laugardagur, janúar 05, 2008

Fáránlega skemmtilegt að spila!!

Í gær átti ég mjög ánægjulegt kvöld með frændsystkinum mínum þar sem pantaðar voru pizzur, mikið spjallað og svo var tekið til við að spila ;o)




Partý og Co varð fyrir valinu fyrst og er óhætt að segja að það er fáránlega gaman að spila. Margir góðir taktar komu og bara fyndið að sjá t.d. Lalla leika gæsagang, Braga leika Vörubíl og meira í þeim dúr. Systurnar Rannveig Alda og Auðna unnu spilið enda með góðan aðila með sér í liði....Gunna hennar Auðnu.

Eftir frekar skondið spil, fór að minnka í hópnum og ákváðum við "left-overs" að taka Trivial. Systkini ásamt einum óskildum í liði ;o) Ég, Jónas og Anna Kristín vorum ekki lengi að safna kökunum sex, hinu liðinu til mikilla ama....þó reyndist spilið aðeins erfiðara þegar komast átti á enda reitinn. Gulla, Bragi og Lalli náðu okkur á lokasprettinum og munaði minnstu að þau næðu að merja sigur. Hehe sigurinn varð þó okkar og vá hvað ég hlakka til að spila næst ;o)

Félagar segið mér bara ef þið viljið spila - ég er GAME!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey ætli að einhver lumi á íslenska trivial hér í borg kebabs???

Sella sagði...

Heyrðu ég held ekki en var að spá i að taka það út þegar ég kem....er það ekki góð hugmynd ;o)

Guðrún sagði...

Ég á Trivial og partý og co. á íslensku og svo Monopoly á sænsku :)

Tökum spilakvöld ÞEGAR þið Danaskvísur komið yfir til Svíveldis í heimsókn til mín :) Þurfum að fara að negla niður dagsetningu!!