mánudagur, nóvember 17, 2008

Dagur íslenskrar tungu....

Fyrir áttatíu og átta árum fæddist yndisleg kona í þennan heim - hún amma Sigga heitin. Ég þori að fullyrða það að hún hefði álíka stolt of við hinir fjölskyldumeðlimirnir voru í kvöld þegar Edduverðlaunin 2008 voru veitt á þessum merka degi - DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU ;O)

Ég fylltist stolti þegar Eddan var veitt í flokki heimildamynda, því Kjötborg búðin hans pabba og Stjána frænda var valin besta myndin í þessum flokki!

BARA GAMAN ;O) - svo ég vitni í Helgu Rakel þegar hún tók við verðlaununum: "skál fyrir SAMHELDNI, skál fyrir STÓRUM HJÖRTUM, og skál fyrir MARGBREYTILEIKA".

4 ummæli:

Stella sagði...

TIL HAMINGJU djöfull vissi ég að þetta kæmi á réttan stað. Er þetta ekki líka bara framtíðin?
Rosalega langar mig að sjá myndina getum við séð hana um jólin?

Sella sagði...

Heyrðu já ótrúlega gaman að þessu! Spjallaði við múttu og hún var búin að heyra eitthvað í umræðunni að myndin yrði ef til vill í jóladagskrá Sjónvarpsins á þessu ári. Hef ekkert fyrir mér í þessu en það væri náttúrulega bara gaman ef svo væri.

Hlakka að minnsta kosti til að koma í búðina um jólin, fara á jólaglöggið, merkja grænu bauna dósir, kæla malt og applesín og komast í jólagírinn...hann kemur svo sannarlega ekki fyrr enn það allt er búið hehe!!

Unknown sagði...

Æðislegt.... ótrúlega gaman að Kjötborg vann verlaunin. Ég vona svo að ég eigi eftir að sjá þessa mynd eitthvern daginn og það væri ekki leiðinlegt ef það verður núna um jólin.

Annars hlakkar mér svo til jólana, við verðum að vera duglegar að hittast sæta mín.

Luv
Kata og co í Sweden

Nafnlaus sagði...

Frábært að Kjötborg skildi fá verðlaunin enda er þetta yndisleg mynd!!! Til hamingju.... ;)
kv.Ásta María