mánudagur, október 01, 2007

Árinu eldri en sést ekki neitt - alltaf svo ungleg ;o)

Ja hérna hér - tíminn flýgur fram hjá og alltof langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna síðast. Svo sem ekki mikið búið að gerast nema skóli, skóli og lærdómur eftir því. Síðasta vika var læra læra og ennþá meira ÞYKJAST að læra....fáránlegt hvað maður getur fundið sér alltaf annað að gera heldur en þetta.

Kíkti á kaffihús með Evu frænku í Fredriksberg, óttalega notalegt enda er ég ekki frá því að ég hitti hana sjaldnar hér í Köben heldur en á klakanum - greinilega eitthvað busy frænkurnar....bætum vonandi úr því - hehe

Sex and the City er nýja skemmtilega æðið mitt...er svo fegin að hafa keypt allar seríurnar á markaði núna í sumar í Kína og þær virka líka svona vel - ég og Tóta erum búnar að vera duglegar í videógláp sessioni hérna megin og fór t.d allur fimmtudagurinn í þessa skemmtilegu seríu. Díses hvað Samantha er mikill snillingur - hahah ég get ekki beðið bara 13 dagar í hin ærlega SEX AND THE CITY TOUR í New York baby ;o) Guð hvað verður gaman - hlakka svo til að hitta alla krakkana að ég er að springa!

Föstudagurinn var greinilega sá dagur sem að ég ákvað að vera ung og vitlaus - haha nei ég segi svona, þetta kvöld einkenndist af miklu tjútti og tralli. Byrjaði um kl. 19 á Öresundskollegie þar sem Beta og Helga Dóra ákváðu að bjóða í íslenskt stelpupartý....algjör snilld, pöntuðum pizzu og svo var fljótandi hvítt, bjór, barcardi razz og jello shot! Kannski ekki of sniðugt blanda þegar maður á líka eftir að fara í smá innflutningsteiti :o( Eftir mikið fjör ákvað ég að taka metró&strætó til Gyðu og Kidda þar sem næsta teiti var haldið - bara gaman meira drukkið og svaka fjör....skemmtilegar myndir festust á filmu eins og hinar ódauðlegu hristumyndir og myndband af strákunum að dansa við blikk hjólaljós.... don´t ask me ;o) Okkur tókst þó að drattast í bæinn um 4 eða 4:30 sem er ekki mjög gáfulegur tími - kíktum á Den glade gris og viti menn hann lokaði mjög fljótt - haha tókum þó vel valin spor á dansgólfinu ;o)

Kíktum því áfram í tjúttgírnum og var fólk frekar hresst í strætó á leið heim um ca 8 leytið þegar fólk var að fara í vinnuna - bara skondið og stundum held ég að maður verði ruglaðri með aldrinum .... haha eða þroskist ekki neitt ;o) bara gaman

Afmælisdagurinn minn rann svo upp og var frekar þungskýjað yfir Rudolph Berghs Gade vegna þynnku þremenningana - og fór því mest allur dagurinn í leti og kúr upp í rúmi! Síminn á silent og frétti ég frá múttu að fólk hafði haft áhyggjur af afmælisbarninu - SORRÝ haha. Takk þó æðislega fyrir allar kveðjurnar í síma, á neti o.s.frv. Ákváðum þó að kíkja út að borða og var ég svo heppin að fá Gyðu, Tótu og Hrefnu með mér á víetnamska staðinn LeLe - sjúkir kokteilar og fínn matur.... matarlystin hefði getað verið betri þó.

En vegna aldurs og þreytu ákváðum við þó að koma við í 7eleven og kaupa nóg af nammi og ógeði og komum okkur heim yfir imbann ;o) mjög svo þægilegt og yndislegur dagur í alla staði! Hrefna mín takk enn og aftur fyrir matinn og allt ;o)

Í dag er svo runnin upp enn ein skólavikan og úff styttist í próf, verkefnaskil og skemmtileg heit - þó kemur haustfrí á undan og NEW YORK baby....þið kannski takið eftir að ég er að missa mig - haha. Heppilegt er þó að það er frí á morgun og miðvikudaginn í skólanum svo að ég tek kannski bara lærdómssession með Kötu á þetta - allavegana planið núna!... en vitið þið hvað?? ég fékk pakka í dag, eða svona meira ég og Hrebbna - pöntuðum allskonar á H&M shop um daginn og því mikil gleði þegar að dyrabjallan hringdi... orðin peysu, kjól, húfu og jólagjöfum ríkari ;o)

En ekkert meira í bili vildi bara láta aðeins heyra í mér - og kannski fyrir þá sem að voru að vandræðast með að ná í mig þá er danskanúmerið 0045 - 28484737 og svo er ég með tölvusíma 496-2085.... þarf bara að vera á netinu svo þið getið hringt í mig eða ég í ykkur - en ég hringi frítt í alla heimasíma á Íslandi og þið hringið í mig úr heimasíma á sama verði og heima ;o) verðum allavegana í bandi...og myndir koma inn eftir smá stund!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku músin mín, hlakka svo til að sjá þig og taka við þig. Hvort viltu lakkrís eða slátur í ammælisgjöf? Nei djók.Ég er orðin svo spennt og svo var að bætast í hópinn sem kemur út 15. nóv. Við verðum 5 stykki. Sko systir Hróa og maðurinn hennar koma með og dóttir þeirra svo þetta er bara orðið svaka fjölskylduferð. Æi er að missa mig hérna það er svo langt síðan ég hef talað við þig.

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan!
Ertu að fara til NYC?? ohhh heppin og heppnust að vera að fara í sex&the city-tour, úff það er minn stærsti draumur sko!!!
Hafðu það gott :*
Magga