laugardagur, janúar 29, 2005

TIL HAMINGJU FÆRSLAN......

Vil byrja á því að óska Elísabetu innilega til hamingju með 24 ára afmælið í gær..... og Telmu til lukku með 24 ára afmælið á þriðjudaginn.....en fyrst og fremst

MÍNUM ELSKULEGA BRÓÐUR innilega til hamingju að vera orðin viðskiptafræðingur!!! Útskriftin í dag og hörkustuð í kvöld..... allir þeir sem ætla að djamma, meet me down town. ;o)


föstudagur, janúar 28, 2005

Alltaf mikið að gerast!!!

Já ótrúlegt en satt, þá flýgur tíminn bara frá manni. Búin að vera í skólanum, vinnunni, undirbúa árshátíð Aktu Taktu, undirbúa Mágusartíðindi og síðast en ekki síst breyta síðunni!

Fréttir vikunnar eru;

Haldiði ekki að ég sé komin í vitna einhvað hjá löggunni fyrir að hafa afgreitt mann á þriðjudaginn, sem fannst svo áfengisdauður inn í bílnum sínum fyrir utan Aktu Taktu.

Jónas og Tulla fengu fyrstu íbúðina sína afhenta og eru á fullu að gera allt fínt.... TIL HAMINGJU SKÖTUHJÚ

Ég veiktist og er búin að vera veik síðan á miðvikudag, vonandi lagast ég fyrir helgina, Jónas er að útskrifast..........já en ekki meira í bili, hvernig líst ykkur svo á breytingarnar á síðunni minni. Látið ljós ykkar skína ;o)


mánudagur, janúar 24, 2005

HM - HM - HM - HM Í TÚNIS...... ÞVÍLÍK GLEÐI

Gleymdi að minnast á hvað það er æðislegt að horfa á handbolta. HM í Túnis er byrjað, svo sjónvarpsglápið er byrjað.

Leikurinn við Tékka endaði ÆÐISLEGA..... Ótrúlegt hvað strákarnir spiluðu hræðilega fyrstu 40-45 mínúturnar og komust undir 20-29. Er það bara ég eða... klúðraði Dagur Sigurðsson meira en margur annar? Einhvað hefur maðurinn til að bera fyrirliðatitilinn.... en verð þó að segja að ekki sést það á vellinum.

Eftir ótrúlega hraðan hjarslátt, væg taugaáföll við glápið, gleði og sorg, öskur og illyndi náðu strákarnir að jafna 34-34!!!! Snilldarleikur þar á ferð, hlakka til að horfa á leikina þriðjudag og miðvikudag kl 19:15.

Kveðja...... sella handboltagella!


Pistill helgarinnar ;o)

* Vinnuhelgi
** Fínasta vísindaferð í Vífilfell
*** Idol gláp og listakynning Vöku.... X-VAKA
**** Sveittur og ljúfur Nonnabiti í tilefni helgarinnar
***** Heimboð til Jóhönnu Rutar, Stella Artois í hönd, Bailey´s
**** Tjútt með Siggu, Veru, Jóhönnu 1 og 2, Benný og Elvu, óskalögin á fóninum
*** Bærinn þræddur... Ari í Ögri, Hverfis, Celtic og Prikið, mikið drukkið, m.a
** Bjór, Breezer, meiri bjór, töfrateppi, annað staup og já fullt af vatni.
* Heimkoma eftir skemmtilegt spjall á Prikinu og BSÍ stoppi kl 7:45

.... Helgin einkenndist því miður ekki af því sem ætti að vera, lofa að byrja að læra bráðlega!!!

föstudagur, janúar 21, 2005

STÓR DAGUR Í LÍFI MÍNU......

Já fyrir þá sem ekki vita þá tókst mér að fá stöðumælasekt upp á 1500 kall í dag.

Í dag er ég búin að vinna 3 ár í Bitabæ/ Aktu Taktu og í tilefni dagsins, lét ég loksins verða af því..... ÉG SAGÐI UPP HJÁ ÞESSU HEL******* FYRIRTÆKI

þrefallt húrra fyrir mér..... annars gengur lífið hinn vanagang. Skólinn á fullu, vinna um helgina og vísó í Vífilfell á morgun auk þess sem ég vil minna á bóndadaginn......karlmenn innilega til hamingju með daginn!!!!

Góða nótt, kveðja Sella ofurhetja ;o)


þriðjudagur, janúar 18, 2005

Congratulation...... Sigga

Já haldiði ekki bara að ástkæra og yndislega vinkona mín hún Sigga (er í miðjunni á myndinni)sé orðin BIG 25 og að því tilefni langar mig til að óska henni innilega til hamingju með afmælið.

Sigga mín í leiðinni langar mig til að þakka þér fyrir allt gamalt og gott frá fyrsta degi lífs míns.... ó mæ hvað við höfum þekkst lengi. Sjáumst hressar á ,,mini" skralli á Vegó í kvöld

enn og aftur til hamingju...... 25 ára skvísa


MYNDIR, MYNDIR OG MEIRI MYNDIR....

Já ótrúlegt en satt, það eru nýjar myndir á síðunni. Endilega verið ekki hrædd og kíkið á myndirnar hér til hliðar og ekki spara sköpunargáfur ykkar á commentalistanum.

Myndirnar eru frá: Magnaðri NESU ferð, þrettándagleði Heimdallar og endalausri gleði í partý Mágusar og HR seinasta föstudag.

NJÓTIÐ.... þar til næst veriði bless, ekkert stress.... JÁ ÉR ER ORÐIN HRESS ;o)


mánudagur, janúar 17, 2005

Allt á uppleið..... eða vonum það!!

Allar einkunnir komnar í hús og viti menn náði 5 prófum og féll í 1 :o(

Má samt alveg vera MJÖG ánægð með þetta þar sem meðaleinkunn þessarar annar var 7,4.

Ekki verra heldur að ég er bara að lagast öll og hætt að verða veik.

Því bara eintóm gleði og hamingja..... sjáumst hress og kát sem fyrst!!!


Golden Globe nr. 62 þvílíkt og annað eins sjónvarpsgláp

Búin að vera lasin síðan á föstudag og sofið endalaust mikið síðan þá.... sólarhringurinn gjörsamlega snúinn við og því tilvalið að horfa á Golden globe í nótt.

Fyrir áhugasama hrepptu eftirfarandi aðilar verðlaun:

Jamie Foxx fyrir túlkun sína á Ray Charles þekkta blinda tónlistarsnillinginum

Robin Williams heiðursverðlaun fyrir leikferil sinn í myndum eins og: Birdcage, Insomina, Good morning Vietnam, Good will hunting, Patch Adams og snilldarmyndina Mrs Doubtfire.

Leonardo Decaprio besti leikarinn í myndinni The Aviator sem jafnframt var besta drama myndin.

Besta tv serían var svo Desparate housewives.

Jagger átti besta lagið í myndinni Alfie - með mega sæta gaurnum honum Jude Law.

og margt annað skemmtilegt þarna á ferð....... fullt af flottu og sætu fólki eins og : Jude Law, Orlando Bloom, Halle Berry og Johnny Depp .....ómílí god hvað þau eru flott!!!!!

kk

sunnudagur, janúar 16, 2005

Eintóm gleði á föstudaginn....... en bara veikindi núna

Vísindaferð í Deliotte með félögum okkar í HR byrjaði með stæl á föstudaginn. Rosa fínt að sjá fullt af nýjum andlitum. Ótrúlegt en satt skellti ég mér á borð með HR gellum eins og Huldu og Ásu. Fínasta vísindaferð og gamanið rétt að byrja.

Félagsheimilið á Seltjarnanesi tók við og verð bara að segja ÓGEÐSLEGA VAR GAMAN.. Fáránlega mikið af fólki sem maður hitti og þekkti, mikið dansað og enn meira drukkið. Mágusargellurnar stóðu sig eins og hetjur á barnum en ég varð hirðljósmyndari Mágusar og held það hafi bara tekist ágætlega vel.

Mættir voru: NESU félagar með meiru, fullt af HR félögum eins og Ása, Telma, Hulda, Guðrún, Höddi og og og...... ekki gleyma HÍ fólkinu öllu, Guffi fær heiðursverðlaun fyrir að vera snilldar plötusnúður TAKK TAKK, eintóm gleði og bærinn tók við.

Ofurdrykkja fram eftir nóttu og viti menn nú er mín orðið lallinn......

En í tilefni gærdagsins langar mig að óska Huldu, Rögnu og Katrínu innilega til hamingju með 24 ára afmælið í gær og vona að þær hafi notið helgarinnar.!!!!


föstudagur, janúar 14, 2005

Ég get svo svarið það.....

- Heimsótti Rakel og Helenu Ósk í gær og ó mæ god...... hvenrig er hægt að vera svona lítill og sætur. Algjör kokteill af Rachy og Hansa dökkhærð dúlla með brún augu. Pælið meira að segja í því hún er svo lítil og nett að föt nr. 50 eru of stór.

- Heljarinnar partý hjá HÍ og HR á morgun, hand viss um að það verði hörkufjör. Vísindaferðin í Dielotte fylltist á methraða og spennan í loftinu er gífurleg. Vonast til að sjá sem flesta.

- Var í saumó hjá versló gellunum og ótrúlegt bráðum 4 ár síðan við útskrifuðumst og erum enn að hittast....... það sem meira er það er alltaf nýtt slúður í hvert sinn. Skemmtilegt það. Ótrúlega gaman að hitta loksins allar gellurnar, það hefur ekki gerst síðan í sumar.

- Skólinn byrjaður á fullu, óheppin að vera í 2 árekstrum. Svona er að vera sauður og geyma fög af 1&2 ári..... en þetta reddast. Kennarar byrjaðir á fullu að setja fyrir og enn vantar 3 einkunnir í hús..... ekki skemmtilegt það.

Bíst þó við 2 á morgun, því er bara spurningin um að syrgja með mér eða gleðjast óendanlega í partýinu á morgun...

PS. fyrir áhugasama eru komnar vel ritskoðaðar NESU myndir frá Finnlandi, Eistlandi og Danmörku. Leyfi þeim að tala sínu máli. Heimdallapartýis myndirnar koma um helgina (get ekki núna vegna tæknilegra örðugleika).


þriðjudagur, janúar 11, 2005

PARTÝ, PARTÝ, PARTÝ..... allt að gerast!!!

Já helgin var fljót að líða og mjög skemmtileg. Jólin bara fokin frá okkur og allt of langt í þau næstu.

*Föstudagur* Vinnan kallaði en um fimmleytið fékk ég að hlaupa út til að redda bjórnum fyrir hið magnaða Heimdallarpartý í Valhöll. Ég og Stella fórum svo í skreytingarleiðandur, sem endaði í rugli, við misstum okkur alveg settum upp dúka, broskalladúk á veggina og blésum endalaust upp af blöðrum. Partýið var hrein snilld, ótrúlega mikið af góðu fólki þar og hljómsveitin ,,Ölvun ógildir miðann” trillti lýðinn. Við tókum svo á því í bænum. Ég, Vera, Jóhanna, Ýmir, Jói, Villi og Siggi P skelltum okkur á Hverfis, stutt stopp þar en við tók dúndrandi dansstemning hjá Brósa á Prikinu..... mikið af myndum tekið, sem koma bráðlega og djammið endaði kl.08:15 eftir að brósi var búin að taka til og við komumst heim.

*Laugardagur* Þynnka, stúss með mömmu og vinnan.... Mikið að gera í henni, tók að mér að undirbúa árshátíð sem er seinna í mánuðinum, ég kemst samt ekki á hana :o( Tókum þó netta spilatörn í vinnunni. Búin um hálf tvö en þá tók við fínpússing svo ég gæti verið manna á meðal og skellti mér í partý á Rassgötu 6 til hennar Veru minnar. Margt um manninn og stuð á fólki. Stoppið var stutt því ég, Sigga, Jóhanna, Heiða og Jóhanna skelltum okkur í bæjinn...... á Dillon til krakkana, þaðan á Prikið og VÁ HVAÐ VAR MÁLIÐ með raðirnar í bænum. Kíktum á Celtic en nenntum ekki meir og fórum því bara á Devítos og svo skutlaði ég J-low heim...... stuðið búið um 4:30.

*Sunnudagur* Vaknaði rétt eftir að ég sofnaði til að opna sjoppuna kl.10. Dagurinn einkenndist af vinnu, leti, þreytu, meiri vinnu og svo matarboði um kvöldið. Ánægjulegt kvöld þar á ferð.

*Mánudagur* SKÓLINN BYRJAÐUR en skemmtó, er reyndar bara í skólanum þriðjudaga og fimmtudaga (kannski ég taki eitt fag á föstudögum). Ljúft líf þar á ferð.....Mágus komin á fullt, búin að hitta stelpurnar á nokkrum fundum og viti menn..... VÍSINDAFERÐ Í DIELOTTE OG PARTÝ MEÐ HR Í FÉLAGSHEIMILINU Á SELTJARNANESI Á FÖSTUDAG..... IDOL, ÓDÝR BAR OG ENDALAUS GLEÐI. Frítt fyrir þá sem eru í Mágusi og Visku en 500 kall fyrir aðra.... gjafaprís á fyrsta skóladjamm ársins og gleði með fullt af fólki..... endilega komdu með!!!

mánudagur, janúar 10, 2005

Ársspáin mín fyrir 2005..... spurning er gott að vera VOG?

Stjörnuspekilegt tákn þitt er vog sem kona heldur yfirleitt á og stendur fyrir jafnvægi (samvinnu, réttlæti og sanngjörn lög). Vogin er sjöunda merkið í dýrahringnum, stöðugt loft. Örlögin ráða ríkjum árið 2005 þegar stjarna vogar er skoðuð.

Atburðir framtíðar munu koma þér ánægjulega á óvart þar sem framtíðin færir þér vissulega betri tíma. Þegar þú ert heil/l gefur þú og það veitir þér gleði. Það er kærleikur. Janúar sýnir þig tvístígandi. Þú virðist vera á báðum áttum um öll mikilvægustu málin í lífi þínu en þegar þú ákveður að byrja á að takast á við veröldina eins og hún er en ekki eins og þú vilt að hún sé þá nærðu áttum svo sannarlega.

Þér reynist einstaklega auðvelt að ná félagslegum böndum og leyfir þér að sýna á þér jákvæða hlið sem lítt hefur sést undanfarið ár (2004). Þú hefur að sama skapi mjög gaman af veisluhöldum árið framundan og ferð mikið út.

Þú getur endalaust rætt um helstu áhugamál þín: listir, fólk, félagsfræði, fegurðina siðfræði og fleira merkilegt. Þér er mikið í mun að lynda vel við fólkið þitt en í maí lendir þú í einhverskonar þrætum vegna hugsjóna þinna (starf) og ert því vöruð/varaður við að gerast þrætugjörn/-gjarn í byrjun sumars.

Hamingja þín styrkir vissulega og glæðir líf þitt og þeirra sem skipta þig máli. Leyfðu hlutunum að vaxa og bera góða ávexti árið 2005.

Svei mér þá...... ef þetta ár lítur bara ekki asskoti vel út, það sem búið er af því hefur verið frábært!!!!!!


miðvikudagur, janúar 05, 2005

BYRJUM ÁRIÐ Á FJÖRI OG HÖLDUM KÆRULEYSINU ÁFRAM!!!

Gleðilegt árið og takk æðislega fyrir allt..... núna er árið bara byrjað á fullu og ALLT ROSALEGA FÍNT!

Nýársfögnuður þar sem skálað var í Cosmopolitan, Stella drukkin, eplasnafs og ofurölvi á Prikinu með crewinu. Afkvæmabandið fær innilegar kveðjur fyrir snilldar kvöld. Jónas stóð sig vel í dyrunum en tökum á því þegar brósi útskrifast sem viðskiptafræðingur.

Allt komið á fullt í Heimdalli, Mágusi og Vinnunni. Tróð mér í að skipuleggja árshátíð fyrir vinnuna og kemst svo ekki sjálf ;o(

Við Mágusargellurnar hittumst áðan og svei mér þá..... bara hörkuskemmtileg önn framundan, vísó, bjórvissuferð, poolmót, árshátíð, mágus-orator og fleira..... snilldarfjör

Heimdallur kemur líka sterkur inn og byrjum við á því að fagna þréttándanum með teiti í kjallara Valhallar kl.21. Þar mun vera skemmtileg live tónlist, ódýrir drykkir og eintóm hamingja. Endilega látið sjá ég get ekki beðið eftir að tjútta með ykkur.

En ekki meir í bili..... lofa fullt af myndum inn á síðuna á næstunni!!!