þriðjudagur, maí 10, 2005

Hvar er samræmingin???

Verð bara að segja - ,,stundum skil ég ekki íslenskt réttarkerfi". Hvað með þig, skoðaðu dæmin sem ég sá á mbl í dag!!!

30 daga fangelsi fyrir að stela hálfri vodkaflösku og lyftingalóðum
Þrítugur maður hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir tvenn þjófnaðarbrot framin í Ólafsfirði í fyrra.

Annars vegar var maðurinn sakfelldur fyrir að taka hálf fulla vodkaflösku ófrjálsri hendi úr afgreiðslurekka, sem hann stakk inn á sig og fór með hana inná salerni staðarins þar sem lögregla handsamaði hann.

Hins vegar var hann sakfelldur fyrir hafa farið yfir girðingu og inná sundlaugarsvæði Íþróttamiðstöðvar Ólafsfjarðar, farið í heitan pott, brotið upp glugga á þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar ásamt öðrum og tekið tvö 10 kílóa handlóð og tvö lyftingabelti og haft þau á brott með sér.

Sjötugur maður dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn dótturdóttur konu sinnar
Karlmaður á 71. aldursári var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dótturdóttur eiginkonu sinnar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.


Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot í 12 skipti á árunum 2000-2004 gegn stúlkunni sem fædd er árið 1988, m.a. fyrir að káfa á brjóstum hennar og nudda kynfæri hennar innanklæða og fyrir að fara fram á að hafa samræði við hana. Brotin voru m.a. framin á heimili mannsins.

Þið fyrirgefið - mér finnst þetta bara út í hött!!!!!

Engin ummæli: