miðvikudagur, október 01, 2008

Back in Copenhagen og árinu eldri...

Jæja þá er ég komin aftur í daglega amstrið hér í Kóngsins Köben eftir æðislega dvöl á Íslandinu góða. Átti þar frábæra 10 daga sem einkenndust af - sveitasælu - fjölskyldu - brúðkaupi - kaffihúsaferð - góðum vinum - afmælisteiti í Álfalandinu - enn fleiri stundum með vinunum - fjölskylduboði og æðislegum tíma - TAKK ÆÐISLEGA FYRIR MIG ;o) ekkert smá gaman að hitta allt liðið - verður fjör að hitta ykkur öll um jólin aftur.

Ég eldist víst líkt og aðrir og varð ég því töttögosjö ára á mánudaginn...scary ég veit en ég hugga mig þó á því að ég er enn yngsti meðlimur RBG kommúnunar....en yfir í annað - mikið er gaman að vita hvað maður á marga góða að, ÞAKKIR OG ÞÚSUND KOSSAR fyrir allar kveðjurnar hvort sem er í síma, in person, via sms, skype, blogginu, facebook eða með bréfdúfu! Dagurinn byrjaði hinn hefðbundnasti með fjögra tíma fyrirlestri í B2B. Eftir það ákvað ég að skjótast heim og chilla með Telmunni minni....þegar líða tók á daginn frétti ég af "surprize" dinner ala my roomy Gyða og klikkaði skvísan ekki...frábær Tandori kjúklingaréttur með öllu tilheyrandi, hvítvínssötur og TA TA RA....Telma, Jóhanna og Sigga mættu svo með double súkkulaðiköku í eftirrétt. Yndislegur afmælisdagur í alla staði - núna er svo plan um "birthday"party á RBG næsta laugardag...þannig að þú ert velkomin ;o)

En bækurnar kalla - bless og ekkert stress - kveðja frá CBS Library

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott ad heyra ad tu varst anægd med litlu afmælisveisluna :-) Madur verdur nu ad gledja herbergisfelagann vid og vid!!!

Stella sagði...

En gaman hljómar sem frábær dagur hjá þér skvís.
heyrðu nú er ég búin að bæta þér inn í minn blogglista (því ég kann það núna) væri gaman að sjá nafn mitt á þinni síðu skvís.

Sella sagði...

Stella mín því verður reddað um hæl ;) Auðvitað verður Londonbloggarinn að fá fastan stað á mínu bloggi. Njóttu lífsins í UK elskan ;)

Nafnlaus sagði...

Sellan bara seleb... mín bara komin á MBL. Það munar ekki um það..