þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Still alive ;) but lousy blogger

Síðastliðna daga hefur lítið á daga mína drifið nema vinna, ritgerðaskrif og veikindi. Nældi mér í einhverja helvítis pest og lág því hérna heima og vorkenndi sjálfri mér í nokkra daga. Gat þó nýtt tímann í yndislega ritgerð í B2B Marketing þar sem ég ákvað að skrifa um "hvers vegna kynningarmál skipta máli, þegar við kemur að auka virði (value creation) fyritækis".

Það var svo mikill léttir í dag þegar ég hoppaði inn á skrifstofu og skilaði lokaritgerðinni - núna er bara að bíða og sjá hvernig kennurunum líst á meistarverkið ;)

Í gær var svo merkisdagur hér á RBG - því Gyða Mjöll skilaði mastersritgerðinni sinni í umhverfis verkfræði....fyrir áhugasama var heiti verkefnisins "Urban Stormwater Runoff Pollution Control" - sama hvað það nú er, enn ég veit ekki neitt heheheh. Að gefnu tilefni ætlum við skvísur í RBG kommúnunni að snæða íslenskt lambalæri með tilheyrandi, spila, kjafta og hafa það notalegt.

Svo á morgun þarf ég að vakna úbersnemma - eiginlega þegar það er nótt ennþá því förinni er heitið til Kolding í studytrip með valfaginu mínu Fashion and Luxury Industry og erum við að fara að heimsækja Kolding Designschool, hitta þar nemendur og gera verkefni með þeim - hljómar ekkert smá spennandi.... eina leiðinlega við morgundaginn er það að Gyðan mín ætlar að yfirgefa mig og flytja heim til Íslands. Hún kemur þó aftur í lok nóvember til að verja svo við náum vonandi quality móment saman þá ;)

En ekki meira að sinni elskurnar mínar, þarf að fara að brúna kartöflur, klára sósuna og taka á móti gestum.

Lifið heil, kveðja úr námsmannakreppunni í Köben ;o)

2 ummæli:

Stella sagði...

Námsmannakreppunni hvað, þú varst að borða brúnaðar kartöflur og lambalæri!!!
Hvers vegna ertu ekki í námi í London góða mín?? ég hefði getað komið í mat.
Lov jú vonandi var dagurinn ÆÐI

Sella sagði...

hahaha já elskan mín kreppumaturinn var algjört æði.... og treystu mér ef ég væri í London hefður þú að sjálfsögðu verið að snæða þetta læri með mér ;)

Enn study tripið til Kolding var algjör snilld, blogga um það á morgun ef ég nenni...