Funny day...
Dagurinn i dag er búin að vera hinn ágætasti. Eva Ösp og Þórunn Katla buðu mér með í girslday í Amagercenter þar sem að sumir misstu sig meira en aðrir í búðum ;o) hehe nefni engin nöfn.... Eftir búðarráp og skemmtilegheit í mekka Amager lá leið okkar út í óvissuna sem endaði í þessari stórskemmtilegu bæjarferð í Dragør. Bara fyndið bæjarfélag og fullt af litlum krúttaralegum húsum, sæt höfn og fyndnasta litla biograf sem ég hef séð!! Á heimleiðinni heimsóttum við Ishavsfisk sem er íslensk/færeysk fiskbúð á Amager og gera þau gott betur en það því þar fást t.d. Ora grænar baunir, skonskur, flatkökur, blóðmör og pítusósa og fjárfesti hún frænka mín nánast í þessu öllu.
Ég er nú hjá Kötu að passa Jónínu Margréti og var erfiðara að komast hingað en oftast....Eva og Þórunn buðu mér að sitja í frá Østerbro til Vanløse, sem vildi ekki betur til að ég þurfti að taka lestina frá Herlev til Kötu og þeirra....fyrir þá sem ekki vita þá er þetta álíka gáfulekt og ég byggi í Breiðholtinu væri að fara að passa i Mosó en yrði skutlað til Hafnarfjarðar ;o) hehe bara ógeðslega fyndið.
Kvöldið er búið að vera það ánægjulegasta, High School Musical 2 í DVD á meðan við lituðum einar 3 myndir og lásum svo eina bók um Dadda litla í The Incredibles ;o) Jónína er nú sofnuð og ég vafra um á netinu.
Skóli á morgun kl.9 og í hádeginu mæta mínar ástkæru vinkonur Sigga og Jóhanna Ruth á svæðið - get ekki beðið. Náum skemmtó dögum hér í Köben áður envið leggjum í ferðaleg að heimsækja Hrefnu Ýr og Tönyu Ruth í Århus...en þangað til næst....lifið heil!!
miðvikudagur, febrúar 13, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Góða helgi Sella mín!
Ohh hvað ég öfunda stelpurnar að vera koma til þín, ég kíki til þín von bráðar beibí.
lov jú
Loksins get ég kommentað, ég er ekki búin að geta það, einhver bilun eða eitthvað. ó my þegar ég las þess færslu fyrst þá meig ég næstum í mig út hlátri :) ó my, þetta var svo fyndinn dagur, ég er komin með mestu magavöðva í heimi eftir daginn :) ég að keyra eins og ég veit ekki hvað, klikkaða frænka þín á kantinum sem ætti að vera á sterkum stress lyfjum eftir þessa ferð :) og svo hvernig ferðin endaði :) hehe
en takk fyrir æðislegan túr Sella mín, helduru ekki að við höfum skellt henni Stellu nærri því nöfnu þinni í tækið um daginn :) hehe bara æði :)
Knús :) Þú ert alltaf velkomin í kaffi á Kagså :)
Kv Þórunn
Hæ honey!
Vonandi var helgin þín skemmtileg með Siggu og Jóhönnu :)
Hahahahahhaaa en ógisslega fyndið með að fá far en þurfa svo að taka lestina haha ;)
Hafðu það rossa gott sæta - Maggie
Ér að koma til köben ligga ligga lái... ví hí síja soon beibí...
hæ Sella!
Við Sibba situm hér og lesum bloggið sem gaman er að lesa.
sendum þér kveðju héðan úr Kópavogi
kveðja Hilda og Sibba
Hhehe gaman að fá svona mörg komment ;o) Verð að vera duglegri að segja fréttir af mér og mínum héðan úr Danaveldi ;o)
Skrifa ummæli