miðvikudagur, janúar 05, 2005

BYRJUM ÁRIÐ Á FJÖRI OG HÖLDUM KÆRULEYSINU ÁFRAM!!!

Gleðilegt árið og takk æðislega fyrir allt..... núna er árið bara byrjað á fullu og ALLT ROSALEGA FÍNT!

Nýársfögnuður þar sem skálað var í Cosmopolitan, Stella drukkin, eplasnafs og ofurölvi á Prikinu með crewinu. Afkvæmabandið fær innilegar kveðjur fyrir snilldar kvöld. Jónas stóð sig vel í dyrunum en tökum á því þegar brósi útskrifast sem viðskiptafræðingur.

Allt komið á fullt í Heimdalli, Mágusi og Vinnunni. Tróð mér í að skipuleggja árshátíð fyrir vinnuna og kemst svo ekki sjálf ;o(

Við Mágusargellurnar hittumst áðan og svei mér þá..... bara hörkuskemmtileg önn framundan, vísó, bjórvissuferð, poolmót, árshátíð, mágus-orator og fleira..... snilldarfjör

Heimdallur kemur líka sterkur inn og byrjum við á því að fagna þréttándanum með teiti í kjallara Valhallar kl.21. Þar mun vera skemmtileg live tónlist, ódýrir drykkir og eintóm hamingja. Endilega látið sjá ég get ekki beðið eftir að tjútta með ykkur.

En ekki meir í bili..... lofa fullt af myndum inn á síðuna á næstunni!!!

Engin ummæli: