LÉLEGUR BLOGGARI Á FERÐ...en þó nýjar myndir á síðunni!!
Verð að fara að herða mig í þessu - skrifa bara stutt og laggott og oftar - mun skemmtilegra að lesa það heldur en langlokur ;o) Annars er lífið mjög litað af setu minni á skólabekk í CBS... síðasta vika fór mikið í lærdóm og annað tengt skólanum
Dönskutímarnir sem ég er í eru bara fyndnir - eiginlega fáránlegt að sitja í "Dönsku fyrir Íslendinga" en þar er víst raunin ....svolítill svona menntaskólafílingur en hitti þó liðið einu sinni í viku... líka skondið að vera allt i einu komin í eyðufyllingar - setningafræði og hlustunaræfingar....bara eitt til að hugga sig við, ég er að gera þetta fyrir mig og þarf ekki að taka próf í þessu!!
Ég var í fríi í tvo daga í síðustu viku og eyddi þeim því í Fisketorvinu og á Strikinu þar sem Kata greyjið var rænd á þriðjudeginum...vorum að rölta á Strikinu úr einni búð sem hún hafði keypt peysu í, í aðra nánst við hliðina og VITI MENN ekkert veski - búið að stela því ekkert smá pirrandi að þurfa að loka öllum kortum, sækja um ný og nota beni þetta kostar allt..... en svona er víst lífið - maður verður að vera varkár, því við tókum ekki eftir neinu þegar einhver fór ofan í hliðarveskið hennar!!
Tíminn á föstudaginn var svo tvöfaldur og haldið þið ekki að kennarinn hafi bara mælt með því að fólk fengi sér bjór í síðasta hléi enda tíminn búinn um 16:30. Það þurfti ekki að segja okkur hlutina oft og sat ég því í tíma með bjór - þvílíkt næs...fyrirlesturinn leið allavegana fljótt og skemmtilegar umræður sem að mynduðust. Eftir tíma var því bara um að gera að setjast út i sólina og góða veðrið og fá sér öl með bekknum.... ílengdist þó aðeins með Paris og enduðum við óvænt á Októberfest Nexus til 23:30 - enn með allt skóladótið og svona ;o) bara gaman
Magga Sigvalda bauð mér svo í drykk heim til sín á laugardaginn og fórum við svo með Önnu Alberts og Hönnu á sushi stað á Nörrebro...mjög gott og þrusufjör hjá okkur, ekki verri kokteilinn sem tók við ;o) Eftir mikið fjör og mikið gaman var kíkt á Jolene og Barcelona - skemmtilegt kvöld í alla staði og tókst brussunni Sellu að detta svo harkalega að ég er með risa stórt sár á hnénu og rifnar buxur ekki meir um það - en halló já ég vei ég er brussa og ég var ekki svona drukkin!!!
En núna er best að fara að hátta, skóli á morgun og svo New York á fimmtudaginn!!
þriðjudagur, október 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Oj þér, mig langar með!!! Verður að hitta mig bráðum og sjá eitt skemmtiatriðið af árshátíðinni um helgina.
Hehe ja hvernig var a arshatidinni ´komdu med sludur kona.....
Hver var med skemmtiatridi annars
Les alltaf bloggið þitt stelpa:) Góða ferð til NY og njóttu:)
Kv. Helga Björk
Skrifa ummæli