mánudagur, janúar 24, 2005

HM - HM - HM - HM Í TÚNIS...... ÞVÍLÍK GLEÐI

Gleymdi að minnast á hvað það er æðislegt að horfa á handbolta. HM í Túnis er byrjað, svo sjónvarpsglápið er byrjað.

Leikurinn við Tékka endaði ÆÐISLEGA..... Ótrúlegt hvað strákarnir spiluðu hræðilega fyrstu 40-45 mínúturnar og komust undir 20-29. Er það bara ég eða... klúðraði Dagur Sigurðsson meira en margur annar? Einhvað hefur maðurinn til að bera fyrirliðatitilinn.... en verð þó að segja að ekki sést það á vellinum.

Eftir ótrúlega hraðan hjarslátt, væg taugaáföll við glápið, gleði og sorg, öskur og illyndi náðu strákarnir að jafna 34-34!!!! Snilldarleikur þar á ferð, hlakka til að horfa á leikina þriðjudag og miðvikudag kl 19:15.

Kveðja...... sella handboltagella!


Engin ummæli: