mánudagur, október 29, 2007

Skólinn að verða TJÚLL...

Já núna er allt að verða vitlaust.... lífið hér í Köben hefur verið þægilega chillað þrátt fyrir fáránlega mikið lesefni. Núna er þó allt að gerast bara þrjár vikur í fyrsta prófið og hópverkefnin að hrannast upp, bara spennandi en nóg að gera! Vikan mun einkennast af stóra Lazytown verkefninu, verkefni í Management Accounting, fyrirtækjaheimsókn til Lynge, fyrirlestrar, dönskutímar og fleiri skemmtilegir tímar.

Helgin var í alla staði allveg frábær og eyddi ég henni að mestu leyti í Herlev - Kagså Kollegiet.... já því ég gisti heima hjá Evu, Sindra og Natalíu á föstudaginn. Við frænkurnar kíktum saman á Sushi stað í bænum með henni Helgu okkar og síðan tók við að baka baka fyrir afmælið hennar Nölu á sunnudag. Var búin að gleyma hvað er skemmtó að baka í góðra vina hópi - skemmtum okkur allavegana konunglega við gerð Rice Crispies kaka í tonnavís! Laugardagurinn var svo í búðarferðum með Rakel þar sem þemað var fullt fullt af nammi, köku- og gummelaði ásamt öllu bleika dótinu!

Seinnipartinn á laugardag þaut ég heim á leið enda partý og matur hjá Kötu í vændum.... og vá hvað ég og Eva vorum stolltar af okkur þá enda búnar að gera súkkulaðikökur, gulrótarkökur, nokkra heitarétti, tómata-og ólífusalat og ostasalat ;o) duglegar ekki satt!

Eftir ofursturtu ferð og gleði tók partýið við - pizzur og rauðvín hjá Kötu ;o) Ég, Steffý systir Kötuog Kata vorum þokkalega tilbúnar í Den Glade Glis og því förinni heitið þangað... Segi ekki meira en ÞETTA KVÖLD VAR FÁRÁNLEGA SKEMMTILEGT ;o) Ákvað að hitta svo Hrebbnuna mína á Viking eftir fjörið á grísnum glaða ;o)....bara bara gaman allir saman!!

Og því hægt að segja að mikið var gott að tíminn breyttist þarna um nóttina og klukkan færðist aftur um KLUKKUTÍMA....hehe já þá mátti maður sofa lengur!! Lagði þó af stað aftur í ferðalag til Herlev enda Natalía Tinna með 4 ára afmælið sitt og fjörið á þeim bænum.... óhætt að segja að Natla hafi verið ánægð með gjöfina frá okkur - allavegana skottaðist hún um í Spiderman búningnum fræga út um allt algjört krútt.... bara frábær helgi í alla staði og ætla ég bara að leyfa myndunum að útskýra þetta betur...have fun félagar.

......jú kannski eitt enn! BÚIN AÐ KAUPA FLUG HEIM UM JÓLIN og varð sá skemmtilegi þriðjudagurinn 18.desember fyrir valinu - kvöld flug með meiru svo ég mæti á klakann eftir miðnætti ;o) Það er svo óráðið hvenær ég fer aftur út - en við eigum að skila verkefni 14.janúar en eftir það koma svo tveggja vikna frí áður en önnin byrjar svo spurning hvað við náum að vera dugleg næstu mánuði upp á hvað ég verð lengi á fagra Íslandi.

Lifið heil!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskuleg.. gott það er gaman og nóg að gera:) Þú verður að kíkja þegar þú kemur á klakann:)

Kveðja,
Anna Svava, Bæring og Thelma

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta!
Hlakka til að hitta þig um jólin, kannski samt að við hittumst í en öl í lok nóv þegar ég verð í Köben þ.e.a.s. ef ég hef tíma og þú auðvitað!
mmm langar í rice crispies köku þegar ég les þessa færslu þína haha ;)
kiss - MF

Anna Brynja sagði...

Nei vá en hvað lífið hljómar spennandi og skemmtilegt hjá þér Sella mín, enda ekki að spyrja að því þegar kemur að orkustuðboltanum síbrosandi!
Takk fyrir heimsóknina á krílasíðuna sæta mín!
Síðasti dagurinn minn í vinnunni á morgun þannig að kannski tek ég aftur upp bloggið - við sjáum til.
Knús til þín!
Bumbus