Skrítin tilfinning!
Verð að játa það að í dag fékk ég frekar skringilega tilfinningu.... svolítið blendnar tilfinningar sem lýstu sér bæði í gleði og söknuði, tilhlökkun og já smá kvíða. Dagurinn í dag var öðruvísi!! Eftir að hafa verið með annan fótinn á Umferðarstofu síðastliðin 3 árin - kvaddi ég samstarfsmennina og upplifði því síðasta vinnudaginn minn!! Frekar fegin enda komin með nett ógeð af vinnunni en á móti á ég eftir að sakna margra þarna svakalega....
Auk þess upplifði ég "REALITY TJEKK" þegar ég fattaði að það séu einungis 2 dagar til stefnu áður en ég heiðra kóngsins Köben með nærveru minni næstu tvö árin. Það er merkilegt hvað tíminn er fljótur að líða og hélt ég einhvern veginn að það væri miklu lengra í það að ég flytti út en það í raun og veru er.... en ég sótti um skólann fyrir 6 mánuðum. Ég hef þó fulla trú að dvöl mín í Dejlige Danmark muni vera æði gæði eins og öll hin skiptin sem ég hef komið og ekki verra að ég er að fara búa með henni Hrebbnu minni.... skólinn leggst vel í mig, áhugaverðir og spennandi kúrsar og svo fæ ég loks að knúsa Evu og Natalíu.
Næstu dagar munu því vera frekar busy í reddingum, pakka, þvo, selja bílinn og fyrst og fremst vera með famelíunni og vinum. Fyrir þá sem vilja kíkja á mig svona rétt í blá lokinn ætla ég að vera með smá KVEÐJUKAFFI á fimmtudagskvöldið - og þér er guð velkomið að kíkja.... endilega látið mig bara vita svo ég geti beðið spennt ;o)
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Þetta á pottþétt eftir að vera yndislegur tími. Verst að ég kemst ekki á fimmtudagskvöldið í kaffi :( En sem betur fer sé ég þig í Köben eftir ca 3 vikur :):):)
Ég mæti að sjálfsögðu til að knúsa þig bless :)
Guðrún Helga
Hæ elskan takk fyrir síðast :D mega fjör!
Jee það er svo skrítið að þú sért að fara...vonandi kemst ég til að kveðja þig á morgun, er komin með e-a ógeðis pest :(
Svo stefni ég á heimsókn til þín á næsta ári með stelpunum okkar ;) Annars er ég líka að fara til Köben í nóv en spurning hversu mikið ég get hitt þig :s
Ég get ekki líst því hvað ég á eftir að sakna þín mikið Sella. Ég ætla því að leika ungrú reiðu í smá stund.
SELLA HVERNIG DETTUR ÞÉR Í HUG AÐ FARA FRÁ MÉR??
;) en Farðu vel með þig í Köben og ég mun koma til þín. Ég er upptekin annað kvöld eins og þú veist en ég reyni að hitta á þig einhvern tíman á morgun samt.
missju olredi
Kveðja
Stella
SÆL VINAN.... Heyrðu hvað er þetta, ertu að fara að flytja bara?? Ég kom í Koló á sunnudaginn að kíkja á liðið, en þá var Jóna sú eina sem ég þekkti og hún sagði að þið hefðuð verið að tala um mig á laugardaginn.... ég var illa svikin að hafa ekki komið þá og hitt þig!!!! Alla vegana hafðu það gott úti og allt það, og við bara sjáumst einhverntíma við tækifæri ;-)
Ég sakna þín svo og get ekki beðið eftir að koma að heimsækja þig út.
Ég hlakka til ad fá thig skvís!
Ég lofa ad vera gódur sambýlingur...
Ég lofa ad elda amk einu sinni í mánudi...
Ég lofa thad verdur alltaf til amk ein flaska af gódu víni just in case...
Ég lofa leyfa thér ad halda á sjónvarpsfjarstýringunni...
Ég lofa ad reyna ad muna ad fara út med ruslid, kveikja á uppthvottavélinni og svo framvegis...
Ég lofa ad vera ekki of vond í skapinu fyrst á morgnanna...
Kvedja,
Nyji sambýlingurinn
Góða ferð Sella og gangi þér svakalega vel í náminu :-)
Ólöf Fr.
Skrifa ummæli