þriðjudagur, september 11, 2007

Sex ár liðin frá hörmungunum 11.september....

Frekar fáránlegt að hugsa til þess að það séu 6 ár síðan að flugvélarnar flugu inn í World Trade Center í New York. Ég man eins og þetta hafi gerst í gær hvar ég var, með hverjum og hvað ég var að gera...

Staður: Marbella á Spáni
Félagsskapur: Gyða Mjöll

...og vá hvað við vorum lost, nýkomnar í spænskuskóla og kunnum ekkert í spænsku - horfðum bara á sjónvarpið og sáum þvílík læti þegar flugvélar flugu inn í turnana. Horfðum bara á hvor aðra eins og STÓRT ?? einnig frekar slæmt að komast ekki á netið til að geta forvitnast um hvað var í gangi og hvað þá hringt!

En mbl.is bjargaði málunum og loksins fengum við að vita hvað hafði gerst þarna ca. sólarhring síðar.

Hvar varst þú þegar 11.september var??

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Matsalur FB, horfði á þetta á sjónvarpi sem var bara snjór á.
Man eftir þessu eins og þetta hefði verið í gær líkt og þegar Díana prinsessa dó.
Kveðja
Stella

Nafnlaus sagði...

Ég var á röltinu í Karlsruhe í Þýskalandi í blíðskaparveðri - fannst eimmitt dagurinn vera svo fallegur! - kom annað upp þegar ég kom heim, sá tv-ið - au pair mamman var í sjokki... (þ.e. sú sem ég bjó hjá)