SMÁ SUMMARY AF MÍNU LÍFI….Greinilega mikið á daga mina drifið og ekkert verið skrifað….
Held ég taki upp ritunarstíl Hrebbnu og bloggi í stuttum settningum í þetta skiptið! Líf mitt síðustu daga hefur einkennst af þessu…
• Davíð bróðir Hrebbnu og Ellen kærasta hans komu í heimsókn í 5 daga
• Slútt á kynnningaviku með bjór og dinner
• Party á NEXUS – skólabarinn – bara gaman, danskeppni og alles
• Deildarforseti og kennarar upp á stólum að syngja og í bananastuði
• Meira drukkið – dansað og rölt með Morten og Íslendingunum niður á Ráðhústorg um miðjan nótt á miðvikudegi bara skondið
• Pöbbarölt m.a á Jolene (bar Dóru Takefusa) sem endaði á dansgólfi á gaybar með portúgalskan transgaur á kanndinum :o) Bara fyndið
• Smá Íslendingaparty í boði D&E heima hjá okkur – Addi mulningsvél, Hjalli Fóstbróðir og Hanna Lilja læknir voru mætt á svæðið ásamt fleirum
• Rólegheit en TIVOLIferð daginn eftir – ég á núna 1.stk ÁRSKORT Í TIVOLI ef þið viljið koma ;o) hehe
• Fórum 6 út að borða til Hrebbnu á Le Basilic – fengum dýrindis þriggja rétta máltíð hræ billigt
• Central Park á Istedgade er brilliant staður í cocktailadrykkju
• …vá hvað hrisstumyndir eru fyndnar – hehe á nóg af svoleiðis eftir þetta kvöld
• Skondið moment eins og þegar Addi fékk surprise nudd frá ókunnugum DANA
• Smá innlit á Öresundskollegie og svo heim eftir mikla þreytu
• Sunnudagurinn tekinn í algjöru afslappelsi… kíktum þó aðeins á Davíð, Ellen og krakkana í bænum til að kveðja áður en þau yfirgáfu Dejlige Danmark
• Sjónvarpsgláp, internetvafr og chill – gerðu það að verkum að snillingurinn ég svaf yfir mig fyrsta skóladaginn minn á mánudag
• Bættum úr því með mega verslunardegi í IKEA, þar sem keyptar voru nauðsynjar á borð við LJÓS enda íbúðin ljóslaus, fataskápur og skógrindur – hehe algjörlega nauðsynlegur hlutur fyrir 3 stelpur en TÓTA FLYTUR INN UM HELGINA
• Drifum okkur svo í Fields þar sem við kíktum í nokkrar búðir og gerður svo ofur innkaup í Bilka – vá hvað ég elska tilboð… takið 4, borgið 2 eða álíka…. Allavegana er frystirinn okkar fullur núna og allskyns góðgæti til
• Náðum þó að ræna óvart pastapakka frá fólkinu á undan okkur í röðinni – komumst að því í metroinu á leiðinni heim
• Skóladagur nr.2 var massaður – úff bara erfitt að vakna svona snemma. Mjög áhugaverðir tími og lítur út fyrir að mín bíði 50 blaðsíðna markaðsáætlun (ritgerð) fyrir jól
• Pantaði skólabækurnar, glósaði eins og vitleysingur og ákvað svo að fara heim og hanga með Hrebbnu – ekki alveg komin í lærdómsgírinn strax en það er allt að koma!!
• Eftir að hafa leikið smá við Hrebbnu og hún farin í vinnunna kíkti ég í búð enda von á Gyðu og Kidda í heimsókn
• Yndislegt kvöld yfir ostum og öl – slúðri og smá sightseeing um íbúðina
• Í dag var svo FRÍDAGUR … já börnin góð ég er aldrei í skólanum á miðvikudögum – svo ég vippaði mér út í frokost með Evu frænku og Þórunni. Kíktum í nokkrar búðir og svo á mexikanskan stað
• Stelpurnar svo yndislegar að koma með mér upp í CBS svo ég gæti látið ræna mig – hehe sem sagt 4 bókum ríkari en VISA kortinu biður feitur reikningur
• Sótti líka um skólaskirteini – fyndið, mynd fyrir það er tekin á gangi með webcam í gangi…mæli ekki með að fara með frænku sinni eins og fávita á bak við í slíka vél!! Haha
• Heimsótti svo fólkið á Kagsaa kolleginu eftir veru mina í skólanum
• Sátum í sólinni út á bekk og horfði ég svo á Öskubusku með Natalíu frænku…bara gaman
• …kom svo heim, chillaði, skipulagði skóladótið og já BLOGGAÐI loksins.
….ekki meira í bili – stefnan er tekin á tapas bar um helgina og tónleika með Eyvöru Pálsdóttur og kannski heimsókn til Malmö – hvað era ð frétta af ykkur? Endilega kommentið og segjið mér slúður!!
miðvikudagur, september 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Gaman að heyra fréttir af þér skvís... verð að fara að fá mér míkrófón fyrir skypeið hjá mér! svo við getum tekið almennilegt slúður á þetta...
knús..
Jóhanna
Gaman að heyra frá þér sæta mín ekkert smá mikið að gera hjá þér ekki dauður tími hehe , en það er svo sem ekki mikið búið að gerast hér á klakanum síðan þú fórst allt það sama :) en reyndar smá gossip verð að hitta þig á msn bráðlega hehe.
knús og kram
Anný
Þokkalega til í smá slúður - hlakka til að heyra...
Shit hvad mer leidist i vinnunni! Akkuru get ég ekki bara verid komin í helgarfrí??? Vertu nú dugleg ad setja allt á sinn stad... Malmø á morgun. Video í kvøld... hlakka til frísins.
Skrifa ummæli