fimmtudagur, október 16, 2008

Tad vaknar nýtt líf....

Ef ég hugsa út í 16. október 2000, þá líður mér eins og sá dagur hafi verið í gær.... ekki að það séu átta ár liðin frá því að þessi stórmerkilegi dagur rann upp. Á þessum tíma var ég eins og lítil blómarós á bleiku skýji þar sem dauði/slys og annað hræðilegt var nánast ekki til í orðaforða mínum. Ég hafði þó oft hugsað út í dauðann og hversu ömurlegt og sorglegt það væri að missa einhvern nákomin, hugsunin stoppaði alltaf við það - svona kemur ekki fyrir mig og mína

... en þennan merka dag fyrir átta árum fékk ég aðra sýn á þetta. Amma Sella hefur ávallt verið sú kona sem ég leit/lít mest upp til. Ég gat setið tímunum saman og spjallað við hana, horft á Matlock, spilað við hana eða bara já nánast hvað sem er....þrátt fyrir hjartveiki sína og sykursýki var hún konan sem leit ávallt á hlutina svo jákvæða og kenndi manni að líta björtum augum á lífið - Því var það skrítin tilfinning að sitja við hlið hennar á Landsspítalanum, halda í hönd hennar þegar hún kvaddi þennan heim.... Fyrir mér var dauðinn eitthvað hræðilegt, óhugsandi en ég man hvernig ég öðlaðist á augabragði nýja sýn á þetta, þegar hún kvaddi með sæmd og hversu friðsælt var að horfa á hana....

Það var svo ekki fyrr en sama dag 2003 að annar merkilegur atburður gerðist í fjölskyldunni - því eins og sagt er: ,,Það vaknar nýtt líf!" og hún Natalía Tinna frænka fæddist.... Þvi langar mig til að tileinka þessari færslu þessum tveimur stórmerkilegu karakterum ömmu Sellu og Natalíu.... og óska litlu prinsSkessunni minni innilega til hamingju með 5 ára afmælið.... Kossar og knús ;o)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott færsla hjá þér - segir óskaplega margt... :)

Kveðja af klakanum ...

Ása Björg sagði...

Fallega skrifað.Kveðja úr kreppunni,Ása

Guðrún sagði...

Fallega skrifað hjá þér, tek undir með Erlu, segir svo rosalega margt. Hafðu það gott skvís, kveðja úr Svíaríki

Nafnlaus sagði...

Tek undir með fyrri mælendum. Fallega skrifað.
Kveðjur af klakanum, Íris og co

Heiða sagði...

Æ, hvað þetta var fallegt Sella. Hafið það gott í litlu kommúnuninni ykkar.