fimmtudagur, maí 26, 2005

Já það er aldeilis komið sumar........

Stíft prógramm framundan, SUMAR skapið komið í mann og nóg að gera!! Eurovision var hreint magnað þrátt fyrir að við værum ekki með í þetta sinn!!! Við stelpunar létum þetta ekki stoppa okkur og tókum því á því með kokteilasulli, regnhlífum, skrauti og blómsveigum. Tjúttið og trallið var svo tekið frá Katrínar koti til Helgu Kristínar í magnað partý..... elskan hann Danni náði í okkur skvísurnar og kíkti með okkur í teiti. Partýið kom sá og sigraði og létum við stöllur ekki sjá okkur í bænum fyrr en um 3-leytið... Celtic og Hverfis voru staðirnir, mikið drukkið, enn meira hlegið og haft gaman.

Bærinn minnti á gamla daga um 6 leytið eða menningarnótt.....þvílíkur fjöldi af fólki, langt stopp á Lækjatorgi, kannski aðeins of langt, sólin kom upp og við ákváðum að drífa okkur heim

Þynnktan og nammiátið sagði til sín á sunnudaginn.... þvílík afslöppun. Fékk svo mjög svo hræðilegar fréttir um hann Ágúst...æðislegur strákur, einn sá hressasti og skemmtilegasti sem ég þekkti, sem dó í blóma lífsins. Votta öllum vinum hans og fjölskyldu mína dýpstu samúð og vona að englarnir vaki yfir honum.

....Góðar fréttir komu þó í kjölfarið, Íris og Siggi eignuðust litla prinsessu á mánudaginn og Andrea eignaðist lítinn prins á sunnudag.... INNILEGA TIL HAMINGJU öll sömul.

Núna hefur vinnan svo bara tekið allann minn tíma í vikunni, þrátt fyrir lítið stopp á Póstbarnum í gær með Hrebbnu, Önnu Jónu, Benný, Guðrúnu og Styrmi....mikið spjallað og vorum við að kveðja Hrebbnu......uhhhh uhhhhh hhuuu....hún að stinga af til Danmerkur!!! Hver veit nema maður skelli sér til KONGSINS KÖBEN ???

Annars er helgin þéttskipuð – útskrift og 50 ára afmæli á föstudag og 2* útskriftarveislur á laugardaginn.....HAHAHAHA ætíð djamm

Helgin á eftir komin með plan líka, keilumót í vinnunni og NESU myndakvöld..... en núna LOFA ÉG að koma með myndir inn í kvöld eða á morgun!!!

Lifið heil, sólargeilsinn Dagbjört

Engin ummæli: