Skemmtileg helgi í faðmi fjölskyldunnar
Mikið átti ég yndislega helgi hér í Köben síðustu helgi. Gulla og Bragi komu alla leið úr vonda veðrinu á Íslandi í sína fyrstu ferð til Kóngsins Köben og var því margt brallað um helgina. Verslarnir á borð við H&M voru skoðaðar og auðvitað fylgdi poki með í kjölfarið, auk þess sem að við stóðum við loforð og kíktum á Hvids Vinstue barinn sem Jónas Hallgrímsson skáld fór reglulega á - ertu ekki glöð núna múttan mín kæra ;o) hehe
Eva Ösp og Natalía komu og hittu okkur þar og því sannkallaður fjölskyldufundur í veðurblíðunni. Röltum við á Kongens Nytorv þar sem fólk renndi sér á skautum, löbbuðum Nyhavn, skoðuðum Operuhúsið, kíktum á vaktaskipti í Amalieborg þar sem Margrét drolla býr og vá hvað var fyndið þegar Eva frænka varð nánast fyrir 6 marserandi varðmönnum í fullum skrúða!!
Eftir menningarlegt stopp þarna gengum við Lange linie að "DEN LILLE HAVFRUE" veðrið yndislegt svo þetta var ekkert smá gaman, verð þó að segja að hafmeyjan er ekki upp á marga fiska þó það sé gaman að sjá hana ;o)
Helgin var æðisleg í alla staði föstudagurinn var tekin í rólegheit og smá búðarráp en endaði heima í kósýheitum með rauðvín og osta. Laugardagurinn var alveg yndislegur í skoðunarferðum og buðu Gulla og Bragi mér svo út að borða á Italiano fyrir gistinguna - TAKK KÆRLEGA FYRIR. Gréta systir Braga var hér á fundi svo við fórum með henni út að borða...í eftirrétt fylgdi svo Strawberry Daquiri á bar...nammi namm
Sunnudagurinn var svo tekin í að skoða líferni hippa og hasshausa í Christaniu og óhætt að segja að þetta sé upplifun. Röltum svo Christianshavn niðrí miðbæ, settumst á kaffihús, kíktum upp í Rundetaarnen til að sjá útsýnið yfir borgina. Sem sagt æði gæði og takk kærlega fyrir skemmtilega helgi! Þið eruð velkomin aftur og aftur ;o) hehe
Myndir fylgja á myndasíðunni minni, endilega kíkið: public.fotki.com/sella
En ekki meira núna lifið heil ;o)
þriðjudagur, febrúar 12, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli