þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Loksins komin á hjól eftir fjórar tilraunir að kaupa það.....

Greinilegt að mér er ekki ætlað að kaupa mér hjól hér í Kóngsins Köben. Í fyrsta lagi hef ég fylgst grant með auglýsingum með hjólum þar sem það virðist eðlilegt að borga um 4000 dkk fyrir þriggja gíra hjól og fyrir þá sem ekki vita eru það um 53.000 íslenskar krónur. Ég var nú ágætis hjólagarpur á mínum yngri árum en ég er ekki alveg tilbúin til að borga það. En hjólasaga mín hefur verið svona í fáum dráttum:

Taka 1 - Sá auglýst hjól og ákvað því að skella mér í búð og fjárfesta - nei nei nei auglýsingin kom víst of fljótt í blaðið og engin hjól komin í búðina

Taka 2 - Fann annað hjól í Kvickly á líka þessu fína verði og ákvað því að skella mér á það. Fór í búðina, fyllti út Købbevis - einskonar ábyrgðarskírteini og þegar ég klára það sé ég að það vantar loft í afturdekkið...ekki gott þar sem ég ætlaði að hjóla á því heim. Því voru tveir elskulegir drengir hlaupandi um búð til að reyna að redda þessu - en gátu lítið gert, sprungið og þeir báðu mig um að koma aftur seinna þegar var búið að laga þetta.

Taka 3 - Fór í dag aftur til að sækja hjólið og halló halló búið að selja hjólið og ekkert hægt að gera í því!

Taka 4 - Rölti yfir í aðra búð því eg ætlaði að gefast upp og viti menn Rasmus - afgreiðsludúddi í búðinni bjargaði mér algjörlega og reddaði mér líka þess uflotta hjóli sem ég ætlaði alltaf að kaupa þannig að ég hjólaði glöð heim á leið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ú stelpan loksins komin á sitt eigins hjól :) til lukku m nýja farskjóttan sellfríður mín!
Fingurkoss og knús til þín,
Lúv Elvus