miðvikudagur, september 24, 2008

Sveitasæla og fullkomið brúðkaup

Fyrstu dagarnir mínir á klakanum voru yndislegir...eyddi þeim upp í sumarbústað með múttu, J&T og aðaltöffaranum Aðalsteini Inga. Veðrið var að stríða okkur frekar mikið svo við sátum bara inn í rólegheitunum, spjölluðum, kíktum á imbann og nutum þess að heyra niðin frá ánni og rigninguna á gluggunum. Ekki tók síðra við þegar ég brunaði glöð í bragði í bæinn til að vera viðstödd ÆÐISLEGT brúðkaup Helgu Rutar og Guðjóns. Gullfalleg hjónavígsla í Kópavogskirkju og frábær veisla að Ásvöllum. Skemmtilegur félagsskapur, frábærar veitingar bæði í föstu og fljótandi, góð skemmtiatriði og blússandi stuð á dansgólfinu fram eftir nóttu. Kíkti svo í bæinn eftir það....en kannski best að ég leyfi nokkrum myndum af fylga ykkur til mikillar gleði:

Annars er bara chil á minni...leiðindarverður á klakanum en ég hlakka mikið til að halda smá afmælisteiti fyrir vini og vandamenn á föstudaginn og hrista smá rassa áður en ég fer aftur heim til Köben. En njótið vel elskurnar og sjáumst vonandi hress...ekkert stress!!










HELGA RUT OG GUÐJÓN takk æðislega fyrir að leyfa mér að vera partur af ykkar degi....hann gleymist seint ;o)

4 ummæli:

Tóta sagði...

... en fokking popsang!

Var hugsað til þín þegar þessi mætti í útvarpið mitt ;)

Gott að þú ert að gera allt vitlaust heima stelpa. Hlakka svo til að fá þig aftur heim!

Sella sagði...

Ánægjulegt að fá ávallt tilkynningar um lagið góða í útvarpinu...ertu ekki búin að downloada því ásamt Maline og fleiri góðum.

Gera allt vitlaust á klakanum eða ekki það er spurning, ég á langt í land enn til að gera allt crazy en ég skal leggja mig fram elskan. Hlakka til að sjá þig hressa á sunnudagskvöldið ;o)

Knús til ykkar allra á RBG34

Guðrún sagði...

úúú verður afmælispartý, ohh vildi ég væri á Íslandi. Er samt eiginlega ennþá að jafna mig eftir okkar djamm. En mig langar samt aftur, svoooo gaman að dansa mér þér skvís.

Luv
G

Nafnlaus sagði...

Hey halló á ekkert að kíkja í heimsókn?