TIL HVERS AÐ TAKA TAXA Á DJAMMIÐ ÞEGAR MAÐUR GETUR HJÓLAÐ ;o)
Átti mjög svo skemmtilegt gærkvöld í gær með Tótu, Telmu og Gyðu. Sátum hér og sötruðum hvítvín og borðuðum íslenska osta.... þegar við ákváðum að kíkja í bæinn var ákveðið að reyna að ná í taxa, sem gekk alls ekki vel!
Því var málið leyst með hjólaferð á Sankt Hans Torv í cocktail og á Barcelona í mjög svo spes stemningu á dansgólfinu þar. Því voru luktirnar bara settar á hjólin og skundað á Borgarkroen þar sem Telma hrisstir vananlega koktaila og afgreiðir Hoff (Carlsberg). Eitt staup var tekið þar, en aðal markmiðið var að sjá Matthew McConaughey look a like! Hann var ekki á svæðinu svo við hjóluðum í átt að Strikinu og mikið er nú gaman að geta brunað það á hjóli um miðja nótt - hehe
Kvöldið var mjög svo skemmtilegt og var kíkt á Irish Rover og Viking í eintóma gleði! Eina sem að klikkaði að klukkan breyttist um kl. 2 um nóttina og þar af leiðandi misstum við einn klukkutíma hehe!
En núna tekur við lærdómur og meiri lærdómur við.... próf eftir alltof stuttan tíma ;o) En lifið heil mín kæru og sjáumst hress, ekkert stress, BLESS BLESS
sunnudagur, mars 30, 2008
þriðjudagur, mars 25, 2008
UMHUGSUNARVERT...... Hvað er eiginlega að gerast á klakanum?
Fangageymslur fullar í Reykjavík - aðfaranótt páskadags!
Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt páskadags og voru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Mikið var um útköll vegna ölvunar, hávaða og slagsmála. Einn var fluttur á slysadeild eftir slagsmál í heimahúsi við Miklubraut í gærkvöldi og er einn í haldi lögreglu vegna þess máls.
Þá voru fjórir menn í haldi lögreglu vegna húsbrots og líkamsárása í Breiðholti um miðjan dag í gær. Talið er að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla hefur enn ekki haft uppi á fleiri mönnum vegna málsins. Athyglisvert er að fangageymslur voru fullar og voru allir þeir sem færðir voru í fangageymslur af ÚTLENDINGAR!!
...Verð nú bara að viðurkenna að mér finnst þetta ekki sniðug þróun
Las þetta einmitt líka á mbl.is
Pólsk glæpagengi herja á löghlýðna Pólverja sem búa hér á landi, kúga þá og beita þá ofbeldi og að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins. Var þetta haft eftir þeim, sem urðu fyrir fólskulegri líkamsárás í húsi í Breiðholti síðdegis í gær. Lögreglan staðfesti þessar frásagnir við Sjónvarpið. Haft var eftir einum hinna slösuðu, að hann hefði verið að horfa á sjónvarpið þegar maður kom inn og byrjaði að berja hann. Sagðist hann ekki vita hver ástæðan fyrir árásinni hefði verið..... kannski einhvað gruggugt við þetta en ekkert grín að það sé ráðist inn á heimili með exi, hafnaboltakylfum og kúbeinum!
Hvað segið þið um þetta??
sunnudagur, mars 23, 2008
MISSION COMPLETE ;o)
Jæja góðir hálsar - GLEÐILEGA PÁSKA og vonandi eruð þið búin að borða nóg af páskaeggjum og hafa það huggulegt í dag. Ég er sem sagt stödd á Íslandi en ég mætti á klakann síðasta þriðjudagskvöld. Ástæða þess var að yndislegi frændi minn Kalli var að fermast og ekki hægt að missa af því. Ákvað hins vegar að láta hann og Laufeyju frænku (múttuna hans) ekki vita af því og mætti því óvænt í fermingaveisluna hans í gær upp á Akranes. Leyndarmálið náðist mjög svo vel og grunuðu mæðginin ekki neitt ;o) Bara gaman - þau störðu bæði á mig og svo bara: "Bíddu Sella, þú ert hér...ekki í Köben" hehe bara gaman.
Reyndar vorum ég og mútta nánast búnar að komast upp um heimkomu mína nokkrum sinnum, en mamma náði að spyrja Laufeyju spjörunum út þegar hún átti leið í bæjarferð svo ég myndi ekki rekast á hana! Einnig náði ég að svara símanum einu sinni heima og um leið og ég svaraði sá ég að það var frænkan mín kæra að hringja svo ég hljóp um allt hús til að láta mömmu fá símann svo hún fattaði ekki að ég væri hér - hehe hún hélt bara að heimasíminn væri eitthvað bilaður! Ég fór í dýrindis kaffiboð til Sigrúnar á föstudaginn langa og þegar ég kom heim aftur - þá á ég það mikið til að kalla "Hæ - ég er komin" þegar ég mæti og mútta krútta vissi það mæta vel svo hún æpti upp yfir sig "LAUFEEEEYYYYYY" þegar ég kom inn enda var hún að spjalla við hana í símann. Frænkan mín kæra grunaði ekki neitt svo það var óvenju ánægjulegt að mæta og hitta alla famelíuna í gær, systkini múttu, afa og ömmu, frændur og frænkur og ekki verra að fá dýrindis kræsingar og spila páska bingó!
En elsku páskaungarnir mínir nær sem fjær- njótið dagsins og við sjáumst sem fyrst!
mánudagur, mars 17, 2008
Lífið leikur við mann - en ekki íslenska krónan!
Síðustu vikur hafa verið einstaklega ánægjulegar í alla staði og margt verið brallað:
* Tinna Sif og Guðrún komu í heimsókn
** Farið út að borða
*** Verslað, dansað, djammað og sungið
**** Kíkt í Zoologiske have - mikið af skemmtilegum dýrum
***** Matarboð hjá Gyðu og Kidda
**** Spilakvöld og matur með Kötu, Tótu, Telmu og Gyðu
*** Óvæntur næturgestur á RBG 34
** Endalaust fjör og nóg að gera
* Afmæli og fjórir gestir frá Íslandi í gistingu
....já sem sagt bara margt margt búið að gerast og enn meira framundan - góðir tímar nema nokkur RISASTÓR TÁR vegna íslensku krónunnar og mesta gengisfalli sem orðið hefur!
Kíkið á þetta: GENGISFALLIÐ Á KRÓNUNNI
Danska krónan orðin FOKKING 15,97 krónur.....
föstudagur, mars 07, 2008
Síðastliðin vika frá A-Ö eða næstum því....
Frá því á fimmtudag í síðustu viku hefur mikið og margt verið brallað. Við hittum Ingibjörgu í brunch þar sem skvísan var í borginni. Telma kom og joinaði okkur ákváðum við vinkonurnar að kíkja smá í búðir. Eftir kveðjustund okkar við Ingu sem var að flytja aftur heim til Íslands gerðu við bestu kaup helgarinnar. STÆRSTU SÓLGLERAUGU sem ég hef séð! Líkt og myndirnar sýna þá skemmtum við okkur mjög vel í koktailum á MexiBar þetta kvöldið.
Föstudagurinn var tekinn mjög snemma enda var skipulögð ferð til Malmö með systrum múttu – Eygló og Fanneyju. Ég og Jóhanna vorum frekar ryðgaðar að koma okkur af stað en sem betur fer fórum við og Malmöferðin var hin besta. Mikið verslað, chillað á kaffihúsum og haft það huggulegt. Eftir góðan dag kvaddi ég frænkur mínar og við skunduðum heim á leið. Telma æði kom eftir stutta stund með pizzu og við tók smá drykkja og svo bæjarrölt. Rólegar kíktum við milli staða en viti menn það rættist heldur betur úr kvöldinu eftir að sólgleraugun voru sett upp og kynntumst við þremur íshokkígaurum, Marcus, Paul og Jukka-Pekka ;o) Kvöldið endaði í trúbadorsöng á Strikinu og frábærri skemmtun fram undir morgun.
Laugardagurinn var svo tekin í sjopperí og brunch á Café Zyrop... Fyrirhugað var út að borða um kvöldið og varð Italiano fyrir vainu. Tre amigos “Telma,Sella&Jó” vorum svo búnar að lofa að hitta íshokkístrákana aftur. Þeir hringdu til að tryggja að við skemmtilegu íslensku píur mættum á svæðið og viti menn þegar við mætttum var allt HOCKEYLIÐIÐ MÆTT – um 15 strákar. Þarf varla að segja meira en að við kynntumst fullt af skemmtilegum strákum og sólgleraugun vöktu mikla lukku. Enduðum meira að segja á því að selja þau ;o) hehe Einnig náðum við að ljúga að við værum með þau því við værum coworkers at BeeMovie...bara skondið.
Sunnudagurinn var söndagsåben og því skundað í Fields...þreytan sagði svolítið til sín svo við vorum fljótar aftur heim í kot og kvöldið tekið í videógláp, kjaftaskap og nammi nammi nammiát og chill. Jóhanna takk æðislega fyrir frábæra helgi og megi hún LENGI LIFA....OG MYNDRNAR LÍKA
Síðustu daga hef ég þó legið heima með einhvern slappleika og viðbjóð. Hef þó reynt að læra, slappa af og njóta félagsskapar frá Tótu og Hrefnu. Telma kom líka í gær og eldaði fyrir okkur dýrindis fajitas ;o) elskan þú ert ávallt velkomin hehe
Loksins er ég búin að ná mér að slappleikanum enda ekki seinna vænna – Tinna Sif frænka og Guðrún vinkona hennar koma í hádeginu á morgun ;o) Helgin því frekar plönuð í skemmtilegheit, girly things like cocktails, shopping and fun...hlakka bara til, eigið góða helgi og endilega kíkið á 5 NÝ MYNDAALBÚM FRÁ MÉR!!!
Birt af Sella kl. 12:35 f.h. 6 ummæli
þriðjudagur, mars 04, 2008
GESTABÓKAR FÆRSLA.....
Elsku Sella og Co. 2. mars 2008
Takk kærlega fyrir mig. Klárlega ein BESTA helgi ever!!!
Flott sólgleraugu, sætir strákar, drykkja og allt of mikið fjör.
• Skal vi knylle på luftmatrace!!!
• The makers of Beemovie!!
• Rida Rida, æ what the fuck, jeg synes du er røv lækker.
Fuck of and die, fardu í rassgat.
Stubbaknús, Jóhanna
Sjáumst í JÚLÍ :o)
Svona hljóðaði fyrsta færslan í gestabók okkar á Rudolph Berghs Gade. En ég ákvað að fjárfesta í henni til fá alla góða gesti til að kvitta fyrir komu sína í kotið. Annars er allt gott að frétta....ein mesta snilldar helgi búin og Jóhanna vinkona farin aftur til Íslands :o( Frekari ferðasaga og skemmtilegar myndir koma á næstu dögum!!