Ársspáin mín fyrir 2005..... spurning er gott að vera VOG? Stjörnuspekilegt tákn þitt er vog sem kona heldur yfirleitt á og stendur fyrir jafnvægi (samvinnu, réttlæti og sanngjörn lög). Vogin er sjöunda merkið í dýrahringnum, stöðugt loft. Örlögin ráða ríkjum árið 2005 þegar stjarna vogar er skoðuð. Atburðir framtíðar munu koma þér ánægjulega á óvart þar sem framtíðin færir þér vissulega betri tíma. Þegar þú ert heil/l gefur þú og það veitir þér gleði. Það er kærleikur. Janúar sýnir þig tvístígandi. Þú virðist vera á báðum áttum um öll mikilvægustu málin í lífi þínu en þegar þú ákveður að byrja á að takast á við veröldina eins og hún er en ekki eins og þú vilt að hún sé þá nærðu áttum svo sannarlega. Þér reynist einstaklega auðvelt að ná félagslegum böndum og leyfir þér að sýna á þér jákvæða hlið sem lítt hefur sést undanfarið ár (2004). Þú hefur að sama skapi mjög gaman af veisluhöldum árið framundan og ferð mikið út. Þú getur endalaust rætt um helstu áhugamál þín: listir, fólk, félagsfræði, fegurðina siðfræði og fleira merkilegt. Þér er mikið í mun að lynda vel við fólkið þitt en í maí lendir þú í einhverskonar þrætum vegna hugsjóna þinna (starf) og ert því vöruð/varaður við að gerast þrætugjörn/-gjarn í byrjun sumars. Hamingja þín styrkir vissulega og glæðir líf þitt og þeirra sem skipta þig máli. Leyfðu hlutunum að vaxa og bera góða ávexti árið 2005. Svei mér þá...... ef þetta ár lítur bara ekki asskoti vel út, það sem búið er af því hefur verið frábært!!!!!! |
mánudagur, janúar 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli