fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Lífið í kóngsins Köben + heimilisfangið + nýtt danskt símanúmer....

Nú er ég búin að vera í danaveldi í 6 daga og hefur lífið leikið við mig. Þeyttist með fullann farm af dóti síðasta föstudag og ekki slæmt að hafa Guðrúnu Sv, Sibbu og Sirrý með í för... engin yfirvigt takk :o)

Byrjaði dvöl mína á heimsókn á Kagsa kollegiet til Evu, Sindra og Natalíu. Lífið þar var bara ljúft. Sötruðum hvítvín og kíktum á kollegiebarinn fyrsta kvöldið, dúlluðum okkur síðan í grilli, sól og sætindum á laugardeginum enda Eva Ösp orðin 25 ára. Um kvöldið tók svo við þetta líka heljarinnar partýhald þar sem bjór, Bacardi Razz, Strawberry Daquiri, meiri bjór og Tóbas flæddi út um allt! Kagsaa vinir Evu eru brjálaðir stuðboltar og var dansað af sér bossann til sex um morguninn... sumir héldu þá í eftirpartý. Setning og lag kvöldins án efa: "hlusta á Zeppilin og ég ferðast aftur í tímann" haha

Sunnudagurinn byrjaði þó heldur snemma þegar ég, Sirrý og Guðrún kíktum í bæinn. Rölt á strikinu, kíktum í öl á Nyhavn, töltum Kobmansgade og um torgin í kring - enduðum svo á Italiano í mat bara nice. Eftir 1 klst ferðalag í lest, strætó og fótgangandi lögðumst við lúnar í bælið!

Mánudagurinn fór svo í verslunarleiðangur enda þurftu ferðalangarnir og afmælisbarnið ný föt og nesti og nýja skó!! Fórum á besta cocktailbar sem ég hef smakkað - tókum spænskt þema á þetta og varð Tapasbar fyrir valinu...sé ekki eftir því, smá spánarfílingur í minni.

Þriðjudagurinn var svo ofurnice hjá okkur frænkunum... ég og Eva lágum í leti heima meðan Natalía var í sveitaferð og stelpurnar fluttu sig til frænda Sirrýjar. Eftir letilífið sóttum við Nötlu og kíktum á Sibbu og Hildu upp á Amager - ákaflega huggulegt líf þar!! Pöntuðum pizzu og kíktum við svo á Hlyn og Arnar í einn öl niðri á Striki - við heimkomuna voru vinir Sindra komnir frá Íslandi svo við vorum ekki lengi að forða okkur í heimsókn til Þórunnar í slúður og snakkát! Mér til mikillar mæðu svaf ég í stofunni með Jónsa og Guðgeir á fylleríi - þið getið rétt ímyndað ykkur kátínu mína og svefnleysi.... enda var ég ekki lengi að flýgja til Hrebbnunnar minnar á miðvikudagsmorgunin

Miðvikudagurinn var ofsalega þægilegur, flutti loksins með allt mitt hafurtask í íbúðina sem ég mun eiga heima í á Osterbro (Rudolph Berghs Gade). Spjallaði heilmikið með Hrebbnu og tók strætó með henni niðri bæ + einn ís áður en ég hitti gellurnar aftur. Kíktum á japanskan veitingastað, röltum um og meðan þær fóru heim að pakka hitti ég Evu og Natalíu uppi á Hovedbanegard þar sem þær biðu þess að komast upp á Kastrup og hjem til Íslands.... eftir að hafa kvatt gellurnar fór ég heim og chillaði með Elínu Ásu og hvað er betra en rólegt kvöld upp í sófa með nammi og KillBill 2 í Tv-inu.

Vaknaði svo í rólegheitunum í dag þar sem við ákváðum að njóta "sumarfríssins" og liggja í leti. Bjuggum til dýrindis samlokur, kaffi og tilheyrandi og skriðum svo upp í sófa til að horfa á Something about Mary ;O) Þegar gellurnar fóru svo í vinnuna skaust ég í bæinn, reddaði mér nýju dönsku símanúmeri og kíkti í búðir. Rakst á Birnu Haralds, Evu Dögg og stelpurnar - haha bara gaman! En ekki meira frá lífi mínu í dag...bíð núna eftir að Hrebbna sé búin í vinnunni svo við getum fengið okkur öl - myndirnar frá helginni koma fjótlega :)

Heimilisfangið mitt er:
Rudolph Berghs Gade 34 st
2100 Kobenhavn O
Denmark

Símanúmerið mitt er:
+45 28484737

- ekki meira í bili, endilega látið heyra í ykkur svo ég nenni nú að skrifa eitthvað hér en sé ekki að tala við sjálfa mig :o) Bið að heilsa

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Líf þitt í Köben til þessa hefur s.s. verið öl, verslun, matur, videó og svo svefnleysi. Þetta kalla ég lúxus. mmmmmmmmm Égværi til í þetta núna.
ég verð í sambandi við þig fljótlega og segi þér svo mikið slúður að eyrun þín fá sjokk.
Lov jú og miss jú big time.
Kveðja
Stella

Nafnlaus sagði...

Oh hvað mig langar að vera með í þessu fjöri, hlakka til að sjá þig og sakna þín svakalega. Voða er gaman að sjá blogg frá þér ég er búin að bíða spennt að heyra frá þér að þú sért heil að höldnu og gangi allt í haginn. Það er gott, hlakka til að koma í heimsókn en hvernær á ég að koma?

Nafnlaus sagði...

loksins skrifar skvísan e-ð hér inn, gott að heyra að allt gengur vel. Held ég verði að láta kenna mér á þetta skype svo við getum tekið eins og eitt gott spjall sessjon á þetta :)

Nafnlaus sagði...

Sjáumst eftir viku skvís :):):)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ skvísa :) gangi þér vel að koma þér fyrir og í skólanum, við sjáumst nú örugglega fljótt aftur, þú ert alltaf velkomin í snakkát og slúður á Kagså :)

Knús, Þórunn

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísa
Gott að heyra að danalandið sé að fara vel í þig. Farðu vel með þig og ég reyni jafnvel að kíkja á þig fyrir jól :)
knús til Hrefnu