þriðjudagur, febrúar 22, 2005

ALLT AÐ GERA SIG…..

Enn ein helgin búin og ekki hægt að segja annað en að hún hafi flogið framhjá mér!!!! Stórskemmtilegt þar sem flöskudagur var tekin með trompi í skólanum og verkefnum. Trompið var stutt þar sem ég ákvað að fara að eyða peningum með mömmu í Smáralind og trúið mér það tókst bara assskkooooo…. vel. Vísindaferð í Egils var raunin kl 17:00 þar sem við brunuðum í eina skemmtilegustu vísindaferð vetrarins. Stutt og laggóð kynning, verksmiðjan skoðuð, myndband sýnt og svo flæddu bara bjórkútarnir ofan í okkur ;o) Ljúft líf, skelltum okkur á Hverfis og kíktu á Idolið. Síðan tókum við nett rölt á Ara til að kíkja á Benný fyllibyttu….. TAKK BENNÝ, þú varst snilld. Stutt og lag gott stopp í bænum, Hlölli og svo heim, Tinna náði í mig og Hönnu í bæinn…. Heimkoma rosalega fljótt.

Laugardagurinn var tekin snemma, en of seint þó!!! Svaf yfir mig í vinnunni og mætti því kl. 09:10. Allt klikkað að gera í vinnunni, hef ekki séð annað eins. Fegin að vera að hætta á fimmtudag miðað við geðveikina. Eftir vinnuna var brunað í djammgallann og stefnan tekin til Siggusín í 25 ára afmæli. Sá sætustu hvolpa í veröldinni….Rosa stuð þar, allt flæðandi í kræsingum og ekki var verra að taka magnaða drykkjuleikinn sem ég og Gústi stóðum okkur rosalega vel. Jóhanna Ruth fær + í kladdann fyrir að æla í ruslapokann ;o)
Bærinn tekinn, ótrúlega troðið en samt gífurlegt stuð. Undur og stórmerki, Haddi var að djamma, hittum hann hressan á Ara, smyglaðist svo inn á Prikið og hleypti svo 6 vinum bakvið…. góð vinkona. Ákvað samt að stoppa stutt og rölta á Hverfis með Hönnu. Magnað kvöld, Stebbi, Addi, Dagný, Magga, Sara og fleiri í of góðum gír. Tók röltið um 6 og ætluðum í partý til Hinna, en óheppnar hann sofandi. Ákvað þá bara að rölta heim á leið með Brendan og viti menn, tók svo leigara hjá Select í Öskjuhlíðinni, þakka guði fyrir að hafa fundi Ella þar og fengið far!
Sunnudagurinn tekinn í þynnku og svo líka þessu rólega kvöldi í vinnunni. Óhætt að segja að ég noti sunnudagana sem heilaga hvíldardaga.

En ekki meira um mig í bili, ekkert stress, veriði bless!!!
Jú annars, með hnút í mallakút er að fara til Maríu miðils í Keflavík á morgun :o$

Engin ummæli: