sunnudagur, janúar 16, 2005

Eintóm gleði á föstudaginn....... en bara veikindi núna

Vísindaferð í Deliotte með félögum okkar í HR byrjaði með stæl á föstudaginn. Rosa fínt að sjá fullt af nýjum andlitum. Ótrúlegt en satt skellti ég mér á borð með HR gellum eins og Huldu og Ásu. Fínasta vísindaferð og gamanið rétt að byrja.

Félagsheimilið á Seltjarnanesi tók við og verð bara að segja ÓGEÐSLEGA VAR GAMAN.. Fáránlega mikið af fólki sem maður hitti og þekkti, mikið dansað og enn meira drukkið. Mágusargellurnar stóðu sig eins og hetjur á barnum en ég varð hirðljósmyndari Mágusar og held það hafi bara tekist ágætlega vel.

Mættir voru: NESU félagar með meiru, fullt af HR félögum eins og Ása, Telma, Hulda, Guðrún, Höddi og og og...... ekki gleyma HÍ fólkinu öllu, Guffi fær heiðursverðlaun fyrir að vera snilldar plötusnúður TAKK TAKK, eintóm gleði og bærinn tók við.

Ofurdrykkja fram eftir nóttu og viti menn nú er mín orðið lallinn......

En í tilefni gærdagsins langar mig að óska Huldu, Rögnu og Katrínu innilega til hamingju með 24 ára afmælið í gær og vona að þær hafi notið helgarinnar.!!!!


Engin ummæli: