föstudagur, ágúst 10, 2007

Í útlegu skemmti ég mér tra la la la – tra la la la

Obb bobb bobb hvað tíminn líður hratt!! Enda er lífið búið að leika við mig síðusta daga og bara búið að vera viðburðaríkir dagar hér á bæ ;o)

Verð að segja að það hefur verið stemning að bruna milli Reykjavíkur og Borgarfjarðar eftir vinnu – enda búin að komast í sveitasæluna ca. 3* í viku.....aha kannski furðulegt en NEI mútta& pabbi létu loksins verða að því að byggja bústað og höfum við mútta verið ráðskonur og eldað ofan í Davíð og Begga meðan þeir reisa líka þennan fallega kofa á StóraFjalli, auk þess sem að við höfum verið rosa duglegar að gróðursetja... ;o) Guð hvað ég hlakka til þegar hann verður ready!

VERSLUNARMANNAHELGIN 2007 var eðal.... og meira en það. Ekki laust við að ég sé strax farin að sakna vinanna við tilhugsunina að það sé bara vika þar til ég flyt út....en yfir í sólarsöguna

FÖSTUDAGURINN: var cocktailatjútt hjá Önnu og Gaua. Vinir og vandamenn úr öllum áttum mættir og stemningin eftir því. Eðal heimapartý og var Erla Dögg svo yndisleg að skutla okkur í stelpunum í bæinn um 03:30 – haha ekki alveg í lagi! Bæjarferðin var þó algjör snilld enda kíkt á mismunandi menningarstaði allt frá Celtic, Hverfis, Prikinu niður á Rex....endaði kvöldið í eftirpartý með Jóa, Gauta o.fl til Jóns Björgvins.

LAUGARDAGURINN: þá var frekar skýjað með köflum enda þynnkan alveg að segja til sín... ákvað þó að drífa mig með Elvu, Möggu og Anný upp í sumarbústað til Önnu og Gaua. Pizza á Kaffi Kidda Rót bjargaði heilsunni algjörlega og þvílíkt kózý að komast loksins í bústaðinn. Badminton, chatt og smá drykkjustemning og bara gaman!! Ekki verra að Bjarni, náði að plata allt liðið með til Eyja daginn eftir ;o)

SUNNUDAGURINN: yndislegt að byrja á heitum potti, pizzabakstri og heimsókn til Helgu Bjarkar og Andra Kára áður en ég, Anný og Heiða þutum í Herjólf..... Ætla að hafa lítla ræðu um þjóðhátíð aðra en þetta var ALGJÖR SNILLDDDDDD!!! Það er fátt sem toppar stemninguna þegar 10.000 manns sitja í brekkunni, sönginn og flugeldasýninguna, rauðu blysin.... gítarstemningu í hvítutjöldunum, blússandi dans í pollagalla og góða vini með í för. Tjútt og trall með brúsa um hálsinn, hvíta hárkollu og góða skaptið.

...PS – myndirnar fara alveg að koma, var að fá nýja fína MacBook tölvu – sem ég á eftir að skella myndunum inn á ....en lofa það fer að gerast ;o)

Eigið góða helgi, sjáumst í útskrift í kvöld,afmæli * 2 á morgun, á KaffiPort, bænum eða matarboði um helgina.....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég verð nú bara að spyrja hvar er sagan af áttræðu konunni á Kofanum??
Kveðja
Stella

Nafnlaus sagði...

Sælar, takk fyrir síðast, þetta var algjör snilld, ég er í kasti að skoða myndirnar :-)

Ólöf Fr.

Nafnlaus sagði...

hæ skvís,

ég væri meira en til í að fá að kikja á myndirnar þínar úr eyjum.. :)

þannig að ef það er leyfilegt máttu alveg senda á mig leyni.. evagunnlaugs@gmail.com

sjáumst í kvöld,