Sex ár liðin frá hörmungunum 11.september....
Frekar fáránlegt að hugsa til þess að það séu 6 ár síðan að flugvélarnar flugu inn í World Trade Center í New York. Ég man eins og þetta hafi gerst í gær hvar ég var, með hverjum og hvað ég var að gera...
Staður: Marbella á Spáni
Félagsskapur: Gyða Mjöll
...og vá hvað við vorum lost, nýkomnar í spænskuskóla og kunnum ekkert í spænsku - horfðum bara á sjónvarpið og sáum þvílík læti þegar flugvélar flugu inn í turnana. Horfðum bara á hvor aðra eins og STÓRT ?? einnig frekar slæmt að komast ekki á netið til að geta forvitnast um hvað var í gangi og hvað þá hringt!
En mbl.is bjargaði málunum og loksins fengum við að vita hvað hafði gerst þarna ca. sólarhring síðar.
Hvar varst þú þegar 11.september var??
þriðjudagur, september 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Matsalur FB, horfði á þetta á sjónvarpi sem var bara snjór á.
Man eftir þessu eins og þetta hefði verið í gær líkt og þegar Díana prinsessa dó.
Kveðja
Stella
Ég var á röltinu í Karlsruhe í Þýskalandi í blíðskaparveðri - fannst eimmitt dagurinn vera svo fallegur! - kom annað upp þegar ég kom heim, sá tv-ið - au pair mamman var í sjokki... (þ.e. sú sem ég bjó hjá)
Skrifa ummæli