mánudagur, nóvember 29, 2004

Það eru að koma JÓL.....

...já það styttist og bara fyrsti í aðventu búinn. Helgin einkenndist að mestu af vinnu, vinnu, lærdómi og eldi.

Var að vinna á laugardagskvöldið..... og viti menn það kviknaði í!! Ég og Salka í miklum rólegheitum að taka til þegar elementið í frönskudjúpsteikingarpottinum SPRAKK og eldur, sót og allt út um allt. Við samt svo klárar að við slöktum eldinn.

Vinna svo á sunnudag og svo aðventukvöld í Bústaðakirku..... rosafínt kvöld að vanda fyrir utan þýska gargið í byrjun. "hverjum dettur í hug að taka þýskt lag á skemmtun???" Allt slökkt og allir í kikjunni kveiktu á kerti mjög flott heil 795 kertaljós.

En ekki meira frá mér bara verkefnavinna upp í Odda og lærdómsfílingur.
Sjáumst hress, verið bless ;o)

föstudagur, nóvember 26, 2004

Íslensk orðatiltæki eru rosalega skondin ;o)..... varð að stela þessu af síðunni hennar Bjarneyjar...... þannig að ENJOY

1. Rúsínan í pylsuendanum = The raisin at the end of the hot dog
2. Ég mæli eindregið með því = I measure one-pulled with it.
3. Nú duga engin vettlingatök = Now there won´t do any mitten-takes.
4. Ég kem alveg af fjöllum = I come completely from mountains.
5. Þakka þér hlý orð í minn garð = Thank you for the warm words into my garden.
6. Það gengur allt á afturfótunum = Everything goes on the back-legs.
7. Hann er alveg úti að aka = He´s completely out driving.
8. Það liggur í augum uppi = It lies in the eyes upstairs.
9. Hún gaf mér undir fótinn = She gave me under the leg.
10. Hann stóð á öndinni = He stood on the duck.
11. Ég kenni í brjósti um hann = I teach in breast of him.
12. Áfram með smjörið = On with the butter!!!!

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Hvað er að ske, hvar a ske, hvar a ske....

Mín bara að læra í mestu makindum upp í Odda og viti menn rafmagnið af.... pomp, ekkert ljós, bara niðamyrkur. Frekar skondið atvik...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Bara láta vita að ég er á lífi.....

Ekkert að frétta einungis vinna, læra, skóli og já audda SOFA.... ekkert smá gott að sofa. Seinasta vikan í skólanum núna og viti menn kennarinn bara veikur, vitum því ekki hvað er til prófs.... vonandi voða lítið.

Prófkvíðinn farinn að segja SMÁ til sín, en voða notalegt að jólin séu að koma, sunnudagskvöldið einkenndist af jólalögum, jólaföndurgerð og kósíheitum. Verð nú bara að segja..... jólin koma, jólin koma... dadda dara dada da da

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Believe it or not.......ég var heima á laugardagskvöldi!!!

Já mín bara komin í rólegheitargírinn.... var bara heima í góðum gír með mömmu í gær. Tók mig meira segja til og setti allt skóladótið í möppur og glósaði Lögfræði. Hélt að þetta myndi seint gerast......EN NEI ég kem sjálfri mér alltaf á óvart

laugardagur, nóvember 20, 2004

Lokadjamm Mágusar...... BÚIÐ FYRIR JÓL!!

Já það var bara svaka svaka gaman... IDOL, SALSA, SingSTAR, frítt áfengi til ellefu og ekki lítið af því... bailey's, vodka, gin og full meira.

Byrjaði með IDOL þar sem viðskiptafræðinemar voru frekar slappir en við buðum nokkrum deildum í HÍ á lokahófið og var staðurinn stútfullur og sumir þurftu að víkja vegna plássleysis ;o(

Eftir idolið var kennt SALSA og var fólk gott að hrista rassa og salsamúvin rosagóð. Rúsinan var svo þegar SingSTAR mótið byrjaði..... Fullt af góðum söngvurum en enn meira af laglausum kvikindum sem stóðu varla í lappirnar vegna drukknunar í vínglösunum. Vorum með geðveika vinninga, 10.000 kr inneign á Hverfis og VIP, út að borða fyrir 2 á Rauðará og 10.000 kr inneigní Rouders á laugarveginum. Hefði átt að taka þátt til að fá Hverfisbars inneignina!!!!

Var bílandi og því svaka stuð að fylgjast með fulla fólkinu..... sérstaklega Sæunni og Soffíu. Þær fóru á kostum Sæunn týndi töskunni sinni nokrrum sinnum og Soffía var í essinu sínu að mörgu leyti ;o)

Benný var yndi, blindfull og vitlaus í essinu sínu..... dansaði og bablaði um allt og ekkert, Sigga, Heiða, Sigrún, Tulla, Vera, Eva yfirgáfu mig á Prikið en komu flestar aftur..... alltaf stuð á Hverfis. Sat mest og spjallaði við strákana..... kvöldið endaði frekar skondið, Stebbi og Addi fóru á Hlölla og meðan ég beið eftir þeim komu útlendingar til mín og spurðu: "heyrði ertu dealer?.. og áttu einhvað stöff fyrir okkur?" ég sagði nei og sagðist bara vera að bíða eftir vinum mínum 2....."Þá glottu þeir og spurðu mig hvort ég væri þannig..... eða sem sagt gella sem seldi mig til tveggja karlmanna í einu?"

Hvað er málið????? ég saklaus að bíða og lít út fyrir að vera dealer, dóphaus og HÓRA :o(


fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Held ég standi bara í stað....


Já er bara ekki frá því, seinustu daga hefur maður fengið mikið af fréttum. Vinir og vandamenn eru að fara fjölga heiminum, íbúðakaup á hverju strái og ég veit ekki hvað og hvað. Lítur allt út fyrir að fólk í kringum mig sé orðið svo yfirvegað og ábyrgðafullt......


.....hvar strandaði ÉG á leiðinni??? Ég litla Sellan bara heima fyrir, á ekki mikið nema kannski litla sæta lakkrísrörið mitt (Passatinn), væli svo stanslaust um skólann og hvað ég eigi bátt.
Veit ekki betur en að líf mitt sé ágætt, djamm hverja helgi..... sem er nú orðið mjög þreytt en þó áhyggjulaus afþreying.

Hvenær ætli komi að því að ég verði í svipuðum hóp og fólkið í kringum mig. Kaupi mér íbúð, hund og fari að fjölga mannkyninu? Held það sé þá best að finna sér KALLINN fyrst. Hvað segið þið við þessu???

Lægð og skýjað á köflum.

Það er alveg magnað hvernig maður getur einn góðan veðurdag, fengið nóg af sjálfum sér. Ég er einmitt komin með nett ógeð af letinni í mér og ýmislegt sem mætti betur fara hjá mér þessa dagana.

Er meira að segja komin með það mikið ógeð að ég er alvarlega að fara að íhuga minn gang og skella mér til einkaþjálfara. Hætta að drekka eins og vitleysingur og taka lífinu með stökustu ró. Ekki verra að vera ekki að kyppa buxunum upp um sig svona rétt fyrir próf og já..... vera kannski búin að kaupa þær allar á fyrstu vikunum.

Var líka að velta því fyrir mér..... er þessi síða orðin hugarástand mitt skrifað á blað, eða er einhver sem les ÞETTA??

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

JÆJA ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ.....

Já helgin var bara þessi rosalega skemmtun , byrjuðum í pre Breeezerboði hjá Tísku-Teit um 15:00 þar sem einn kaldur var í hönd og myndashow í sjónvarpinu. Mikið hlegið og guð minn þurfti stundum að halda fyrir augun enda myndirnar af mismunandi skandölum úr NESU ferðinni góðu.

Eftir nokkra kalda lá leiðin út á Stúdentakjallara og þaðan í vísó í Kbbanka við stelpurnar komumst fljótt að því að það var skemmtilegast hjá okkur í ferðinni, endar við “NESU félagarnir” vel í glasi þegar þangað var komið!!! Fínasta vísindaferð og útúrbreeeezuð stemning hjá okkur. Sæunn fær verðlaun fyrir líka þessa fínu þakkarræðu í Mágusar hálfu.

Hverfis var placið eftir vísó – stoppuðum þó stutt þar sem leiðin lá í afterpartý í skvísusetrið hjá Eygló. Ó MÆÆÆÆ keyptum 72 Breezer og kassa af bjór og viti menn mettími í að klára það..... útúrbreeezuð á kantinum með hvítlauksolíu í hárinu röltum við aftur í bæinn, Jói iðaði allan laugarveginn í spenningi yfir Hverfis. Kíkti þó á 11 eftir að hafa fleygt Hjördísi svona vel í jörðina (sorrý ástin)

Mikið drukkið, meira dansað og já meira drukkið eftir það.... myndavélin var á staðnum sem gæti bjargað gloppóttu kvöldi. Týndi myndavélinni þó, en fann hana aftur, týndi húfunni minni og Sæunn endaði með annan vettlinginn minn ;o)

Heimkoma um 7 leytið........og harkan á minni vinna kl. 9 Hef sjaldan verið jafn mygluð og já “hálfdrukkin”, DJAMMIÐ sagði þó til sín því mín er bara búin að vera veik síðan þetta brjálaða djamm á flöskudag var.

Þessi vika hefur einkennst af lærdómi og verkefnavinnu. Held þetta sé ekkert að fara breytast, allt of stutt í prófin ekki búin fyrr en 21.des, næsta djamm þá!!!

Ætla þó að fara að skella mér undir sæng í þessu fína jólasnjó veðri. Hélt ég byggi nánast í miðbæ Reykjavíkur, en viti menn.... komst að því í dag að svo er ekki var heilar hel... 84 mínútur á leiðinni heim. Við Benný vorum á 20 km hraða allann tímann.

En ekki meira í bíli..... heyri í ykkur
Jólasnjó stelpan Sella

mánudagur, nóvember 15, 2004

Djöfullinn.....búin að skrifa fullt um atburði helgarinnar og viti menn

........þurrkaðist allt út..... óþolandi :o(

föstudagur, nóvember 12, 2004

Allt að gerast þessa dagana.....

.... Já get nú ekki sagt annað en ég hlakka til FLÖSKUDAGSINS..... hörkufjör í gangi, þar sem um 115 manns eru að fara í vínsyndaferð í KBbanka. Ekki er verra að vita af því að ég er að fara í þetta líka svaðalega NESU REUNION fyrir ferðina á morgun þar sem við ætlum að slengja í okkur nokkrum köldum Breeezerum og kíkja á myndir ferðarinnar.

Annað hvort Soffía eða Alli ætla að bjóða okkur heim og kíkja á herlegheitin...... og eitt er víst annaðhvort verður maður að drekka rækilega til að höndla myndirnar eða einfaldlega halda fyrir augun..

Annar er brjálað að gera og dagskrá næstu daga er:
Föstudagur: djamm, djamm, djamm, smjörsleikt á kantinum í buffaloskóm með hvítlauksolíu í hárinu
Laugardagur: þynnka og vinna, vinna
Sunnudagur: verkefnavinna
Mánudagur: skil á verkefni í utanríkisverslun
Þriðjudagur: skila á 2 verkefnum í viðskiptaensku og próf, vinna um kvöldið
Miðvikudagur: skil á verkefni í markaðsfræði III
Fimmtudagur: kynning í utanríkisverslun og vinna
Föstudagur...... næsta helgi plan síðar!!!

Þangað til þá.... sjáumst hress,,,,, ekkert stress :o)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Sögustund úr útlöndum nr. 4

Þá fer að koma að því...... mín er bara á leið upp á flugvöll. Seinustu dagar í Köben eru búnir að vera yndi. Bara rólegheit, sjónvarpsgláp, verslunarleiðangur og hangs.

Við Telma lágum í leti, pöntuðum pizzu, átum nammi og flödeboller....og kjöftuðum. Visa og debetkortin eru funheit í veskinu eftir ALLT erfiðið, og tími til að skella sér heim.

Heimkoma 22:10 á íslenskum tíma. Hlakka til að heyra og sjá ykkur.
Hilsen fra Copenhagen
Sella

mánudagur, nóvember 08, 2004

Sögustund úr útlöndum nr.3

Jæja þá er ég komin í heimsókn til Telmu í Köben..... Það var hálf sorglegt að kveðja krakkana á flugvellinum í dag eftir snilldar ferð. Mikið búið að gerast og get ekki sagt meira en íslenski hópurinn var FRÁBÆR!!!!

Dagurinn fór mest í chill, kom heim til Telmu um 8:45 í morgun og ákváðum við að sofa..... þar sem lítið var sofið alla vikuna í Finlandi. Svala og Egill eru hér líka í heimsókn og tókum við bara slappdag í dag, pöntuðum pizzu, horfðum á TV og kíktum svo með Heiðu í bíó, myndin Collateral með Tom Cruise...... og hún var bara góð, Við mælum með henni.....

En núna tekur við svefn........og svo bara versla, versla, versla á morgun. Hlakka til að sjá ykkur, kem heim á þriðjudagskvöldið

Þá mun ölllll ferðasagan koma og ég LOFA MYNDUM ;O)

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Sogustund ur utlondum nr.2

Mikid buid ad ganga a, djamm i Danmorku, Finlandi, Eistlandi og ja bara ut um allt. Brjalad mikid af fyrirlestrum og svona........ meira seinna, segi meira vid taekifaeri.... er ad koma beint af bar Studio 51 in Helsinki og er bara vel i tvi

bid ad heilsa ykkur..... meiri sogur seinna.... love you all ;)