Kynningarvika í skólanum, dinner + partý í kvöld og bíllinn SELDUR!!!
Já hérna hér bara allt að gerast - fékk mjög svo skemmtilegt símtal frá Heimsbílum þar sem var komið tilboð í bíll - ég tók því og núna er ég laus allra mála með hann....SELDUR - QUIS BANG BUNG!! og vá hvað ég er fegin...ekki meiri tryggingar, greiðsla af lánum o.s.frv.
Merkilegt hvað tíminn flýgur og fáránlegt að ég sé actually búin að vera hérna í 12 daga núna ;o) Bara skondið.... flutti til Hrebbnu fyrir viku og er þetta rosalega fín íbúð + var að fá þær góðu fréttir að Tóta vinkona Gyðu ætlar að leigja með okkur í vetur....hehe minni leiga og meiri peningur í öl :o) Annars er ég flutt í yndislegt hverfi í Østerbro, þar sem við erum með tvær stofur, fínt eldhús, þrjú svefnherbergi og 2 klósett....já þannig að það er pláss til að koma í heimsókn ;o) Hlakka bara til! Ekki verra að það er stutt í allt - tyrkjabúlla á horninu (aka sem selur pizzur og junkfood), sjoppa á hinu og svo stutt í Nettó. Auk þess fann ég Fitness World líkamsræktarstöð hér í nokkra metra fjarlægð... ekki vitlaust að kíkja þangað!
Svo er sá stórmerkilegi hlutur búin að gerast að ég hef mætt í skólann!! Búin að vera núna þrjá daga í kynningaviku og endar þetta allt saman í dinner og partýi í kvöld....lítur bara vel út ;o) Skólavikan byrjaði vel með nokkrum laufléttum kynningum en eftir hádegi komu tvær gellur frá L´Oreal með kynningu.... virktist voðalega saklaust til að byrja með en nei - ekki leið að löngu þar til okkur var skipt upp í hópa og við tók Case competition um hönnun á nýjum mascara fyrir L´Oreal Paris. Mjög spennandi verkefni sem við skiluðum í gær kl. 12....hehe en ekki nóg með það, það voru valdir þrír hópar til að halda fyrirlestur um vöruna sína og TA TA RA minn hópur var valinn!! Þannig að þriðji dagurinn í röð í skemmtilegu verkefni og gekk okkur vel að halda fyrirlestur um þennan blessaða maskara "FUSIONIZE YOUR LOOK" frá L´Oreal. Vorum sem sagt í topp þremur en fengum því miður ekki verðlaun ;o) Kemur bara næst.... hópurinn hennar Kötu fékk þó risa poka með gjöfum fyrir góða frammistöðu ;o)
Allavegana líst mér vel á byrjunina. Búið að tala um að þetta sé ÍSLENDINGANÁMIÐ MIKLA en við erum bara þrjú...er með Sabba og Kötu í þessu námi ásamt 127 öðrum og erum við 18 þjóðerni í heild! Strax komin leslisti og þarf ég að drullast til að kaupa bækurnar á morgun - úff púff þetta minnir á Bóksölu stúdenta....fuc**** 30.000 kall isl eða eitthvað álíka sem fer í þetta....en það er bara gaman fyrir fátæka námsmenn!!
Lít á björtu hliðarnar - en ekki meir í bili... kominn tími á bjór, enda Davíð bróðir Hrebbnu in the city ;o)
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hæ skvísan mín!
Frábært að heyra að þú ert að njóta þín í Köben:-) og hæfileikarnir fái að njóta sín!
Takk fyrir afmæliskveðjuna um daginn, mér þótti mjög vænt um hana.
Hafðu það sem alla best, vertu hress (þú ert það nú alltaf þannig að það ætti ekki að vera vandamál)
Knús og kram
Hey beibí
Djöfull líst mér á þetta nám, snyrtivörur í tíma gerist það betra? Já kannski George Clooney einkakennarinn manns ;)
Mig er farið að klæja í puttana að koma út til þín. útlandaverkefni sem ég þarf að klára eru Pólland með vinnunni, Osló kíkja á pabba og svo Köben og kíka á liðið :)
Heyrumst elskan
Stella
oh hvað mig langar að vera í þessum pakka þarna með þér... kem pottþétt í heimsókn í vetur.
knús..
Jóhanna..
Úúhhhhh... kella bara að meika það, kemur svo sem ekki á óvart!!! Þetta verður snilld hjá þér, hafðu það gott þarna úti..... sjáumst kannski um jólin ;-)
Kv.Sigga Dísa
Oh æðislegt að heyra/lesa hvað það er gaman hjá þér elskan :)
Hafðu það áfram svona gott - miss u
Skrifa ummæli