mánudagur, febrúar 04, 2008

Bolludagurinn ógurlegi og bolludagskaffið mikla á RBG 34

Bolludagurinn í dag og má svo sannarlega segja að við höfum tekið honum hátíðlega. Vatnsdeigsbollur með tilheyrandi og fiskibollur í kvöld bara - orðin eins og ein stór rjómabolla! Þó aðallega vegna þess að við tókum rækilega forskot á sæluna og buðum 20 manns í bolludagskaffi á sunnudaginn. Bökuðum um 80 bollur með fjórum mismunandi fyllingum og á toppinn fór jafnt hvítt eða suðusúkkulaði ásamt glassúr og kökuskrauti ;o)

Allir sem að mættu voru yfirsig hrifnir og má segja að við höfum borðað yfir okkur. Sem betur fer gerði Hrefna snittur og heita brauðrétti svo sykursjokkið var ekki eins hræðilegt!!

Var að uploada fullt af nýjum myndum inn á public.fotki.com/Sella - held 5 ný myndaalbúm og að sjálfsögðu nokkrar myndir með til að sýna stollt okkar Tótu við baksturinn. Endilega kíkið og mikið þætti mér gaman að fá nokkur komment eða svo....því svo virðist sem fólk kíki hingað inn en ekki veit ég hver það er!!

Bless í bili

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey bebíkeiks... sakna þín allt of mikið... alveg sammála verð að fara að negla niður dagsetningu fyrir heimsókn til þín... Verðum í bandi fljótt...
Lúv

Nafnlaus sagði...

hellú skvís og takk fyrir afmæliskveðjuna :)
vá skemmtó myndir ekkert smá flottar bollur hjá ykkur :)

kv.Anný ellismellur hehe ;)