuborg á Pilegården. Svanhildur kíkti heim til okkar Tótu og ákváðum við að kíkja í "einn/tvo" bjóra. Hummm veit ekki hvort það var bjórinn, stemningin eða eitthvað í loftinu allavegana urðu bjórarnir mun fleiri en tveir og stoppuðum við á Pilegården í um SEX KLUKKUTÍMA eða svo ;o)
Stemningin var ótrúleg og má segja að ég og Gyða höfðum bókstaflega "grenjað úr hlátri" þetta kvöldið - verst að vita ekki alveg hvað var svona fyndið en það kemur fyrir besta fólk!
Eftir skemmtilegt kvöld ákváðum við svo að rölta upp á Nørreport til að taka næturstrætó.... við kvöddum Gyðu og Kidda á miðri leið en það SKONDNA I STÖÐUNNI var að eftir samtal okkar Gyðu á laugardaginn komumst við að því að við römbuðum öll upp á
Nørreport (bara sitthvora leiðina) og að líka þessum fjölda af fólki sem var að bíða eftir strætó - við hoppuðum fremst inn í troðfullan næturstrætó á leið heim en Gyða og Kiddi hoppuðu inn í ÞANN SAMA bara að aftan. Komust svo að því á miðri leið að þessi strætó fór ekki heim til þeirra svo þau hoppuðu út og röltu heim - bara skondið að við kvöddumst niðrí miðbæ en enduðum svo í sama farartækinu á leið heim.... spurning hvort maður sé svona sjálfhverfur og í eigin heimi!!! hehe
Allavegana mjög skemmtilegt kvöld í alla staði og laugardagurinn því bara tekin í rólegheit og pizzuát. Um kvöldið dreif ég mig þó í sveitina, nánar til tekið Kagså kollegie til að passa Natalíu Tinnu frænku mína.... humm hvað gerir maður ekkki svo að foreldrarnir geti djammað?? Íbúð 172 breyttist fljótlega í aðsetur sofandi barna vinanna og átti ég notalegt kvöld fyrir framan sjónvarpið með Hákon, Tómas Frey, Natalíu og Auðunn Fannar sofandi á víð og dreifð um íbúðina :o)
Um þrjúleytið fór þó fólk að rölta af stað til að sækja angana sína en Eva Ösp sver sig í ættina og fór að sjálfsögðu SÍÐUST ÚT úr partýinu þetta kvöldið. Því má segia að það hafi verið lágskýjað fyrir Kagså á sunnudaginn og einkenndist morguninn hjá mér og Nölu á því að horfa á Öskubusku, lita í litabók og kúra upp í sófa þar til þynnkuliðið skaust á McDonald.
Í gær fór ég svo í íslenskt barnaafmæli, Jónína Margrét hennar Kötu orðin 5 ára skvísan svo ég kíkti á þær mæðgur til Vanløse í notalegt afmæli að íslenskum sið....takk kærlega fyrir mig þetta var æði!!
....Sem sagt helgarnar yfirleitt pakkaðar en virkir dagar teknir í lærdóm og meiri lærdóm - LazyTown á líf mitt þessa dagana, viðtal með leiðbeinanda okkar á morgun út af markaðsrannsókn fyrir LazyTown ;o) og svo tekur við próf eftir tvær vikur!!
Lifið heil - verið HRESS, ekkert STRESS og já bLESSS BLESSS!!
mánudagur, nóvember 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hey hon.. gaman að fá fréttir af þér skvís... munaði engu að ég hefði hoppað upp í flugvél og skellt mér til þín síðustu helgi..
knús
Jóhanna
Jaaaahérna! Þynnkan á laugardaginn var ógeð! En ég væri til í að vita að hverju við vorum að hlæja þegar maður fór að grenja af hlátri! Væri gaman að rifja það upp :):):)
hehehhe :) gaman að lesa bloggið þitt :) takk enn og aftur fyrir pössunina, hvernig var það ertu búin með rauðakross námskeið :) hehe
Knús
Skrifa ummæli