fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Kraftur í kellu!

Þótt ég segi sjálf frá þá hef ég verið ágætlega dugleg síðustu daga í jólastússi....það er komin nýr playlisti á ipodin og jólalögin því í fullu blasti hér á RBG. Í kvöld tókst mér svo að klára að föndra öll jólakortin og skrifa þau ;) svo núna er komin pressa á ykkur félagar...hehe þig getið sent mér mín jólakort hingað heim til Köben eða heim til Íslands:

Rudolph Berghs Gade 34, 2100 Köbenhavn Ö eða
Álfaland 5, 108 Reykjavík

Heheh....svo höfum við jólaálfarnir á RBG planað nokkra atburði á næstunni. Við ætlum að byrja að baka jólasmákökur um helgina, konfektgerð er á næstunni auk þess að litlu jól RBG verða haldin hátíðleg, með dönsku ívafi, þann 29.nóvember ;o) Vá hvað þetta verður gaman.

Á morgun er það hinsvegar julefrokost með bekknum - verður farið á einhvern stað með 3ja rétta máltíð og læti. Mikið verður gaman að chilla aðeins með bekknum og jafnvel fá sér í aðra tánna hehe.

Á föstudaginn er svo aktivitetsgrubben Bergur að fara að hittast - ætlum að elda saman og hafa spilakvöld. Gústi og Björg ætla að mæta, alltof langt síðan ég hitti þau svo það er bara gaman.

Annars gengur skólinn og vinnan sinn vanagang. Vinna á morgun og nóg að gera í skólanum. Skrítið að þessi önn sé bara að klárast - bara nokkrir tímar eftir og svo próf/verkefni og munnleg próf.

En ekki meira í bili elskurnar mínar - hafið það sem best og það væri ánægjulegt að vita hver les þessa þvælu mína - því mér líður eins og ég tali við sjálfan mig og skrifi til Stellu heheh ;o)

5 ummæli:

Stella sagði...

Ja thu veist amk ad eg les thig eins og alltaf :) Thurfti vist ekki ad lata thig vita skvis.
Jolakortin eru ad vera buin hja mer, eg er amk buin ad skrifa thitt.

Nafnlaus sagði...

Sælar skvís:-)
Ég kíki alltaf reglulega til að sjá hvernig lífið gengur í Köben.
Svaðalegur kraftur í ykkur í Danaveldi!
Rétt tæpar þrjár vikur í erfingjann hérna megin og rétt rúmar þrjár vikur í að jólaprófin klárast....ég held að jólakortin verði bara nýárskort í ár;-)
kv.Elín

Nafnlaus sagði...

alltaf svo kósý á RBG :) það vantar ekki kraftinn í Selluna þegar það kemur að jólastússi :)

Knús frá Kagså :)
Þórunn Katla og co

Nafnlaus sagði...

Ég verð að fara að hætta að lesa facebookið og bloggið ykkar köbenbúa... er að DEYJA úr öfund og sakna þvílíkt þessa kósítjills og jólahygge sem hefur verið síðustu 2 ár þegar ég bjó úti... Einhvern veginn er þetta aldrei eins hér því allir eru svo uppteknir og stressið alltaf meira. Hefur t.d.mikið verið reynt að fá okkur 4 vinkonurnar til að hittast íkonfektgerð - við kannski náum því fyrir jól ef allir leggjast á eitt að aflýsa öðrum plönum hehe! En ætla að vinda mér í konfektbækurnar og grafa upp góðar uppskriftir fyrir ykkur! Knús á línuna og miss ya. Ingibjörg

Sella sagði...

Hehe já Inga mín skelltu þér bara til okkar, ég skal gera konfekt með þér...Takk fyrir emailið með konfektgerðar ráðum - þau verða bókað notuð!

En annars veit ég alveg hvað þú átt við - stressið og það að þurfa að vera allsstaðar, öllum stundum fer með okkur elskulegu Íslendingana. Því er bara best að koma í kósý Köben chilið mín kæra!

Kossar og knús frá Köben