miðvikudagur, október 24, 2007

EFTERÅRS FERIE- fall vacation - vacaciónes del otoño - HAUSTFRÍ.....búið

Aldeilis sem haustfríið var fljótt að líða enda var svakalegt stuð ;o) ta ta ra.... Byrjaði fríið á þessari líka yndislegu New York ferð minni sem að ferðasagan kemur bráðlega. Lennti svo í Köben á miðvikudagi eftir frekar mikið "fram og til baka í tímanum" - vá hvað er erfitt að flakka svona á milli tímana og enda á því að vera vakandi í 22 tíma eins og ég gerði.... miðvikudagurinn fór því í ekkert nema chill og að sofa. Á fimmtudeginum kíkti svo Eva frænka á mig í heimsókn og vá hvað var skemmtó að hitta hana ;o) Spjölluðum eins og við hefðum ekki hisst í 100 ár, ég sýndi henni hvað ég keypti og að sjálfsögðu nokkrar af 480 myndunum sem ég tók!

Eftir mjög svo afslappandi daga og þægilegheit ákvað Ingibjörg Ribebúi að stoppa við hjá mér á leið sinni frá Íslandi til Ribe. Skvísan mætti til mín á föstudagskvöldinu og sátum við með Hrefnu og Tótu í hvítvínssötri áður en við kíktum á Sankt Hans Torv til að hitta Gumma og Ingibjörgu ;o) Guð hvað var skemmtilegt að hitta þau og ekki verra að nokkrir af þeirra vinum komu líka... frekar mikið stuð í Mojito og Hyldeblomster cocktailum á Gehfrählich - alltaf gaman að bulla í barþjónum og fá eitthvað svona spes að drekka.... ákváðum svo að kíkja á Barcelona og þaðan heim!

Laugardagurinn var draumadagur í lífi Sesselju - ég og Inga vöknuðum frekar riðgaðar en ákváðum að fara í verslunarferð í Ikea...ekki leiðinlegt ;o) og eftir frekar langt stopp þar vorum við RÍKARI - núna eigum við gjafapappír, jólakúlur, rúmföt, kerti í aðventukrans, vasa, kerti og margt margt fallegt. Drifum okkur heim með góssið og trítluðum svo niður í bæ þar sem við gæddum okkur á dýrindis pastarétt á Ítaliano ;o) Eftir langt spjall og meira slúður ákváðum við að eiga kósý kvöld svo við röltum aðeins í bænum og drifum okkur svo heim í nammiát og Sex and the City gláp ;o) guð hvað svoleiðis kvöld eru kósý....

Á sunnudeginum þurfti Ingibjörg að leggja frekar snemma af stað enda var hún að fara að horfa á kallana sína tvo spila handbolta.... já vöknuðum til að pakka og jeremíast hvað þetta var fyndið - sé hana fyrir mér með farangurinn frá Íslandi auk Ikea hafurtasksins sem innihélt pappakassa og meira dót!! Hehe efast ekki um að Hafsteinn, Tryggvi og hinir handboltastrákarnir hefi gert nett grín af henni á leið heim til Ribe ;o) Takk æðislega fyrir notalega helgi Inga mín og þú mannst þú ert ávallt velkomin til mín í Köben!

..... seinnipartinn á sunnudaginn gerði ég bara skemmtilegan hlut - ég fór í HALLOWEEN TIVOLI með Evu, Sindra og Natalíu Tinnu. Guð hvað þetta er flott hjá þeim - búin að skreyta allt tívolíið hátt og lágt með graskerjum, nornum, litlum húsum, fuglahræðum og öðru tilheyrandi....löbbuðum um allt svæðið, keyptum okkur brjóstsykur og ég kíkti í tæki með Nötlu...frekar mikið fjör hjá okkur frænknunum í Flugvélinnig og ævintýrakistunni ;o) hehe já alltaf gaman að varðveita barnið í sér! Hlakka bara til að kíkja í jólatívolíið í lok nóv-des!

Skólinn byrjaði svo aftur á mánudag og er maður svona að átta sig á þvi að núna er harkan að taka við - nokkur verkefni eftir, styttist í próf og á morgun er t.d fyrirtækjaheimsókn til Allerød - það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta verður allt saman! Annars er alltaf nóg að gera, partý í bekknum á Den Glade Gris á laugardaginn og 4 ára afmæli hjá Natalíu á sunnudaginn ;o)

Vill bara nota tækifæri og óska afmælisbörnum vikunar TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN OG NJÓTIÐ VEL

21.okt - Salóme 24 ára
22.okt - Sunna 26 ára
24.okt - Dagný 29 ára
24.okt - Almar Þór 1.árs
25.okt - Íris Björk 26 ára
26.okt - Aðalsteinn Ingi 1.árs
27.okt - Fanney 26 ára
28.okt - Sveinbjörn 26 ára

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk sætasta!! Hlakka mikið til að sjá þig um jólin :D

Vá hvað er mikið catch up og sögur sem ég hlakka til að heyra...

Knúsi knús, hafðu það gott og gangi þér súper vel í skólanum sæta...

P.s. Den Glade Gris - snilldarnafn hahaha... ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ sætan mín!
GUÐ MINN GÓÐUR var að skoða NYC-myndirnar og váááá en geðveikar, greinilega mega gaman hjá ykkur! Ég nottlega sex&the city fan numero uno og ég dó yfir myndunum úr túrnum ;) COmmentaði doldið mikið haha, sorry...
Svo sástu Howard, the sexy man...einn af uppáhalds sko!
Verð að fara að skella mér til new york, segja allir að þessi borg sé meiriháttar :)
Knús á þinns - Maggie