föstudagur, september 14, 2007

BABÚ BABÚ BRUNABJALLAN Í GANGI!!

Ég var stödd upp í CBS áðan í tíma þegar að BRUNABJALLAN FÓR Í GANG. Ekki frásögufærandi en við Íslendingarnir sátum sem fastast þegar fólk þaut upp úr sætunum, tók dótið sitt saman og fór út - við litum hvert á annað öll sem eitt spurningamerki ?? Bara skondið á einni mínútu tæmidist gjörsamlega stofan og allir farnir nema við og norsku strákarnir sem eru með okkur í IMM....við þorðum því ekki öðru en að labba út úr stofunni líka og tékka á ástandinu.... það var örtröð í öllum stigum, og allur skólinn komin út á plan. Menn í gulum vestum með labb rabb tæki á lofti ;o)

Haha þetta tók svona 2 mínútur fyrir utan þegar okkur var tilkynnt að þetta hafði verið "FALSE ALARM" -því var bara um að gera að þjóta aftur í tíma í ró og næði!!

Shit hvað þetta var fyndið - miðað vð þessi viðbrögð þá hafa þessir aðilar ekki stundað nám á Íslandi þar sem setið er sem kyrrast fyrir í sætunum þegar bjallan glimur og bara beðið eftir að hún slökkvi á sér!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

He he, bara eins og á US gott að vera ekki að stressa sig að óþörfu, við íslendingar erum nebblega svo lítið fyrir stress! Gangi þér vel í skólanum músla.

Nafnlaus sagði...

Þetta gerðist líka einu sinni þegar ég var þarna. Reyndar man ég ekki til þess að við höfum drifið okkur út - hinsvegar var Solbjerg orðið rennandi blautt að innan (e-ð kerfi fór í kjölfarið í gang) - gerðist það ekki hjá ykkur?

Sella sagði...

Hhehe nei tad for ekkert kerfi i gang bara paranojadir danir sem voru ad fara a taugum ;o)

Stella sagði...

Brjálæðislega fyndið. þetta gerðist bara í dag í vinnunni og allir sátu sem fastast. Ég sagði einmitt, tíbískt Ísland