MAÐUR ER UNGUR OG LEIKUR SÉR.....
Fólki til mikillar undrunar einkenndist helgin mín af glaum og gleði, dansi og drykkju. Horfði á Idolið eins og flestir Íslendingar og gaman að sjá að “gellurnar mínar” þær Heiða og Hildur Vala stóðu sig lang best......
Kíkti til Telmu þar sem Idol fílingurinn og SingStar var á fullu og hörkufjör á fólki. Var þó þæg og góð stelpa og var komin snemma í háttinn.
Laugardagurinn var svo snilldin ein. JO BRO ákvað að bjóða í þetta líka skemmtilega teiti hér í Álfalandinu þar sem bjórinn var sötraður, hvítvínið drukkið, spilað á píanó og sungið... KLIKKAR ALDREI, gítarinn var svo dreginn upp og stuðið hélt áfram þar til við stungum af í bæinn. Kíkti með Tinnu frænku á Árshátíð Aktu Taktu fundum krakkana á Celtic og Sólon.... og viti menn það var verðlaunasamkeppni í vinnunni og var ég ekki bara valin; Tuðari og Bjartasta Von Aktu Taktu Frekar skondið þar sem ég er nú búin að segja upp hjá fyrirtækinu, en aðaldið farið út í buskann vann 2 stk konfektkassa
Prikið tók svo við með þvílíku sulli.... töfrateppi, eplasnafs, Fishermans staup, bjór, breeeeezer og ég veit ekki hvað. Brósi blekaður tók dansinn ber að ofan á barborðinu.... frekar skondið. Kikt á Hverfis að vanda en Prikið heillaði meira og djammið endaði þar til kl. 07:00 þegar búið var að taka til og leigurbíllinn beið okkar.
Hvíldardagurinn ógurlegi var svo á sunnudaginn..... tók þessu bókstaflega og lá upp í rúmi til 16, horfði á imbann og skellti mér svo á Brennsluna með Benný og Jóhönnu.
Dýrindishelgi, takk fyrir mig
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli