STYTTIST Í HEIMKOMU....
Spurningu Jóhönnu og Stellu verður hér með svarað - Ég kem heim 18.desember kl. 00:30 eða tæknilega séð þann 19.des...sem sagt í dag eru 20 dagar þar til ég læt sjá mig á fagra Íslandi ;o) Vona að þið hlakkið til að fá mig - ég hlakka til að sjá ykkur!!
Fyrst langar mig til að óska Ástu Láru og Ragga innilega til hamingju með gullfallegu stúlkuna þeirra. Rakel Ósk Ragnarsdóttir fæddist þann 23. nóvember - 50 cm og 14 merkur ;o) Ekkert smá sæt skvísa hér á ferð ;o)
Líf mitt er hins vegar mjög viðburðarlítið þessa dagana - er bara að skrifa Scientific Paper þar sem spurningin okkar er: "When customers pay more for premium price items than for comparable low price items, what accounts their willingness to pay?" Spennandi ekki satt? - Við Kata vorum líka rosalega heppnar, leiðbeinandinn sem við fengum er gestaprófesor frá Harvard Business School ;o) Auk þess sit ég núna og reyni að skrifa eitthvað niður í Lazytown markaðsrannsókninni okkar svo ég geti hugsanlega stoppað á klakanum um jólin - bara bíða og sjá!!
Helgin var mjög fín - Föstudaginn hitti ég Mögguna mína á Strikinu, fengum okkur öl og spjölluðum, kíktum í búðir og höfðum það kósý. Um kvöldið kíkti ég á Koktailatjútt með Tótu og Rögnu. Fórum fyrst á Café Selina þar sem sumir smökkuðu á nokkrum kokteilum en svo á Coconut beach bar - mjög skondinn staður með sandi á gólfunum og strástólum....kemst svo sannarlega í gírinn þarna. Kvöldið var mjög skemmtilegt og tala myndirnar sínu máli... sem sagt nýjar myndir á http://public.fotki.com/Sella endilega KOMMENTA TAKK. Laugardaginn kíkti ég svo smá í bæinn með Rannveigu Öldu frænku sem var komin í heimsókn... reyndi svo að læra eins og vitleysingur um kvöldið en gafst upp og ákváðum við að fara á pöbbarölt með Hrebbnu og Kötu. Hoppuðum reyndar á fyrsta barinn sem við sáum og vorum þar, þar sem kuldinn var óbærilegur og sátum þar! Kata yfirgaf okkur um 3 leytið en þá héldum við félagarnir áfram - fórum í leikinn 5 myndir og eru myndirnar bara skondnar...haha aðallega því við vitum ekki hvað er að gerast á þeim!! Áttum svo langt spjall um stjórnmál: "VINSTRI GRÆNIR - ER ÞAÐ EKKI BLÓMABÚÐ Í HAFNARFIRÐI"! hahah óendanlega fyndið...
Sunnudeginum eyddi ég upp í skóla með Kötu í heimildaleit og hópvinnu - hitti svo Tótu, Hrebbnu og Rannveigu Öldu á Mama Lubdas þar sem við borðuðum ótrúlega góðan ítalskan mat og nýttum svo köldið í rólegheit....reyndar er ég búin að vera frekar slöpp með óþolandi hósta og leiðindi. Síðastliðnir dagar hafa svo bara farið í skóla skóla skóla stúss...spennandi ekki satt!!
En vonandi fer þetta að verða búið - ætla að reyna að nýta tímann vel svo ég geti hitt Elvuna mína, Ingu, Árný og Dag Leo í kósýheitum og notið lífsins helgina 6-9.des ;o) Guð hvað það verður notalegt....en þangað til næst elskurnar mínar!!
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
Miklu fargi af mér létt....PRÓFIÐ BÚIÐ!
Get ekki sagt annað en VÁ HVAÐ ÉG ER FEGIN AÐ ÞETTA ER BÚIÐ!! Var sem sagt í skemmtilegu fjögra tíma prófi í gær í Management Accounting - hljómar æsispennandi, ég veit! Þannig að gærdagurinn hjá mér var mjög svo áhugaverður. Mætti í íþróttahúsið þar sem prófið fór fram um kl. 8:20 til að vera tímanlega í gírnum.... prófið gekk sinn vanagang og er þetta líkt og í HÍ eintóm gamalmenni sem að sjá um yfirsetu.... örlítið hressari þó, því einn gamli kallinn lofaði okkur bjór í prófinu ;o) Það sem kom mér helst á óvart er að prófið er í fjórriti og fær maður að taka sitt eintak heim eftir að herlegheitin voru búin....þannig að skirffinskan var rosaleg, þurftum að skrifa á öll blöð upplýsingar um okkur og í lokin fór prófið í 3 mismunandi umslög - hehe þannig að prófin týnast allavegana ekki hér :o)
Svo er bara að gleyma þessu skemmtilega prófi því einkunnin kemur eftir mánuð - mér gekk svo sem lala í prófinu, það var mjög sanngjarnt en mjög langt, náði varla að klára á 4 tímum.... Vona að ég hafi náð, en einkunnarkerfið hér er eitthvað sem maður skilur ekki - þú fellur með mínus 3 og nærð með 2.... hæsta einkunn er svo 12.... þessir Danir haha ;o)
Eftir prófið fórum við svo saman á Nexus (skólabarinn) í öl til að fagna og ákveð ég svo að skjótast heim í sturtu og svona um kl. 16 - enda von á fullt af skemmtó Íslendingum heim til mín í fyrirpartý fyrir landsleikinn Danmörk - Ísland á Parken. Stemningin var góð og fengum við okkur bjór og pöntuðum pizzu. Leikurinn var öllu verri.... þó gaman að söngvunum og öllu sem við kom leiknum en úrslitin slæm 3-0 fyrir dani.
Ég og Kata ákváðum þó bara að halda gleðinni áfram og kíktum heim til Fredriks þar sem nokkrir krakkar úr bekknum voru samankomin í ÖL og fórum við svo saman niður á Sankt Hans Torv á Mexibar í kokteila enda fullt af krökkum úr bekknum þar ;o) Mjög skemmtilegt kvöld og óhætt að segja að sumir hafi verið á rassagatinu þetta kvöldið.
Líkami og sál létu alveg vita um þreytu svo ég ákvað að drífa mig heim um kl.2:30 enda búin að vera vakandi í 20 tíma þann daginn og langþráður svefn farin að segja til sín!!
Svo er dagurinn í dag búin að vera svipaður og allir aðrir - bara CBS í hópvinnu og svo fáum við næsta ritgerðarpróf í hendurnar á morgun ;o) Gleði gleði - en þangað til þá ætla ég að fara út að borða með Kötu og hugga okkur a jólamarkaði niðri á Nyhavn eða eitthvað sniðugt ;o) og á morgun ætla ég að hitta Mögguna mína sem er í heimsókn í Köben.
En hvað með ykkur - hvað á að gera um helgina og hvað er að frétta?
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
GUÐ HVAÐ ÉG HLAKKA TIL Á MORGUN.....
Það er sjaldan sem ég hef beðið jafn mikið eftir því að tíminn líði og ákveðinn tími/staður/stund renni upp t.d eins og að klukkan verði 13:00 þann 21.nóvember eins og núna.... þá á morgun verð ég vonandi rosa glöð eftir góðan árangur í Management Accounting prófi (eða allavegana búin að ná) og sæl og kát á leið á landsleik milli Danmerkur og Íslands á Parken - með fullt af yndislegu liði! Guð hvað verður gaman, kannski maður taki andlitsmálun og búning á þetta ....hehe hvað finnst þér?
Get ekki sagt hvað ég er komin með ógeðslega ógeðslega leið á því að læra undir þetta próf - en þetta er eins og þvílík hringavitleysa og eintóm eilífð.
En langaði bara til að nýta tímann og óska minni ástkæru vinkonu til 22 ára innilega til hamingju með afmælið. ANNA JÓNA MÍN TIL LYKKE MED FØDSELSDAGEN Njóttu dagsins og láttu nú dekra aðeins við þig ;o) Hlakka svo til að sjá þig vonandi um jólin!!
Lifið heil ungarnir mínir ;o)
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
JÓLA JÓLA JÓLA HVAÐ......
Einhverra hluta vegna er ég komin í gífurlegt jólaskap - kannski er það kuldinn úti eða bara allir bæklingarnir sem að streyma inn um lúguna sem að gera það að verkum að ég hlakka óendanlega til. Oft hefur verið mikið að gera hjá mér en svo virðist sem að næsti mánuður hjá mér verði killer.... sumir hafa sagt að það sé því maður sé í master - hehe
Ég jólabarnið mikla hef þó ákveðið að gefa mér smá tíma fyrir jólastútt og gleði....næsta mánuðinn ætla ég að reyna að skvera inn i líf mitt eftirfarandi hlutum:
- Gera jólakort
--kíkja í jólatívolí
--- eiga jólamóment með Betu og Helgu Dóru
- baka eins og eina sort
-- kaupa jólagjafir
--- skreyta heima hjá mér
- hlusta á jólalög
-- hitta Elvuna mína, Söndru og Möggu
--- njóta þess að vera til
-hitta Evuna mína og jólast aðeins
-- og já LÆRA LÆRA LÆRA.
Skemmtilegt plan ekki satt. Annars langaði mig helst til að óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn!! Stella innilega til hamingju með 23 ára afmælið og Lárus Freyr til hammó með ammó - djöfull ertu orðinn gamall drengur - 26 ára
Haha njótið þess að vera til og bara í lokin....ÉG HLAKKA SVO TIL, ÉG HLAKKA ALLTAF SVO TIL....EN ÞAÐ ER LANGT OG SVO LANGT AÐ BÍÐA, OG ALLIR DAGAR SVO LENGI AÐ LÍÐA......
mánudagur, nóvember 12, 2007
Verð nú að tjá mig um VEÐRIÐ HÉRNA......
Oft á tíðum er maður spurður út í veðrið á klakanum þegar maður segist vera Íslendingur og hefur maður fengið fáránlegar spurningar eins og: "búið þið í snjóhúsum?".... eða eitthvað á þann veg að það sé alltaf skítakuldi heima - en NEI NEI NEI prófið bara að koma hingað til Danmerkur og treystið mér kuldinn er til staðar.
Helgin hjá mér var hin skemmtilegasta og fór ég í tvö afmæli, 25 ára afmæli hjá Steina á föstudag en Hanna skvís var svo þrítug á laugardaginn ;o) Til hamingju - bæði teitin hin skemmtilegustu, bjór og Cocktailatilboð ;o) en heimferðin í bæði skiptin var frekar köld og slabbleg! Á föstudeginum snjóaði eins og veðurguðinn ætti lífið að leysa en í gær var kuldinn svo svakalegur að maður var með sting í kinnunum.
Sesselja steinselja hefur reynt að vera hin duglegasta að læra síðustu daga enda styttist í próf og nóg lesefni eftir enn....svo má maður ekki gleyma að Sandra vinkona er að koma í heimsókn núna frá fimmtudegi-sunnudags ;o) Get ekki beðið. Því skellti ég mér á bókasafnið upp í skóla í dag, dúðaði mig upp og tölti af stað. Náði að læra slatta og kannski ástæðan sú að úti voru þrumur og eldingar svo maður nennti ómögulega heim - en þegar letiblóðið var farið að segja til sín dreif ég mig heim og viti menn þegar ég kom inn heima þá sá ég ekki lengur neitt vegna móðu á gleraugunum, slíkur var kuldinn/rakinn úti ;o)
En ekki meira pirrum pirr út í veðrið - held ég hlakki bara til að koma heim í GÓÐA VEÐRIÐ UM JÓLIN...en þar til næst, farið vel með ykkur!
Birt af Sella kl. 12:13 f.h. 4 ummæli
föstudagur, nóvember 09, 2007
Ég sem hélt að íslensk sjónvarspefni væri slæmt......
Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu.... er ekki verið að grínast með danskar sjónvarpsstöðvar? Svo slæmir geta þættirnir verið að maður fær hreinlega kjánahroll á tímum. Þó hafa mjög athyglisverðir þættir veirð inn á milli og langar mig til að minnast á nokkra þeirra:
1) New York maraþonið - heimildarþáttur þar sem fylgst var með 2 einstaklingum undirbúa sig og hlaupa maraþonið fyrir DR2
2) Danskt unglingafangelsi - fylgst með 4 síbrotamönnum sem eru undir 18 ára, sem að hafa neytt t.d kókaíns síðan þeir voru 10 ára, brotist oft inn, ráðist á fólk, skorið það í framan með buffolohníf o.s.frv. Svo var fylgst með þeim þegar þeir losnuðu og féllu aftur í dópið ca 2 mánuðum síðar.
3) Lýtalækningar í DK - þáttur þar sem var spæjað um lýtalækni sem var tilbúin til að taka unga stúlku i fitusog og minnka á henni SKAPABARMANA....sem nota bene getur þýtt 6 ára fangelsi því þetta er bannað....
......annars einkennis sjónvarpið bara af umræðuþáttum um danskar kosningar og guð hvað ég get ekki beðið eftir 13.nóv því þá er þetta helvíti búið....
En þangað til næst - LIFIÐ HEIL!!
Birt af Sella kl. 12:18 f.h. 8 ummæli
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
Og það kom hiti í húsið....
Mikið var nú notalegt að fá loksins hita í íbúðina okkar...verður nú bara að segjast að það var orðið asssskoti kalt á tímabili - hehe allavegana sat Hrefna einu sinni og horfði á sjónvarpið með loðhúfu og undir tveimur teppum ;o)
Svo er það nú ekki verra þar sem að í þessum töluðu orðum er BILAÐ HAGLÉL ÚTI.... skamm skamm ég er ekki tilbúin fyrir eitthvað suddaveður og ógeð - vil bara kanarí sól og strandpils - spurning hvað maður þarf að bíða eftir þeim draumi lengi!
....En bara smá innlegg hér á síðuna frá bókasafni CBS.
LIFIÐ HEIL!!
mánudagur, nóvember 05, 2007
JULEBRYG TUBORG mætt á svæðið
Síðastliðinn föstudag kom jólabjórinn í bæinn og læt ég slíkt ekki stoppa mig heldur kíkti í bæinn með Tótu og co....sem sagt Íslendingafélag DTU ákvað að hittast og taka ærlega á móti julebryg Tuborg á Pilegården. Svanhildur kíkti heim til okkar Tótu og ákváðum við að kíkja í "einn/tvo" bjóra. Hummm veit ekki hvort það var bjórinn, stemningin eða eitthvað í loftinu allavegana urðu bjórarnir mun fleiri en tveir og stoppuðum við á Pilegården í um SEX KLUKKUTÍMA eða svo ;o)
Stemningin var ótrúleg og má segja að ég og Gyða höfðum bókstaflega "grenjað úr hlátri" þetta kvöldið - verst að vita ekki alveg hvað var svona fyndið en það kemur fyrir besta fólk!
Eftir skemmtilegt kvöld ákváðum við svo að rölta upp á Nørreport til að taka næturstrætó.... við kvöddum Gyðu og Kidda á miðri leið en það SKONDNA I STÖÐUNNI var að eftir samtal okkar Gyðu á laugardaginn komumst við að því að við römbuðum öll upp á
Nørreport (bara sitthvora leiðina) og að líka þessum fjölda af fólki sem var að bíða eftir strætó - við hoppuðum fremst inn í troðfullan næturstrætó á leið heim en Gyða og Kiddi hoppuðu inn í ÞANN SAMA bara að aftan. Komust svo að því á miðri leið að þessi strætó fór ekki heim til þeirra svo þau hoppuðu út og röltu heim - bara skondið að við kvöddumst niðrí miðbæ en enduðum svo í sama farartækinu á leið heim.... spurning hvort maður sé svona sjálfhverfur og í eigin heimi!!! hehe
Allavegana mjög skemmtilegt kvöld í alla staði og laugardagurinn því bara tekin í rólegheit og pizzuát. Um kvöldið dreif ég mig þó í sveitina, nánar til tekið Kagså kollegie til að passa Natalíu Tinnu frænku mína.... humm hvað gerir maður ekkki svo að foreldrarnir geti djammað?? Íbúð 172 breyttist fljótlega í aðsetur sofandi barna vinanna og átti ég notalegt kvöld fyrir framan sjónvarpið með Hákon, Tómas Frey, Natalíu og Auðunn Fannar sofandi á víð og dreifð um íbúðina :o)
Um þrjúleytið fór þó fólk að rölta af stað til að sækja angana sína en Eva Ösp sver sig í ættina og fór að sjálfsögðu SÍÐUST ÚT úr partýinu þetta kvöldið. Því má segia að það hafi verið lágskýjað fyrir Kagså á sunnudaginn og einkenndist morguninn hjá mér og Nölu á því að horfa á Öskubusku, lita í litabók og kúra upp í sófa þar til þynnkuliðið skaust á McDonald.
Í gær fór ég svo í íslenskt barnaafmæli, Jónína Margrét hennar Kötu orðin 5 ára skvísan svo ég kíkti á þær mæðgur til Vanløse í notalegt afmæli að íslenskum sið....takk kærlega fyrir mig þetta var æði!!
....Sem sagt helgarnar yfirleitt pakkaðar en virkir dagar teknir í lærdóm og meiri lærdóm - LazyTown á líf mitt þessa dagana, viðtal með leiðbeinanda okkar á morgun út af markaðsrannsókn fyrir LazyTown ;o) og svo tekur við próf eftir tvær vikur!!
Lifið heil - verið HRESS, ekkert STRESS og já bLESSS BLESSS!!
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
TÝNDUMST Í SVEITINNI Í MORGUN :o(
Til að gera langa sögu stutta þá löbbuðum ég, Kata og Sabbi í vitlausa átt þegar við komum út úr strætó í Hørsholm í morgun sem að gerði það að verkum að við villtumst einhvers staðar úr í rassgati. Löbbuðum því í nokkra hringi í iðnaðarhverfi - gegnum íbúðarhverfi, - gegnum skóg, - spurðum þrisvar til vegar og já endaði með að við komum KORTERI OF SEINT Í FYRIRTÆKJAHEIMSÓKN :o) Vá hvað þetta var pirrandi.
Annars er spenna í loftinu fyrir kvöldið enda eru Gyða, Kiddi og kannski einhverjir fleiri að koma í videókvöld á Rudolph Berghs Gade hjá okkur Kötu....gosið er í kæli, poppið klárt og nammið líka - mikið er lífið ljúft svona!!
Svo er J-dagurinn á morgun, jíha jólabruggið kemur í bæinn.....