mánudagur, febrúar 21, 2005

Ég þoli ekki...

* Þegar maður er alveg að fara að hnerra en svo fer hnerrið.
* Gamalt fólk í umferðinni.
* Þegar maður kannast ýkt mikið við eitthvern en veit ekki hvaðan.
* Þegar kennarar þurrka ekki nógu vel af töflunni.
* Marbletti.
* Þegar að maður er nýbúin að naglalakka sig og rekur sig í eittthvað.
* Þegar maður rekur vitlausa beinið í eitthvað.
* Kennara og yfirmannasleikjur.
* Þá sem pissa út fyrir.
* Þegar það er skellt á um leið og maður svarar.
* þegar rétta stærðin er ekki til í búðinni.
* þegar mjólkin er búin og mann langar geðveikt í Cocoa Puffs.
* Að fá leiðinlegt lag á heilann.
* þegar konan á undan manni í röðinni er með vont ilmvatn.
* þegar fólk er að reyna að syngja með en kann ekki textann og bullar bara eitthvað.
* Auglýsingar í miðjum sjónvarpsþáttum.
* þegar prentarinn bilar og maður á að skila ritgerð á morgun.
* Miðar innaná fötunum sem pirra mann.
* Hælsæri.
* þegar einhver heilsar þér sem þú veist ekki hver er.
* þegar afgreiðslufólk vigtar eða telur oní blandí poka.
* þegar fólk svarar ekki e-maili.
* þegar video upptakan klikkar.
* þegar maður gleymir að skila videospólunni.
* þegar einhver kófsveittur rekur sig í mann.
* Hlaupasting.
* þegar maður nær ekki að klóra sér á bakinu þar sem mann klæjar geðveikt.
* Þegar maður sest á klósettið og fattar að það er ekki til neinn klósettpappír.
* Skattskýrslur.
* Þegar einhver stór sest fyrir framan mann í bíó.
* Fólk sem fær 9 og 10 í öllu en þarf aldrei að læra.
* Einbreiðar brýr.
* Kynþáttahatur.
* Hausverk.
* Þegar maður reimar annan skóinn fastar en hinn.
* Lausar reimar.
* Þegar maður vinnur veðmál en félaginn neitar að borga.
* Að það meigi ekki segja ristavél í staðinn fyrir brauðrist. (Ristatæki?)
* Að íslendingar nenna aldrei að mótmæla almennilega.
* Baktal.
* Rauð jól.
* þegar að það er ekki sturtað niður.
* Hár í mat.
* þegar að maður er búin að gera verkefnið heima fyrir skólann og gleymir því í alvörunni heima.
* þegar gatamappan opnast og öll blöðin detta út.
* þegar að fólk talar ekki um annað en sig sjálft.
* Snobb.
* Fólk sem spyr of mikið.
* Fólk sem smjattar.
* Líffræðikennara sem þora ekki að segja typpi.
* Kul í tennurnar og í heilann þegar að maður borðar ís.
* Illa uppsettar jólaseríur.
* þegar maður getur ekki ropað.
* þegar beyglan kemst ekki í ristina.
* þegar maður man ekki brandara.
* Fólk sem tuðar yfir öllu.. hehe..

Rakst á þetta og svei mér þá ef það er ekki einhvað til í þessu :o)

Engin ummæli: