fimmtudagur, september 20, 2007

Lærdómur, lærdómur og aftur lærdómur

Já líf mitt einkennist aðallega af nokkrum hlutum:
* Fyrirlestrum
* Borða & sofa
* Lesa námsefni
* lesa meira
* Gera hópverkefni
* Horfa á Sex and the city.....

Hehe verð nú bara að viðurkenna það að vá hvað maður er fljótur að detta úr lærdómsforminu - finnst drulluerfitt að koma mér í gírinn og hvað þá setjast inn á bókasafn eftir hvern tíma og læra....en þetta er víst MASTERSNÁM ;o) Það góða við þetta að ég er mjög ánægð með námið að svo stöddu og frábær hópur saman!

Sigrún var líka svo góð að taka Sex and the city safmið mitt með sér út til mín þannig að við stelpurnar höfum verið rosalega duglegar að kíkja í það...og shjæse hvað Samatha er mikill snililngur!!

En vildi bara rétt skella inn smá færslu til að segja að ég væri á lífi - stefnan um helgina og næstu viku er að skella sér á kvikmyndahátið - fullt af góðum myndum...meira að segja Foreldrar, Mýrin og Börn :o) Svo er það smá bjór í kvöld enda Nexus torsdagsbarinn okkar opinn og alltaf mikið fjör.

Langar til að óska afmælisbörnum vikunnar innilega til hamingju með afmælið, njótið vel!!
17.sept - Brynhildur Tinna 26 ára
18.sept - Helga Rut 26 ára
20. sept - Hjördís Jó 25 ára
21.sept - Elva Björg 26 ára
21.sept - Sandra Hauks 26 ára
22.sept - Sibba 49 ára

Njótið vel elskurnar og sjáumst síðar ;o)

3 ummæli:

Anna Brynja sagði...

Ó já það getur svo sannarlega verið erfitt að hoppa í stöddí gírinn ... húfffff! En þú átt eftir að spjara þig svo feikivel það er ekki spurning. Leitt að ná ekki að hitta þig síðustu helgi en tíminn flýgur bara þegar maður fer svona hrikalega stuttar ferðir!!! Kemurðu ekki heim um jólin ;o)

Sella sagði...

Hehe já lærdómsgírinn kemur vonandi sem fyrst - já ekki gaman að hitta þig, en skvís við hittumst svo sannarlega um JÓLIN ;o)

Sella sagði...

Hehe já lærdómsgírinn kemur vonandi sem fyrst - já ekki gaman að hitta þig, en skvís við hittumst svo sannarlega um JÓLIN ;o)