Ótrúlegt en satt.... bara þunn á flöskudegi!
Já fór á þetta líka bráðskemmtilegu kosningavöku á Hressó. Upplifði í leiðinni mína fyrstu Hróaskeldu þar sem hasslyktin var umkringd Reggiehljómsveitina Hjálmar sem var að spila. Þvílíkt chilluð stemnning og bjórinn og skotin teiguð af hörku.... Þegar líða tók á kvöldið bitust Breeeezerar á borðum.
Stór skemmtilegt kvöld þó úrslitin hafa ekki farið eins og maður vildi. Þó fóru svona:
Vaka fékk 46,6% atkvæða í kosningunum til Stúdentaráðs sem fram fóru í gær og fyrradag og hlaut því langmest fylgi af þeim fjórum fylkingum sem buðu fram í ár. Röskva fékk 37,9% atkvæða og Háskólalistinn 12,5%. Fékk Vaka alls 1542 atkvæði í kosningunum, Röskva 1253 atkvæði, Háskólalistinn 414 atkvæði og Alþýðulistinn 100 atkvæði. Fulltrúar í Stúdentaráði skiptast hins vegar þannig að Vaka og Röskva hljóta bæði 4 menn og Háskólalistinn 1 mann. Alþýðulistinn náði ekki inn manni.
Endaði kvöldið með því að fara upp á kosningamiðstöð Röskvu og óska þeim til hamingju og heilsa upp á liði. Teamið okkar ég, Birkir, Ari, Jói Run og fleiri góðir kandidatar skemmtum okkur rosalega vel!!!
föstudagur, febrúar 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli