fimmtudagur, janúar 31, 2008

Líf eftir jólin - Mit liv i København

Stoppadi óvenju lengi a Íslandinu goda um jólin og var tad alveg hreint frábaert. Nádi ad eyda sem mestum tima med fjølskyldu og vinum auk tess sem ad laerdomurinn atti hug minn svolitid lengi ;o) Eftir skil a verkefninu 14.januar gat eg sem betur fer hitt vinina, farid i fjolskyldubod, thorrablot, NY myndahitting, afmaeli, utskrift og saumaklúbba....

Takk ædislega fyrir allar frabæru samverustundirnar a klakanum og hlakka til ad sja ykkur hress og kat sem fyrst ;o)

Annars er lifid her i København ad komast i rett horf - fra tvi eg kom hef eg mest megnis verid ad dúllast med Tótunni minni, spila, elda samana og kjafta auk tess sem eg er búin ad hitta hinn helmingin af mér - Køtu....mikid var næs ad komast a kaffihus og svona...

En naestu dagar lita vel ut - Telman min a afmæli a morgun og svo erum vid sambylingar a RBG 34 bunar ad akveda ad baka um helgina og halda bolludagskaffi a sunnudag....ekki meira i bili! Heyrumst hress og kat!!

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Allt að verða vitlaust á Íslandi - dagurinn í dag minnisstæður!

* Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, þakkaði fyrir stuðninginn sem hann hlaut í embætti borgarstjóra en hann var kjörinn með átta atkvæðum gegn sjö áður en fundur var rofinn vegna óláta á áhorfendapöllum.

* Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur ákveðið að óska eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, mun taka sæti hans.

* Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik tilkynnti á fundi með blaðamönnum nú rétt í þessu að hann væri hættur sem þjálfari liðsins.

* Ísland hafnaði í ellefta sæti Evrópumótsins í handknattleik í Noregi í dag eftir að úrslit úr leik Póllands og Svartfjallalands urðu kunn, 29;23.

Já svona er ÍSLAND Í DAG......

þriðjudagur, janúar 22, 2008

EM í handbolta hreint afbragð.....

Stollt siglir fleygið mitt!! Verð bara að viðurkenna það að ég fyllist þjóðarstolti þegar ég sé strákana okkar syngja þjóðsönginn hástöfum fyrir hvern leik á EM... reyndar hefur þeim ekki gengið eins og við viljum en þó er hálfleikur á móti Slóvökum hápunkturinn.

Í þessum töluðu orðum er ég að horfa á Þýskaland - Ísland og óhætt að segja að strákarnir ætla sér að vinna.... þetta er loksins að koma!! Staðan 23-21 sem er mun betra en 9 marka munurinn í hálfleik. Dómararnir eru ekki alveg að leika með okkur og fyrir minn smekk eru þeir óþarflega mikið á flautunni. Strákarnir geta þetta vel og óhætt að segja: "ÓLI STEF ÆTLAR AÐ VINNA ÞJÓÐVERJA"

Gangi ykkur sem allra allra best - viva handball

miðvikudagur, janúar 16, 2008

SNJÓR SNJÓR OG MEIRI SNJÓR

Í algjöru stuði til að fara út, dúðuð upp fyrir haus og búa til snjókall eða snjóhús.... snjórinn sem hefur kyngt hér niður í Höfuðborginni í dag er alveg hreint meirihátta.....Er einhver game í að rifja upp gamla góða tíma og fara út að leika?? hehe aldrei að vita nema að renna sér niður brekku í svörtum ruslapoka sé málið!!

föstudagur, janúar 11, 2008

Lífið er lærdómur einn.....

Læra læra - læri læri tækifæri. Verð að viðurkenna að það er frekar áhugavert að vinna 50 blaðsíðna hópverkefni að mestu leyti í gegnum MNS samskiptaforritið ;o) Reyndar ver ég að segja að ég er ekki alveg í gírnum til að vera að læra hérna á klakanum en þetta er alveg að verða búið.

Skil á mánudaginn 14.janúar og þá mun "The LazyTown masterpiece" líta dagsins ljós! Ég og Kata höfum því notið nærveru hvor annarrar mikið upp á síðkastið.

....langaði þó að láta ykkur vita að það eru fjögur ný myndaalbúm á síðunni minni.... check it out og endilega kommentið ;o)
http://public.fotki.com/Sella

....læri læri tækifæri heldur áfram - þar til næst!!

laugardagur, janúar 05, 2008

Fáránlega skemmtilegt að spila!!

Í gær átti ég mjög ánægjulegt kvöld með frændsystkinum mínum þar sem pantaðar voru pizzur, mikið spjallað og svo var tekið til við að spila ;o)




Partý og Co varð fyrir valinu fyrst og er óhætt að segja að það er fáránlega gaman að spila. Margir góðir taktar komu og bara fyndið að sjá t.d. Lalla leika gæsagang, Braga leika Vörubíl og meira í þeim dúr. Systurnar Rannveig Alda og Auðna unnu spilið enda með góðan aðila með sér í liði....Gunna hennar Auðnu.

Eftir frekar skondið spil, fór að minnka í hópnum og ákváðum við "left-overs" að taka Trivial. Systkini ásamt einum óskildum í liði ;o) Ég, Jónas og Anna Kristín vorum ekki lengi að safna kökunum sex, hinu liðinu til mikilla ama....þó reyndist spilið aðeins erfiðara þegar komast átti á enda reitinn. Gulla, Bragi og Lalli náðu okkur á lokasprettinum og munaði minnstu að þau næðu að merja sigur. Hehe sigurinn varð þó okkar og vá hvað ég hlakka til að spila næst ;o)

Félagar segið mér bara ef þið viljið spila - ég er GAME!!

miðvikudagur, janúar 02, 2008

La vida bella y el año 2008

Gleðilegt ár og takk kærlega fyrir allt…

Endaði árið 2007 með stæl… skellti mér í JÓLACOCKTAIL MEÐ YNDISLEGUM VINKONUM MÍNUM Þetta kvöld var æðislegt í alla staði eins og við mátti búast. Magga bauð fram heimilið sitt í Hlíð kennda við Stiga þar sem flæddu hver áfengisblandan á eftir annarri. Skemmtileg spurningakeppni var háð um líf Cocktailgellz síðastliðin ár og ég og Elva unnum Helgu Björk og Anný naumlega ;o) hehe

Bleikar prinsessu kórónur, rigning, silfur grímur, lúðrar, háir hælar, flottir kjólar og góða skapið einkenndi þetta kvöld!! Bara gaman – takk elskunar, hlakka til næsta kvölds.

Gamlárskvöld var svo með hefðbundnum hætti ;o) Tilraunaeldhús tókst mjög vel í þetta sinn og allir mjög sáttir. M&P, Kristján, Sibba, Beggi, Tinna Sif og famelía mættu í mat, horft var á skaupið sem var “gott á köflum” verð að segja að mér fannst þriðji þingmaður norðurlands vestra, sá allra besti ;o) hehe

Eva og Sindri kíktu svo í land álfanna og kíkti ég með óléttunni um bæinn. Hittum Helgu, Hafþór, Rake log Bjarka og án efa unnu strákarnir “fyllerísverðlunin” þetta kvöldið!! Kíktum svo í Actionary party hjá Sindra og félögum…bara fyndið – og svo var kíkt á rúntinn til að skoða islensk mannlíf á nýju ári. Skemmtilegt kvöld mjög!!

Nýársfögnuður saumasystra, typpavina og afkvæmabandsins var haldinn hátíðlegur í 21 sinn og var skálað fyrir nýju ári Gancia, Fresita og fleiri góðum drykkjum. Sveppasúpan og kalkúnninn voru algjört æði eins og alltaf, og borðuðu allir á sig gat…. Skotið var upp í tilefni nýs árs og má segja að sumar raketturnar hafi svo sannarlega ekki farið í “stand og náð sér upp” – hehe.

Sem sagt…. Árið byrjar með fjöri og kæruleysinu haldið áfram. Á næstu dögum tekur við lærdómur enda skil á marketing project fyrir Lazytown núna 14.janúar. Þangað til er bíóferð með skvísunum, frændsystkinahittingur, vinna í koló og bara lifa lífinu og chilla með múttunni minni.

Sjáumst hress – og lofa fullt fullt af myndum inn á síðuna á næstunni ;o)

PS.
Guðrún Helga og Gauti eignuðust heilbrigðan og fullkominn dreng 29.desember ;o) INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ NÝJASTA FJÖLSKYLDUMEÐLIMINN OG ANDRI SIGFÚS TIL LUKKU MEÐ LITLA BRÓÐUR