laugardagur, ágúst 25, 2007

Gay pride í Köben

Í dag er merkisdagur í Kaupmannahöfn..... enda Gay pride og var frekar gaman að koma niður á Ráðhústorg í dag og fylgjast með tónleikum, dragdrottningum og fleiru skrautlegu liði. Loksins hefur mér tekist að verða viðstödd GAY PRIDE en ég hef því miður ekki gerst svo fræg að fara heima á íslandi sökum anna í vinnu, ferðalaga eða utanlandsferða. Miðað við fjörið í dag stefnir allt í að þetta kvöld verði það skrautlegasta.

Þrátt fyrir chill með Cheerios í annarri og tölvunni í hinni núna, bíð ég spennt eftir að Rannveig Alda frænka komi frá Lundi í Svergie því ætlum við að sötra öl og cocktaila þar til Hrebbna og Elín Ása eru búnar í vinnunni... því bið ég ykkur að stilla ykkur og deyja ekki úr spenningi því að djammsögurnar koma á morgun - eða næstu daga ;o)

Hins vegar hef ég sett inn tvö ný myndaalbúm frá afmæli Jo Ruth og Möggu, ásamt öðru frá fyrstu dögum mínum hér í Köben og 25 ára afmæli Evu frænku.

Have fun mínir kæru!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úje ekki leiðinlegt, ég gerði eigendaskipti af bílnum þínum.

Til lukku með flottan árangur svona rétt í upphafi skólans og þér mun klárlega ganga jafn vel það sem eftir er. Ég ætla að koma í heimsókn fyrst það er pláss. En hvenær viltu fá mig.

Svo máttu alls ekki vera búin að drekka allt vit frá þér og vera bara hætt að drekka þegar ég kem því ég ætla að taka fullan þátt í danskri fyllibyttumenningu eða taka bara póllandsfíling á þetta?

Hlakka til að sjá þig elsku mús.

Dugleg að blogga : )

Nafnlaus sagði...

Oh kommentið fór á vitlausa færslu hjá mér! Átti að fylgja hinni færlsunni!