föstudagur, maí 30, 2008

Allt ad gerast....bara gaman!!

Júní ad skella á og óhætt ad segja ad tíminn hefur flogid. Ég hef mest megnis verid ad skólast og í vinnunni sem er mjog gaman. Búin í 3 føgum og 3 einkunnir komnar, búin ad ná tví øllu svo eg er mjøg sátt! Sídasta prófid er svo næsta føstudag (munnlegt próf - einskonar vørn á 60.bls verkefni sem vid skiludum) - og svo bara sumarfríid langthráda ;o) Bara gaman....

Annars er margt skemmtilegt á døfinni - fengum lyklana af nýju íbúdinni okkar í sídustu viku svo vid høfum verid ad innrétta og gera fínt tví stelpurnar sem ætla ad leigja hana í sumar koma á sunnudaginn ;) Fyrir tá sem ekki vita er eg ad flytja upp um eina hæd, en Jóhanna, Telma og Sigga ætla ad leigja okkar gømlu íbúd í haust - sannkøllud ÍSLENSK KOMMÚNA ;) Vegna íbudarinnar hefur Ikea verid okkar adalstadur og svo fær Anders uppáhalds fyrrverandi leigjandinn á íbúdinni + í kladdann!! Hann er besti nágranni sem eg hef haft og ekki verra ad hann erfdi okkur af sófa, tvottavél, 2*fataskáp og fleira.... mjøg heppilegt fyrir fátæka námsmenn.

Í dag komu svo Gudrún og Katrín í heimsókn frá Stockholmi og ætla ad vera alla helgina. Mikid stud, bíst vid chilli med hvítvínsglas og svoleidis í dag, matarbod hjá mér í kvøld og svo út ad borda í Christaniu annad kvøld hjá okkur Dísum. Fregnir herma ad Brynhildur Tinna sé í Køben líka svo vid verdum 7 Dísir....bara gaman!! Gud hvad er líka glød ad vedurspáin er allt ad 30 stiga hiti og sól um helgina ;)

En tangad til elskurnar mínar hafid tad gott!

fimmtudagur, maí 22, 2008

Á mida til Palma Mallorca i ágúst

Er ad springa ur kæti....keypti mer ferd til Mallorca med Tótu (eiginkonu minni, fyrir tá sem ekki vita) i tvær vikur i águst, áætlud brottfør laugardaginn 9.ágúst kl.16:15 og heimkoma 23.ágúst um kvøldid....hehe bara beint a djammid ;o)

En vard bara ad létta á mér.....jihaaa I´m going to Spain!!

miðvikudagur, maí 21, 2008

Sumu fólki ekki vidbjargandi...heheh

Tá er eg buin ad skila sidasta verkefninu - business project fyrir tølvuleikjafyrirtækid IO Interactive.....spennandi ekki satt. Ég er allavegana fegin ad tetta se buid, tvi ta styttist i SUMARFRÍ - bara tvo munnleg próf eftir 28.mai og 6.júní....hehe alveg ad verda buid.

En yfir i allt annad.... ég eydi tímum minum i vinnunni a.k.a Baby-Kompagniet tessa dagana til ad auka fjármuni mína og verd ad segja tetta er rosalega skemmtó starf. Nóg af fólki frá øllum heimshornum og svona ;o) Líka svo skemmtilega krúttaraleg føt. En a leid heim ur vinnunni i gær ákvad eg ad bjalla i Evu frænku svo sem ekki frasøgu færandi nema labba inn i strætó med símann á spjallinu. Fyrir framan mig situr madur frekar pirradur og gefur mer illt auga fyrir ad vera i simanum svo eg lækka róminn en akvad svo ad kvedja Evu eftir ad hann hafi litil illu auga a mig 2* og sussad a mig einu sinni..... en VITI MENN ca 2 mínutum seinna hringir simi og haldid ekki bara ad KALLINN sem sussadi a mig hafi ekki bara svarad og byrjad ad spjalla a fullu....eg gat ekki annad en SKELLT UPP ÚR OG HUGSAD - je dudda sumum er ekki vidbjargandi, svona folk a bara ad fa ser bil og keyra heim ekki nyta ser samgongumøguleikana eins og Strætø ef tad meikar ekki hljod nema fra sjalfum ser.

....en jamm og ja GET EKKI BEDID EFTIR EUROVISION - TEITI FEITI A MORGUN OG LAUGARDAG OG VA HVAD VERDUR GAMAN.... viva Eurobandid ;o)

PS mikid væri litla hjartad mitt glatt ef einhver vildi kommenta einhverju sludri, frettum eda bara kvedju til min - hehe

mánudagur, maí 19, 2008

Endurfundir hjá mér og hjólinu mínu ;o)

Ja hérna hér.....haldið þið ekki bara að Special agent SELLUS hafi fundið hjólið mitt í dag. Ég er svo glöð í hjartanu að þið getið ekki ímyndað ykkur ;o)

En þannig er mál með vexti að ég ákvað að kíkja í bæinn í dag og rétt eftir búðarráp ákvað ég að rölta Vendersgade - götuna þar sem hjólinu mínu var stolið og viti menn - haldið ekki bara að hjólið hafi verið þarna búið að læsa því með fallegum gulum lás við stöng rétt hjá húsinu sem ég var í..... JÁ FÓLK ER FÍFL. Hver rænir hjóli á sunnudagsmorgun fyrir utan hús nr 31 og vogar sér svo að læsa því fyrir utan nr.24 eins og ekkert sé!

Ég allavegana fann hjólið, skaust því heim til að finna öll gögn um hjólið og þaut svo aftur niður eftir þar sem Tóta aðal túlkurinn minn reddaði mér alveg - skvísan hringdi í lögguna sem fannst þetta álíka fáránlegt og okkur, en eftir um 20 mín komu líka þetta hressa löggupar (mjög myndó löggustrákur og lítil sæt löggustelpa) með HUGE KLIPPUR OG TÓKU LÁSINN Í SUNDUR - ég hjólaði því glöð í bragði heim og jedúdda hvað ég er enn glöð.

Núna bíðum við spenntar eftir pizzunni okkar, því það var ekki annað hægt en að panta pizzu og bjóða Tótunni sinni upp á fyrir hjálpina....en eitt í lokinn

ÉG Á LÍKA HJÓÓÓÓLLLLLL - LIGGA LIGGA LÁI ;O)

sunnudagur, maí 18, 2008

Hjólinu mínu stolið....

Þokkalega svekkjandi - Anný Rut er í Köben á leið til Kýpur á morgun og við Tóta kíktum á hana í gær í öl og í framhaldi forum við Anný í bæinn...frekar mikið stuð hjá okkur skvísunum og mikið gaman. Gisti svo hjá Anný í nótt og viti menn þegar ég var á leið heim í dag þá var búið að STELA HJÓLINU MÍNA :o( fáránlega svekkjandi, óþolandi að fólk skuli stela hjólum og hvað þá mínu.

Þrátt fyrir þennan pirring hef ég átt yndislegan dag, fór með Tótu, Gyðu, Kidda og Gunna í parken þar sem við grilluðum pylsur..... Íris, Óskar, Lassi og litli Lassi mættu á svæðið líka....óttarlega næs. Nuna er Hrefna svo á leið út á Blockbuster að kaupa nammi og videó þannig að kvöldð mun einkennast af sukkulaðiáti og heilalausri stelpumynd.

Þangað til næst - veriði blessuð!

mánudagur, maí 12, 2008

Hátíð íslenskra heimildamynda..... já há ;o)

Skjaldborg hátíð íslenskra heimildamynda var haldin hátíðlega um helgina á Patreksfirði sem er reyndar ekki frásögufærandi nema á hátíðinni var stórskemmtileg mynd um búðina hans pabba og Stjána frænda. Myndin Kjötborg var líst á eftirfarandi hátt:

KJÖTBORG
Við Ásvallagötu í Reykjavík stendur kjörbúðin Kjötborg. Bræðurnir Gunnar og Kristján eru goðsagnir í lifanda lífi, síðustu móhíkanar smákaupmannastéttarinnar. Með sjarmann og samhjálpina að vopni hefur þeim tekist að lifa af á meðan samherjar þeirra hafa orðið að víkja fyrir ráðandi markaðsöflum. Fylgst er með daglegu lífi þeirra bræðra og varpað upp myndum af vel völdum fastakúnnum.

Leikstjórn: Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir
Lengd: c.a. 47 mín.

...mjög skemmtilegt þetta en tökur á myndinni hafa staðið yfir í rúm tvö ár og mikið brallað á þeim tíma: Kjötborgarhátíðin - þá var búðin 50 ára, 2* jólaglögg í búðinni ásamt mörgum skondnum tökum bæði í búðinni og hjá pabba og Stjána í daglegu lífi.... en núna kemur SKEMMTILEGA FRÉTTIN. Palli Hauks vinur pabba hringdi í gærkvöldi og tilkynnti honum það að KJÖTBORG HAFI VERIÐ VALIN BESTA MYND HÁTÍÐARINNAR sem er ekkert smá skemmtilegt. Kjötborgarbræðurnir því að verða frægir kappar og langar mig til að óska Huldu og Helgu Rakel innilega til hamingju með myndina, búið að vera æðislegt að fylgjast með þessu öllu saman. Núna hlakka ég bara til að sjá myndina sjálf og treystið mér ég á eftir að liggja í kasti yfir þessu hehe....

…en ekki meira um þetta í bili – ætla að halda áfram að læra – skil á 60.bls verkefni á mánudaginn næsta og nóg eftir. Gangi ykkur vel í skóla og starfi ;o)

föstudagur, maí 09, 2008

Búin að skila einu í viðbót.....

Jæja þá erum við búin að skila af okkur synopsis verkefni í operations management þar sem við skrifuðum um umsóknarferlið við skráningu í sumarskola CBS - frekar skemmtilegt en fegin að það sé búið.

Núna sitjum við dag og nótt til að koma 60bls niður á blað um yndislega fyrirtækið IO Interactive - tölvuleikjafyrirtæki sem framleiddi Hitman...hehe ef þið eru einhverju nær.

Hlakka þó mikið til að komast í sumarfrí - verðurspáin er 25 stiga hiti og sól næstu 3 daga og ÓÞOLANDI að hugsa sér að sitja inni og skrifa í þessu veðri - GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ KOMAST Í SUMARFRÍ!

* Annars verður svaka fjör hér á Dísum í Köben síðustu helgina í maí - Guðrún og Katrín eru búnar að kaupa sér flug frá Stokkhólmi svo við Dísir ætlum að bralla eitthvað skemmtilegt þá...þannig að ef þið vitið um einhvern hipp og kúl stað til að borða fyrir nokkrar hressar skvísur, endilega látið mig vita.

Góða skemmtun um helgina og lifið heil!

mánudagur, maí 05, 2008

KÆRU LESENDUR.....hverjir sem þið nú eruð

Vildi bara láta ykkur vita að ég hef sett inn þrjú ný myndaalbúm á myndasíðuna mína public.fotki.com/sella ef þið viljið kíkja.

Lífið er annars ljúft hér í Kóngsins Köben, sólin og sumarið svo sannarlega komið en enn nóg af lærdómi. Skil á einu verkefni á föstudag og það nánast búið....jíha og svo bara skrif á Business Project fyrir IO Interactive - sem er tölvuleikja fyrirtæki...mikið gaman og mikið stuð ;o)

En endilega verið svo væn og kommentið svo ég viti hvort ég sé bara að TALA VIÐ SJÁLFA MIG HÉRNA eða hvort það sé einhver sem les þessa vitleysu í mér... Takk takk

sunnudagur, maí 04, 2008

Stolt af föður mínum....

Árshátíð Víkings var í dag/kvöld haldin hátíðleg og þori ég að vera viss um að hún var/er fáránlega flott enda Knattspyrnufélagið Víkingur 100 ára á þessu ári. En burt séð frá því þá voru nokkrir velgjörðarmenn og konur heiðraðir í tilefni þess og haldið þið ekki bara að:

Faðir minn, sjálfur Kjötborgar kaupmaðurinn hafi ekki fengið tvenn heiðursverðlaun:

- Gullmerki Víkings með lárviðarsveig, en það er æðsta merki sem þeir veita og aðeins 20 manns mega bera það í einu.

- Einnig fékk hann gullmerki ÍSÍ ;o)

Ég verð bara að segja að þetta finnst mér rosalega skemmtileg og er afar stolt af honum pabba mínum, hefur svo sannarlega unnið fyrir þessu - bara viva borðtennisdeildin hehe

Annars var mjög gott veður í dag svo ég náði smá að sóla mig og læra - stefnan er svo tekin á Fælleparken á morgun í sólbað og chill...auðvitað lærdómur líka, en vá ég verð nú að njóta veðursins líka.

....en eitt í lokin fyrir múttu. HLAKKA TIL AÐ FÁ YKKUR PABBA Í HEIMSÓKN í júní....mikið verður það notarleg! En þangað til næst, njótið lífsins ;o)

föstudagur, maí 02, 2008

Kósýheit á RBG 34, stue ;o)

Snyrtistofu RBG hefur verið lokað í kvöld eftir vax meðferð sambýlinganna og allir orðnir sáttir, fínir og flottir. Ég og eiginkonan Tóta sitjum nú hér í rólegheitum og bíðum eftir að súkkulaðihúðuðu jarðaberin okkar verði ready!

Njótið kyrrðarstunda í faðmi vina/ættingja/elskhuga og eigið gott kvöld - ég veit að mitt kvöld verður NÆÆÆSSSS!!