Haustfrí í DK
Já frekar spes að vera í haustfríi en þurfa samt að skila verkefni í vikunni, vinna og svona - samt næs.
Áætluð skil á morgun í kúrsinum; Strategizing in the multinational corporation - local players in global games.....aha ég veit hljómar hrikalega spennandi. Síðan tekur við munnlegt próf í næstu viku. Þeir dagar sem ég hef til umráða þess á milli í þessu blessaða efterårsferie fara í Halloween Tivoli, 5 ára afmæli og undirbúning þess, lærdóm, hjólatúra, vinnu og síðast en ekki síðst rómantíska gönguferð um Frederiksberg Have á morgun með Siggu ;)
Allt of langt síðan við stöllur höfum gert eitthvað saman að viti. Bara strax farin að hlakka til... en nún verð ég víst að halda áfram með verkefnið.
Lifið heil elskulegu lesendur - hver sem þið svo sem eruð? hehe
þriðjudagur, október 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Nice að fá svona haustfrí en greinilega nóg að gera hjá þér þrátt fyrir það ;)
Ég bara fer til Köben aftur og aftur án þess að hitta Selluna :s tíminn líður svo hratt...
Hafðu það gott elskan :* Knús á þinns...bið að heilsa gellunum!
Skrifa ummæli