miðvikudagur, febrúar 16, 2005

HELGIN FLOGIN Á BROTT

Já ótrúlegt hvað þessi tími líður ógeðslega HRATT, bráðum verðum maður ráðsettur einstaklingur, með íbúð, bíl, börn og buru…… ætla að vona það allavegana.

Helgin var einstaklega vel heppnuð í alla staði, margt brallað og enn meira gert.

Fimmtudagur
Kosningabaráttan í fyrirrúmi, bjórdrykkja og ölvun á Kosningavöku Vöku, þar sem Hjálmar skemmtu og verð bara að segja þeir eru asssskoti góðir. Lige glad stund með félögunum.

Föstudagur
Byrjaði frekar seint eftir þynnku hjá mér og Benný og því tilvalið að heimsækja heimaslóðir Bennýjar Nonnabita. Skellti mér svo upp í skóla, eldaði, horfði á Idolið….. alvega magnað, fannst eins og Helgi væri viljandi að syngja sig út úr keppninni.

Hvaða heilvita karlmaður tekur Coyote Ugly sungið af kántrístelpu ???

Eftir Idolið kíkti ég á hvítvíns og bjórsötrandi skvísurnar til Veru og þaðan í bæinn. Röltið tekið að vanda á Vegamót, Kofann, Hverfis, Celtic, Prikið. Bílandi fyrir rugludallana til tilbreytingar.

Laugardagur
Magnaður dagur þar sem lærdómurinn var massaður fyrri partinn en við tók svo gleði, JÁ GLEÐI um kvöldið. Famelían mætti í þorrablót heim um kvöldið þar sem þema var þjóðþekktur íslendingur og því allir í búning.
Ég tók mig vel út sem Birgitta Haukdal en svo voru mættir: Hera – Erpur – Björk – Björgólfur – Ingibjörg Sólrún – Davíð Odds – Steingrímur Herm – Eiríkur Fjalar – Magnús og Eyjólfur - Hurðaskellir – Bárður og Birta í Stundinni okkar, Grétar og Vaidas auk fleirri skemmtilegra aðila. Eftir þvílíkt stuð skellti ég mér í bæinn að hitta Heimdellinga og gellurnar því ég missti af matarboði, 3* afmæli fyrir grímugleðina. Ég og Stella tókum svo röltið að vanda í nýstingskulda og trekkingi. Ölstofan, Celtic, Ari, Prikið, Hverfis skoðað vel og vandlega en kuldaboli sagði til sín þannig að ég, Hanna og Stella tókum stutt stopp á Hlölla og svo heim ;o) Það magnaða við þetta var að þorrablótið var enn í fullugangi við heimkomu kl 5:00 og entist fram eftir morgni.

Ómæld gleði og hamingja og skemmtilegir tímar framundan

PS Vera ég lofa nýjum og skemmtilegum myndum á næstu dögum ;o)

Engin ummæli: