þriðjudagur, janúar 11, 2005

PARTÝ, PARTÝ, PARTÝ..... allt að gerast!!!

Já helgin var fljót að líða og mjög skemmtileg. Jólin bara fokin frá okkur og allt of langt í þau næstu.

*Föstudagur* Vinnan kallaði en um fimmleytið fékk ég að hlaupa út til að redda bjórnum fyrir hið magnaða Heimdallarpartý í Valhöll. Ég og Stella fórum svo í skreytingarleiðandur, sem endaði í rugli, við misstum okkur alveg settum upp dúka, broskalladúk á veggina og blésum endalaust upp af blöðrum. Partýið var hrein snilld, ótrúlega mikið af góðu fólki þar og hljómsveitin ,,Ölvun ógildir miðann” trillti lýðinn. Við tókum svo á því í bænum. Ég, Vera, Jóhanna, Ýmir, Jói, Villi og Siggi P skelltum okkur á Hverfis, stutt stopp þar en við tók dúndrandi dansstemning hjá Brósa á Prikinu..... mikið af myndum tekið, sem koma bráðlega og djammið endaði kl.08:15 eftir að brósi var búin að taka til og við komumst heim.

*Laugardagur* Þynnka, stúss með mömmu og vinnan.... Mikið að gera í henni, tók að mér að undirbúa árshátíð sem er seinna í mánuðinum, ég kemst samt ekki á hana :o( Tókum þó netta spilatörn í vinnunni. Búin um hálf tvö en þá tók við fínpússing svo ég gæti verið manna á meðal og skellti mér í partý á Rassgötu 6 til hennar Veru minnar. Margt um manninn og stuð á fólki. Stoppið var stutt því ég, Sigga, Jóhanna, Heiða og Jóhanna skelltum okkur í bæjinn...... á Dillon til krakkana, þaðan á Prikið og VÁ HVAÐ VAR MÁLIÐ með raðirnar í bænum. Kíktum á Celtic en nenntum ekki meir og fórum því bara á Devítos og svo skutlaði ég J-low heim...... stuðið búið um 4:30.

*Sunnudagur* Vaknaði rétt eftir að ég sofnaði til að opna sjoppuna kl.10. Dagurinn einkenndist af vinnu, leti, þreytu, meiri vinnu og svo matarboði um kvöldið. Ánægjulegt kvöld þar á ferð.

*Mánudagur* SKÓLINN BYRJAÐUR en skemmtó, er reyndar bara í skólanum þriðjudaga og fimmtudaga (kannski ég taki eitt fag á föstudögum). Ljúft líf þar á ferð.....Mágus komin á fullt, búin að hitta stelpurnar á nokkrum fundum og viti menn..... VÍSINDAFERÐ Í DIELOTTE OG PARTÝ MEÐ HR Í FÉLAGSHEIMILINU Á SELTJARNANESI Á FÖSTUDAG..... IDOL, ÓDÝR BAR OG ENDALAUS GLEÐI. Frítt fyrir þá sem eru í Mágusi og Visku en 500 kall fyrir aðra.... gjafaprís á fyrsta skóladjamm ársins og gleði með fullt af fólki..... endilega komdu með!!!

Engin ummæli: