fimmtudagur, janúar 24, 2008

Allt að verða vitlaust á Íslandi - dagurinn í dag minnisstæður!

* Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, þakkaði fyrir stuðninginn sem hann hlaut í embætti borgarstjóra en hann var kjörinn með átta atkvæðum gegn sjö áður en fundur var rofinn vegna óláta á áhorfendapöllum.

* Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur ákveðið að óska eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, mun taka sæti hans.

* Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik tilkynnti á fundi með blaðamönnum nú rétt í þessu að hann væri hættur sem þjálfari liðsins.

* Ísland hafnaði í ellefta sæti Evrópumótsins í handknattleik í Noregi í dag eftir að úrslit úr leik Póllands og Svartfjallalands urðu kunn, 29;23.

Já svona er ÍSLAND Í DAG......

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mín!
úff er svo mega svekkt yfir EM :( Svo leiðinlegt að þeir eigi ekkert eftir að keppa meira, elska að horfa á þessa leiki mar :) Við hefðum bara átt að fara út og keppa fyrir hönd Íslands, hefðu rústað þessu - ekki spurning hehe
knús - Maggie

Nafnlaus sagði...

já magga ég er alveg 100% viss að þið hefðuð tekið þessa 2 metra menn og hundrað og eh kg í tuskhusið... þeir myndu sko ekki vita hvað snéri upp né niður... ;)

kv. Benný